Fótbolti

Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst

Aron Guðmundsson skrifar
Orri Steinn Óskarsson hefur verið að glíma við krefjandi meiðsli og varð fyrir bakslagi á dögunum.
Orri Steinn Óskarsson hefur verið að glíma við krefjandi meiðsli og varð fyrir bakslagi á dögunum. Stefan Ivanovic/Pixsell/MB Media/Getty Images

Arnar Gunn­laugs­son, lands­liðsþjálfari ís­lenska karla­lands­liðsins í fót­bolta, segir það mikið áfall að hafa lands­liðs­fyrir­liðinn Orri Steinn Óskars­son hafi ekkert geta spilað með liðinu í undan­keppni HM. Há­kon Arnar Haralds­son hafi hins vegar vaxið mikið í fyrir­liða­hlut­verkinu í hans fjar­veru.

Á blaða­manna­fundi í gær, þar sem að lands­liðs­hópur Ís­lands fyrri loka­leikina mikilvægu gegn Aserbaíjan og Úkraínu í undan­keppni HM var opin­beraður, greindi Arnar frá því að Orri Steinn hafi orðið fyrir bak­slagi í endur­komu sinni á völlinn. Orri, sem hefur verið að glíma við meiðsli í læri hefur aðeins komið við sögu í þremur leikjum með liði sínu Real Sociedad á Spáni á yfir­standandi tíma­bili.

Klippa: „Virki­lega erfitt að heyra það“

„Það er virki­lega erfitt að heyra hvað hann hefur verið að þjást mikið út af þessum meiðslum,“ segir Arnar um Orra sem hann heyrir reglu­lega í. „Það sem hefðu kannski átt að vera ein­föld meiðsli til að byrja með eru orðin virki­lega flókin. Því miður varð hann fyrir bak­slagi í sínum bata. Hann var með okkur í mínum fyrsta glugga en hefur síðan þá misst af þremur lands­leikja­gluggum í röð þar sem er mikið í húfi. Hann er fyrir­liðinn okkar og leið­togi, þetta er bara áfall en sem betur fer virkar þetta bara þannig í íþróttum að það kemur maður í manns stað.“

Eigi ekki að flytja Winston Churchill ræður

Og hefur Arnar verið gríðar­lega sáttur með það hvernig Há­kon Arnar Haralds­son hefur stigið upp í fjar­veru Orra Steins.

Hákon Arnar Haraldsson með fyrirliðabandið í leik gegn Frökkum á dögunumvísir / anton brink

„Þeir sem hafa sinnt hans hlut­verki hafa staðið sig mjög vel. Ég verð að nefna vara­fyrir­liðann Há­kon Arnar sem hefur sinnt hlut­verki fyrir­liða í undan­förnum leikjum. Hann hefur vaxið gríðar­lega mikið í þessu hlut­verki. Hann var mjög skemmti­lega reynslulítill í fyrsta glugganum og gerði óspart grin að sjálfum sér fyrir það. Ég er ekki að ætlast til þess að hann sé í þessu hlut­verki að fara með ein­hverjar Win­ston Churchill ræður. Hans fyrir­liða­hlut­verk er að vera geggjaður inn á velli, sýna gott for­dæmi á æfinga­svæðinu sem og í leikjum. Hann hefur bara vaxið gríðar­lega mikið sem fyrir­liði og persóna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×