„Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. nóvember 2025 19:58 Eygló Guðmundsdóttir, vill að foreldrar langveikra barna sé gripnir betur og fyrr. Vísir/Sigurjón Móðir drengs sem lést eftir áralanga baráttu við krabbamein segir mikilvægt að grípa foreldra langveikra barna betur og fyrr. Foreldrarnir séu undir miklu álagi, standi vaktina allan sólarhringinn og séu margir hverjir að bugast. Félagið Umhyggja stóð í dag fyrir málþingi um álag sem foreldrar langveikra barna búa við. Á meðal þeirra sem héldu erindi var Eygló Guðmundsdóttir sálfræðingur. Sonur hennar Benjamín greindist með krabbamein aðeins nokkurra vikna gamall og hann lést aðeins tólf ára eftir erfið veikindi. Hún segir gríðarlegt álag fylgja því að eiga langveikt barn. Foreldrar barnanna standi ekki aðeins þriðju vaktina heldur þá fjórðu líka. „Þú ert með algjörlega risastórt verkefni. Við vorum auðvitað á vaktinni twenty four seven. Alltaf. Allan sólarhringinn. Við vorum náttúrulega að gefa öll lyf. Við vorum komin með súrefniskúta heim. Ef við erum að tala um þriðju vaktina, þetta með hver á að skipuleggja skíðabuxurnar eða hvernig sem það er sagt, ég er ekki að gera lítið úr því, getur þú ímyndað þér hvernig það er að vera með einn í fjölskyldunni sem krefst stöðugs utanumhalds alveg sama á hvaða mælikvarða það er.“ Eygló hefur gert fjölda rannsókna og segir einkenni áfallastreitu geta verið merki um örmögnun hjá foreldrum langveikra barna. „Þú bara gengur upp að herðablöðum eða hvað sem við viljum kalla það. Þú vilt gefa barninu þínu bestu lífsmöguleika og lífsvæði sem þú getur. Ef þú ímyndar þér að þú værir í fjórum öðrum vinnum, svona sirka kannski, fer eftir því á hvaða stað barnið þitt er. Þetta er auðvitað bara full vinna að sinna þessu.“ Frá fundi Umhyggju í dag.Vísir/Sigurjón Þá telur hún brýnt að koma fólki til aðstoðar við þessar aðstæður sem fyrst. „Þegar börnin okkar koma inn í kerfið, alveg sama hvað þau eru greind með, þá þyrfti að vera einhvers konar miðlægt kerfi sem að grípur fjölskylduna. Síðan er bara mismunandi hvað hver og ein fjölskylda þarf út frá mismunandi ástandi. Þegar þú kemur inn þá flaggar eitthvað í kerfinu og kerfið tekur utan um þig. Þú átt ekki að þurfa að biðja um það.“ Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Félagið Umhyggja stóð í dag fyrir málþingi um álag sem foreldrar langveikra barna búa við. Á meðal þeirra sem héldu erindi var Eygló Guðmundsdóttir sálfræðingur. Sonur hennar Benjamín greindist með krabbamein aðeins nokkurra vikna gamall og hann lést aðeins tólf ára eftir erfið veikindi. Hún segir gríðarlegt álag fylgja því að eiga langveikt barn. Foreldrar barnanna standi ekki aðeins þriðju vaktina heldur þá fjórðu líka. „Þú ert með algjörlega risastórt verkefni. Við vorum auðvitað á vaktinni twenty four seven. Alltaf. Allan sólarhringinn. Við vorum náttúrulega að gefa öll lyf. Við vorum komin með súrefniskúta heim. Ef við erum að tala um þriðju vaktina, þetta með hver á að skipuleggja skíðabuxurnar eða hvernig sem það er sagt, ég er ekki að gera lítið úr því, getur þú ímyndað þér hvernig það er að vera með einn í fjölskyldunni sem krefst stöðugs utanumhalds alveg sama á hvaða mælikvarða það er.“ Eygló hefur gert fjölda rannsókna og segir einkenni áfallastreitu geta verið merki um örmögnun hjá foreldrum langveikra barna. „Þú bara gengur upp að herðablöðum eða hvað sem við viljum kalla það. Þú vilt gefa barninu þínu bestu lífsmöguleika og lífsvæði sem þú getur. Ef þú ímyndar þér að þú værir í fjórum öðrum vinnum, svona sirka kannski, fer eftir því á hvaða stað barnið þitt er. Þetta er auðvitað bara full vinna að sinna þessu.“ Frá fundi Umhyggju í dag.Vísir/Sigurjón Þá telur hún brýnt að koma fólki til aðstoðar við þessar aðstæður sem fyrst. „Þegar börnin okkar koma inn í kerfið, alveg sama hvað þau eru greind með, þá þyrfti að vera einhvers konar miðlægt kerfi sem að grípur fjölskylduna. Síðan er bara mismunandi hvað hver og ein fjölskylda þarf út frá mismunandi ástandi. Þegar þú kemur inn þá flaggar eitthvað í kerfinu og kerfið tekur utan um þig. Þú átt ekki að þurfa að biðja um það.“
Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent