Brosið fer ekki af Hrunamönnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. nóvember 2025 19:37 Jóhanna Valgeirsdóttir, hjúkrunarstjóri á nýju heilsugæslustöðinni (t.v.) og Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brosið fer ekki af íbúum á Flúðum og í sveitunum þar í kring því nú er búið að opna nýja og glæsilega heilsugæslustöð á staðnum þar sem ellefu vinna, þar af þrír fastráðnir læknar. Nýja heilsugæslustöðin, sem hefur fengið nafnið Heilsugæsla uppsveita er til húsa í nýrri húsaröð rétt hjá félagsheimilinu. Starfsemin hófst með opnu húsi í vikunni þar sem íbúar fengu að skoða herlegheitin og þiggja veitingar. Á nýju ári mun Apótek Suðurlands svo opna apótek við hliðina á nýju stöðinni. Heilsugæsla uppsveita er í nýju 400 fermetra húsnæði á Flúðum þar sem 11 starfsmenn vinna.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta verður bara fín heilsugæslustöð. Hún þjónar öllum uppsveitunum og við ætlum bara að leggja okkur fram að veita, sem besta þjónustu eins og við höfum gert,“ segir Jóhanna Valgeirsdóttir, hjúkrunarstjóri á nýju heilsugæslustöðinni. Heilsugæslustöðin var í Laugarási í Bláskógabyggð en þar hefur nú verið skellt í lás og stöðin komin í Hrunamannahrepp. „Þetta breytir því að nú erum við komin með þjónustuna nær annarri þjónustu. Við erum að fara að fá apótek hérna við hliðina á heilsugæslunni, þetta breytir svona samfellunni í þeirri þjónustu, sem við erum að veita,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Ellefu starfsmenn vinna á nýju stöðinni, þar af þrír fastráðnir læknar en skjólstæðingar stöðvarinnar eru um þrjú þúsund plús allir ferðamennirnir, sem eru í uppsveitunum á hverjum tíma. „Ég held aðallega að þetta breyti því að starfsfólkið hlýtur að vera ánægðara í nýju og flottu húsnæði með þeim nútíma kröfum, sem að við viljum hafa en ekki síður að apótekið er að opna hérna við hlið heilsugæslunnar, sem skiptir gríðarlega máli upp á þjónustustig fyrir íbúa,“ segir Jón Bjarnason oddviti, Hrunamannahrepps. Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur í Hruna mætti með dóttur sína í opna húsið (t.v.) en hér er hann að spjalla við Jón oddvita Hrunamannahrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað finnst íbúum á svæðinu um nýju heilsugæslustöðina? „Mér líst bara ljómandi vel á hana. Þetta mun breyta því að það verður apótek hérna, það er það, sem gerir alveg gæfumuninn,“ segir Rúnar Bjarnason, íbúi á Húsatóftum 1a í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Rúnar Bjarnason íbúi á Húsatóftum 1a , sem er alsæll með nýju heilsugæslustöðina enda fer brosið varla af honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara frábært að fá þetta í nágrennið, við bara þökkum fyrir þetta,“ segir Guðrún Kristín Þorsteinsdóttir, íbúi í Þverspyrnu í Hrunamannahreppi. Guðrún Kristín Þorsteinsdóttir, sem býr á bænum í Þverspyrnu í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er algjört æði og svo kemur apótekið bráðum. Við erum alsæl hér i Hrunamannahreppi, heldur betur,“ segir Elín Kristmundsdóttir, íbúi í Haukholtum í Hrunamannahreppi. Elín Kristmundsdóttir, sem býr á bænum í Haukholtum í HrunamannahreppiMagnús Hlynur Hreiðarsson Heilbrigðismál Hrunamannahreppur Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Nýja heilsugæslustöðin, sem hefur fengið nafnið Heilsugæsla uppsveita er til húsa í nýrri húsaröð rétt hjá félagsheimilinu. Starfsemin hófst með opnu húsi í vikunni þar sem íbúar fengu að skoða herlegheitin og þiggja veitingar. Á nýju ári mun Apótek Suðurlands svo opna apótek við hliðina á nýju stöðinni. Heilsugæsla uppsveita er í nýju 400 fermetra húsnæði á Flúðum þar sem 11 starfsmenn vinna.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta verður bara fín heilsugæslustöð. Hún þjónar öllum uppsveitunum og við ætlum bara að leggja okkur fram að veita, sem besta þjónustu eins og við höfum gert,“ segir Jóhanna Valgeirsdóttir, hjúkrunarstjóri á nýju heilsugæslustöðinni. Heilsugæslustöðin var í Laugarási í Bláskógabyggð en þar hefur nú verið skellt í lás og stöðin komin í Hrunamannahrepp. „Þetta breytir því að nú erum við komin með þjónustuna nær annarri þjónustu. Við erum að fara að fá apótek hérna við hliðina á heilsugæslunni, þetta breytir svona samfellunni í þeirri þjónustu, sem við erum að veita,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Ellefu starfsmenn vinna á nýju stöðinni, þar af þrír fastráðnir læknar en skjólstæðingar stöðvarinnar eru um þrjú þúsund plús allir ferðamennirnir, sem eru í uppsveitunum á hverjum tíma. „Ég held aðallega að þetta breyti því að starfsfólkið hlýtur að vera ánægðara í nýju og flottu húsnæði með þeim nútíma kröfum, sem að við viljum hafa en ekki síður að apótekið er að opna hérna við hlið heilsugæslunnar, sem skiptir gríðarlega máli upp á þjónustustig fyrir íbúa,“ segir Jón Bjarnason oddviti, Hrunamannahrepps. Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur í Hruna mætti með dóttur sína í opna húsið (t.v.) en hér er hann að spjalla við Jón oddvita Hrunamannahrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað finnst íbúum á svæðinu um nýju heilsugæslustöðina? „Mér líst bara ljómandi vel á hana. Þetta mun breyta því að það verður apótek hérna, það er það, sem gerir alveg gæfumuninn,“ segir Rúnar Bjarnason, íbúi á Húsatóftum 1a í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Rúnar Bjarnason íbúi á Húsatóftum 1a , sem er alsæll með nýju heilsugæslustöðina enda fer brosið varla af honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara frábært að fá þetta í nágrennið, við bara þökkum fyrir þetta,“ segir Guðrún Kristín Þorsteinsdóttir, íbúi í Þverspyrnu í Hrunamannahreppi. Guðrún Kristín Þorsteinsdóttir, sem býr á bænum í Þverspyrnu í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er algjört æði og svo kemur apótekið bráðum. Við erum alsæl hér i Hrunamannahreppi, heldur betur,“ segir Elín Kristmundsdóttir, íbúi í Haukholtum í Hrunamannahreppi. Elín Kristmundsdóttir, sem býr á bænum í Haukholtum í HrunamannahreppiMagnús Hlynur Hreiðarsson
Heilbrigðismál Hrunamannahreppur Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira