Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2025 20:03 Sigurður, sem lætur ekkert stoppa sig þrátt fyrir að hafa fengið alvarlegt heilablóðfall árið 2007 og lamaðist hægra megin. Nú málar hann myndir á fullu krafti með vinstri hendi en hann var rétthentur fyrir áfall. Magnús Hlynur Hreiðarsson Maður á Selfossi lætur ekkert stoppa sig þrátt fyrir að hafa fengið alvarlegt heilablóðfall árið 2007 og lamaðist hægra megin. Nú málar hann myndir á fullu krafti með vinstri hendi en hann var rétthentur fyrir áfall. Hér erum við að tala um Sigurð Jónsson, eða Sigga Jóns eins og hann er oftast kallaður á Selfossi en hann starfaði til fjölda ára, sem grunnskólakennari á staðnum og var fréttaritari Morgunblaðsins til margra ára. Siggi fékk hins vegar heilablóðfall í lok árs 2007 en hann hefur ekki látið það stoppa sig í framkvæmdagleði með vinstri hendi því hann málar og málar myndir á striga og opnaði nýlega sýningu í Grænumörk á Selfossi, sal félags eldri borgara, ásamt þremur öðrum listamönnum, eða konunum Helgu Guðmundsdóttur, Gunni Sigurdísi og Ernu Gunnarsdóttir. Hvað getur þú sagt mér um Sigga Jóns, hvers konar málari er hann? „Hann er bara ótrúlegur, hann er svo duglegur að það er stórkostlegt. Hann hikar ekki við að reyna eitthvað nýtt og breyta um stíl eins og hann er búin að gera núna og allt með vinstri, maður skammast sín stundum þegar maður horfir á hann og maður með hendurnar í lagi og skuli ekki vera duglegri,“ segir Gunnur Sigdís Gunnarsdóttir, einn af sýnendum á málverkasýningunni. Hér eru þau, sem eru með sýningu á verkum sínum í Grænumörk á Selfossi, frá vinstri, Erna, Sigurður, Helga og Gunnur Sigdís.Magnús Hlynur Hreiðarsson Börn Sigga og Esterar Óskarsdóttur eru að vonum mjög stolt af pabba sínum og Esther af manni sínum. „Hann er mjög framleiðslugjarn, hann er mjög duglegur. Málar skemmtilegar myndir svona línulegt og líflegar og skemmtilegar myndir, sem hann er að gera. Við erum mjög stolt af honum“, segir Sigríður Rós, dóttir Sigga. „Jú, ég er stolt af honum, hann er svo mikill dugnaðarforkur. Mér finnst hann bara mjög flinkur, ég gæti ekki teiknað svona, það get ég alveg sagt þér,“ segir Esther, eiginkona Sigga. Ein af myndunum frá Sigurði á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað eru þetta margar myndir á sýningunni hjá þér? „Ég hef ekki hugmynd um það“, segir Siggi. Og eru allir velkomnir að koma og skoða? „Já, já“. Og þú málar allt með vinstri hendinni? „Já, það er ekkert mál,“ segir Siggi kátur og hress að vanda. Sigurður Jónsson, listamaður á Selfossi að vinna inn í bílskúrnum heima hjá sér, ásamt Kára Hrafni barnabarni að mála saman.Aðsend Myndlist Árborg Menning Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Sjá meira
Hér erum við að tala um Sigurð Jónsson, eða Sigga Jóns eins og hann er oftast kallaður á Selfossi en hann starfaði til fjölda ára, sem grunnskólakennari á staðnum og var fréttaritari Morgunblaðsins til margra ára. Siggi fékk hins vegar heilablóðfall í lok árs 2007 en hann hefur ekki látið það stoppa sig í framkvæmdagleði með vinstri hendi því hann málar og málar myndir á striga og opnaði nýlega sýningu í Grænumörk á Selfossi, sal félags eldri borgara, ásamt þremur öðrum listamönnum, eða konunum Helgu Guðmundsdóttur, Gunni Sigurdísi og Ernu Gunnarsdóttir. Hvað getur þú sagt mér um Sigga Jóns, hvers konar málari er hann? „Hann er bara ótrúlegur, hann er svo duglegur að það er stórkostlegt. Hann hikar ekki við að reyna eitthvað nýtt og breyta um stíl eins og hann er búin að gera núna og allt með vinstri, maður skammast sín stundum þegar maður horfir á hann og maður með hendurnar í lagi og skuli ekki vera duglegri,“ segir Gunnur Sigdís Gunnarsdóttir, einn af sýnendum á málverkasýningunni. Hér eru þau, sem eru með sýningu á verkum sínum í Grænumörk á Selfossi, frá vinstri, Erna, Sigurður, Helga og Gunnur Sigdís.Magnús Hlynur Hreiðarsson Börn Sigga og Esterar Óskarsdóttur eru að vonum mjög stolt af pabba sínum og Esther af manni sínum. „Hann er mjög framleiðslugjarn, hann er mjög duglegur. Málar skemmtilegar myndir svona línulegt og líflegar og skemmtilegar myndir, sem hann er að gera. Við erum mjög stolt af honum“, segir Sigríður Rós, dóttir Sigga. „Jú, ég er stolt af honum, hann er svo mikill dugnaðarforkur. Mér finnst hann bara mjög flinkur, ég gæti ekki teiknað svona, það get ég alveg sagt þér,“ segir Esther, eiginkona Sigga. Ein af myndunum frá Sigurði á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað eru þetta margar myndir á sýningunni hjá þér? „Ég hef ekki hugmynd um það“, segir Siggi. Og eru allir velkomnir að koma og skoða? „Já, já“. Og þú málar allt með vinstri hendinni? „Já, það er ekkert mál,“ segir Siggi kátur og hress að vanda. Sigurður Jónsson, listamaður á Selfossi að vinna inn í bílskúrnum heima hjá sér, ásamt Kára Hrafni barnabarni að mála saman.Aðsend
Myndlist Árborg Menning Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“