Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2025 15:55 Viktor Bjarki Daðason hefur þegar afrekað að skora í Meistaradeild Evrópu, gegn Dortmund. EPA/Liselotte Sabroe Hinn 17 ára gamli Viktor Bjarki Daðason hefur komið eins og stormsveipur inn í lið FC Kaupmannahafnar og gæti komið við sögu í London í kvöld þegar liðið sækir Tottenham heim í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Fylgst er með öllu sem gerist í Meistaradeildinni í kvöld í Meistaradeildarmessunni á Sýn Sport klukkan 19:30. Viktor afrekaði það fyrir tveimur vikum að verða þriðji yngsti markaskorari í sögu Meistaradeildarinnar, á eftir Ansu Fati og Lamine Yamal, þegar hann skoraði gegn Dortmund á Parken. Hann er jafnframt aðeins fimmti Íslendingurinn sem skorar í aðalkeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta karla. Danski miðillinn TV 2 fjallar um það í ítarlegri grein um Viktor í dag hve mikil gleði braust út hjá fjölskyldu hans þegar boltinn fór inn fyrir línuna gegn Dortmund. Þar segir að mamma hans, pabbi og afi hafi fellt tár á vellinum á meðan að bróðir hans, handboltamarkvörðurinn Arnór Máni, stökk upp úr sófanum heima á Íslandi og öskraði af gleði. Pabbinn er þó ekki hissa á hve langt Viktor hefur þegar náð: „Við erum fjölskylda sem hefur þurft að hafa mikið fyrir öllu því sem við eigum. Við bíðum ekki eftir því að aðrir hjálpi okkur. Við gerum þetta sjálf,“ segir Daði Hafþórsson, pabbi Viktors, í umfjöllun TV 2. Þar segir að bræðurnir hafi á yngri árum keppt í vítakeppnum á gólfinu heima hjá sér, bæði í handbolta og fótbolta, og segir Arnór að margir hafi viljað meina að Viktor ætti að velja handboltann frekar. „En ég held að hann hafi bara kunnað svo vel við sig í fótboltanum,“ segir Arnór. Var í sigti margra félaga FCK tryggði sér krafta Viktors í janúar 2024 og hafði þá meðal annars betur í samkeppni við AGF. Pabbi hans segir fleira hafa komið til greina: „Það kom gott tilboð frá AGF en svo voru líka boð frá félögum á Ítalíu, í Þýskalandi og Svíþjóð. Okkur fannst bara að FC Kaupmannahöfn væri besti kosturinn á þessum tímapunkti og það hefur ekki breyst,“ sagði Daði sem býr með syni sínum í Kaupmannahöfn og starfar í fjarvinnu. Mamma Viktors, Dagbjört Rut Bjarnadóttir, er kennari og býr áfram á Íslandi ásamt restinni af fjölskyldunni. Fær hann strax sæti í landsliðinu? Viktor hefur heldur betur nýtt tækifæri sín á þeim skamma tíma sem er liðinn síðan hann kom inn í aðallið FCK fyrir hálfum mánuði. Hann lagði upp mark gegn Silkeborg í fyrsta leik, skoraði svo gegn Dortmund og bæði skoraði og lagði upp gegn Hobro í danska bikarnum í síðustu viku, í sínum fyrsta byrjunarliðsleik. Svo er bara að sjá hvort Viktor fái tækifæri gegn Tottenham í kvöld og einnig hvort að hann sé nálægt sæti í íslenska A-landsliðinu sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnir á morgun, fyrir leikina mikilvægu við Aserbaísjan og Úkraínu í þessum mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Fylgst er með öllu sem gerist í Meistaradeildinni í kvöld í Meistaradeildarmessunni á Sýn Sport klukkan 19:30. Viktor afrekaði það fyrir tveimur vikum að verða þriðji yngsti markaskorari í sögu Meistaradeildarinnar, á eftir Ansu Fati og Lamine Yamal, þegar hann skoraði gegn Dortmund á Parken. Hann er jafnframt aðeins fimmti Íslendingurinn sem skorar í aðalkeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta karla. Danski miðillinn TV 2 fjallar um það í ítarlegri grein um Viktor í dag hve mikil gleði braust út hjá fjölskyldu hans þegar boltinn fór inn fyrir línuna gegn Dortmund. Þar segir að mamma hans, pabbi og afi hafi fellt tár á vellinum á meðan að bróðir hans, handboltamarkvörðurinn Arnór Máni, stökk upp úr sófanum heima á Íslandi og öskraði af gleði. Pabbinn er þó ekki hissa á hve langt Viktor hefur þegar náð: „Við erum fjölskylda sem hefur þurft að hafa mikið fyrir öllu því sem við eigum. Við bíðum ekki eftir því að aðrir hjálpi okkur. Við gerum þetta sjálf,“ segir Daði Hafþórsson, pabbi Viktors, í umfjöllun TV 2. Þar segir að bræðurnir hafi á yngri árum keppt í vítakeppnum á gólfinu heima hjá sér, bæði í handbolta og fótbolta, og segir Arnór að margir hafi viljað meina að Viktor ætti að velja handboltann frekar. „En ég held að hann hafi bara kunnað svo vel við sig í fótboltanum,“ segir Arnór. Var í sigti margra félaga FCK tryggði sér krafta Viktors í janúar 2024 og hafði þá meðal annars betur í samkeppni við AGF. Pabbi hans segir fleira hafa komið til greina: „Það kom gott tilboð frá AGF en svo voru líka boð frá félögum á Ítalíu, í Þýskalandi og Svíþjóð. Okkur fannst bara að FC Kaupmannahöfn væri besti kosturinn á þessum tímapunkti og það hefur ekki breyst,“ sagði Daði sem býr með syni sínum í Kaupmannahöfn og starfar í fjarvinnu. Mamma Viktors, Dagbjört Rut Bjarnadóttir, er kennari og býr áfram á Íslandi ásamt restinni af fjölskyldunni. Fær hann strax sæti í landsliðinu? Viktor hefur heldur betur nýtt tækifæri sín á þeim skamma tíma sem er liðinn síðan hann kom inn í aðallið FCK fyrir hálfum mánuði. Hann lagði upp mark gegn Silkeborg í fyrsta leik, skoraði svo gegn Dortmund og bæði skoraði og lagði upp gegn Hobro í danska bikarnum í síðustu viku, í sínum fyrsta byrjunarliðsleik. Svo er bara að sjá hvort Viktor fái tækifæri gegn Tottenham í kvöld og einnig hvort að hann sé nálægt sæti í íslenska A-landsliðinu sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnir á morgun, fyrir leikina mikilvægu við Aserbaísjan og Úkraínu í þessum mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira