Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 13:23 Hildur Sunna Pálmadóttur er sviðsstjóri ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Einar Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fékk ekki heimild Landsréttar til að koma upp leyndum hljóð- og myndtökubúnaði við húsnæði þar sem grunur var á að mansal ætti sér stað. Nágrannar höfðu ítrekað tilkynnt lögreglu grun um að vændisstarfsemi ætti sér stað í húsinu. „Það var grunur um skipulagða vændisstarfsemi í húsnæði hérna í Reykjavík. Við höfðum ekki upplýsingar um gerendur, það er að segja þá sem væru að hagnýta konur í vændi, og vildum fá heimild frá dómstólum til að setja upp mynd- og hljóðupptökur við húsnæðið og sjá hverjir eru að koma og fara reglulega,“ segir Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðstjóri ákærusviðs lögreglunnar, í samtali við fréttastofu. Í Speglinum á RÚV í gærkvöldi var greint frá að nágrannar hefðu ítrekað tilkynnt grun um að vændisstarfsemi ætti sér stað í ákveðnu húsnæði í íbúahverfi í Reykjavík. Í júnímánuði óskaði lögregluembættið eftir heimild frá dómstólum um að koma fyrir hljóð- og myndtökuppbúnaði til að taka myndir af fólki í og við nokkrar íbúðir þar sem grunað var að mansal ætti sér stað. Er þetta í fyrsta skipti sem lögreglan reyndi að rannsaka skipulagða glæpastarfsemi á þennan hátt. „Þá er ég ekki endilega að tala um kaupendur heldur aðra sem sjá um skipulagið. Þá bifreiðar sem eru að koma og fólk. Til þess að við gætum aflað upplýsinga um hver væri að baki starfseminni því seljendurnar gáfu það ekki upp og gera það sjaldnast,“ segir Hildur Sunna. „Við vorum með í einu tilviki ákveðið húsnæði í íbúagötu í Reykjavík þar sem okkur höfðu borist ítrekaðar tilkynningar frá fólki sem býr í götunni. Þau svona sáu svolítið svart á hvítu að þarna átti sér stað einhver starfsemi sem þau grunaði að væri vændi.“ Í úrskurði Landsréttar frá 10. júní kemur fram að lögreglan ræddi alls við 36 vændiskonur í vor og viðurkenndu þær allar að stunda vændi á Íslandi. Lögreglan taldi í kjölfar viðtalanna að þrjár konur sem sögðust starfa sjálfstætt væri mögulega fórnarlömb mansals. Aðgerðin var liður að aðgerðaviku í samstarfi við Europol. „Þarna vorum við búin að finna auglýsingar á netinu og sigta þær út frá því hvaða þolendur við töldum vera í hvað viðkvæmastri stöðu. Það sem getur gefið okkur vísbendingar um að viðkomandi sé ekki að vinna sjálfstætt er til dæmis sama símanúmer eða sama notendanafn á Snapchat á fleiri en einn eða á fleiri en einni auglýsingu. Það er augljóslega skipulegt, það er ekki ein að vinna sjálfstætt,“ segir Hildur Sunna. Þá séu dæmi um að sama auglýsing sé notuð fyrir sitt hvora manneskjuna. „Oft er sama myndin fyrir sitt hvorn einstaklinginn. Við teljum okkur vita í þeim tilfellum að viðkomandi er ekki að selja sjálfstætt þótt hann segist vera það.“ Telja að úrskurðurinn sé rangur Málið fór til Landsréttar eftir að héraðsdómur hafnaði ósk lögreglu. Landréttur hafnaði einnig kröfu embættisins þar sem aðgerðirnar beindust ekki að ákveðnum einstaklingi. „Þetta tafði auðvitað málið töluvert að fá ekki að setja upp þessar myndavélar sem hefðu getað gefið okkur upplýsingar um meinta gerendur nokkuð fljótt og örugglega. En við urðum að nýta aðrar leiðir og málið er enn í rannsókn hvað þetta varðar. Ég get ekki upplýst hvort við séum búin að finna meinta gerendur eða ekki en í rauninni getur maður sagt að þarna sé ákveðið skilningsleysi dómstóla á hvert starfsemi sem þessi er komin á Íslandi,“ segir Hildur Sunna. „Þetta er orðið flóknara, þetta er orðið miklu skipulagðra og við reynum alltaf að vera á undan gerendum en ekki þurfa að fylgja alltaf á eftir, það er eitthvað sem við leggjum áherslu á. Þá verður löggjöfin og dómstólar að fylgja með.“ Hún segir embættið telja að um ranga úrskurði sé að ræða. Þau muni halda áfram að reyna að sannfæra dómstóla um hvers vegna slík heimild sé nauðsynleg. „Við þurfum heimild til að setja upp svona búnað í þeim tilvikum þar sem er ekki beint vitað hverjum er verið að fylgjast með, það er að segja nöfnunum. Við teljum að ef við getum ekki fengið heimild fyrir slíku sé alvarleg staða sem mun hafa áhrif gegn skipulagðri brotastarfsemi.“ Lögreglumál Lögreglan Dómsmál Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
„Það var grunur um skipulagða vændisstarfsemi í húsnæði hérna í Reykjavík. Við höfðum ekki upplýsingar um gerendur, það er að segja þá sem væru að hagnýta konur í vændi, og vildum fá heimild frá dómstólum til að setja upp mynd- og hljóðupptökur við húsnæðið og sjá hverjir eru að koma og fara reglulega,“ segir Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðstjóri ákærusviðs lögreglunnar, í samtali við fréttastofu. Í Speglinum á RÚV í gærkvöldi var greint frá að nágrannar hefðu ítrekað tilkynnt grun um að vændisstarfsemi ætti sér stað í ákveðnu húsnæði í íbúahverfi í Reykjavík. Í júnímánuði óskaði lögregluembættið eftir heimild frá dómstólum um að koma fyrir hljóð- og myndtökuppbúnaði til að taka myndir af fólki í og við nokkrar íbúðir þar sem grunað var að mansal ætti sér stað. Er þetta í fyrsta skipti sem lögreglan reyndi að rannsaka skipulagða glæpastarfsemi á þennan hátt. „Þá er ég ekki endilega að tala um kaupendur heldur aðra sem sjá um skipulagið. Þá bifreiðar sem eru að koma og fólk. Til þess að við gætum aflað upplýsinga um hver væri að baki starfseminni því seljendurnar gáfu það ekki upp og gera það sjaldnast,“ segir Hildur Sunna. „Við vorum með í einu tilviki ákveðið húsnæði í íbúagötu í Reykjavík þar sem okkur höfðu borist ítrekaðar tilkynningar frá fólki sem býr í götunni. Þau svona sáu svolítið svart á hvítu að þarna átti sér stað einhver starfsemi sem þau grunaði að væri vændi.“ Í úrskurði Landsréttar frá 10. júní kemur fram að lögreglan ræddi alls við 36 vændiskonur í vor og viðurkenndu þær allar að stunda vændi á Íslandi. Lögreglan taldi í kjölfar viðtalanna að þrjár konur sem sögðust starfa sjálfstætt væri mögulega fórnarlömb mansals. Aðgerðin var liður að aðgerðaviku í samstarfi við Europol. „Þarna vorum við búin að finna auglýsingar á netinu og sigta þær út frá því hvaða þolendur við töldum vera í hvað viðkvæmastri stöðu. Það sem getur gefið okkur vísbendingar um að viðkomandi sé ekki að vinna sjálfstætt er til dæmis sama símanúmer eða sama notendanafn á Snapchat á fleiri en einn eða á fleiri en einni auglýsingu. Það er augljóslega skipulegt, það er ekki ein að vinna sjálfstætt,“ segir Hildur Sunna. Þá séu dæmi um að sama auglýsing sé notuð fyrir sitt hvora manneskjuna. „Oft er sama myndin fyrir sitt hvorn einstaklinginn. Við teljum okkur vita í þeim tilfellum að viðkomandi er ekki að selja sjálfstætt þótt hann segist vera það.“ Telja að úrskurðurinn sé rangur Málið fór til Landsréttar eftir að héraðsdómur hafnaði ósk lögreglu. Landréttur hafnaði einnig kröfu embættisins þar sem aðgerðirnar beindust ekki að ákveðnum einstaklingi. „Þetta tafði auðvitað málið töluvert að fá ekki að setja upp þessar myndavélar sem hefðu getað gefið okkur upplýsingar um meinta gerendur nokkuð fljótt og örugglega. En við urðum að nýta aðrar leiðir og málið er enn í rannsókn hvað þetta varðar. Ég get ekki upplýst hvort við séum búin að finna meinta gerendur eða ekki en í rauninni getur maður sagt að þarna sé ákveðið skilningsleysi dómstóla á hvert starfsemi sem þessi er komin á Íslandi,“ segir Hildur Sunna. „Þetta er orðið flóknara, þetta er orðið miklu skipulagðra og við reynum alltaf að vera á undan gerendum en ekki þurfa að fylgja alltaf á eftir, það er eitthvað sem við leggjum áherslu á. Þá verður löggjöfin og dómstólar að fylgja með.“ Hún segir embættið telja að um ranga úrskurði sé að ræða. Þau muni halda áfram að reyna að sannfæra dómstóla um hvers vegna slík heimild sé nauðsynleg. „Við þurfum heimild til að setja upp svona búnað í þeim tilvikum þar sem er ekki beint vitað hverjum er verið að fylgjast með, það er að segja nöfnunum. Við teljum að ef við getum ekki fengið heimild fyrir slíku sé alvarleg staða sem mun hafa áhrif gegn skipulagðri brotastarfsemi.“
Lögreglumál Lögreglan Dómsmál Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?