„Dagur, enga frasapólitík hér“ Agnar Már Másson skrifar 9. nóvember 2025 14:09 Lilja brást illa við þegar Dagur sagði að krónan væri „tæki hinna fáu og stóru til þess að færa skellinn yfir á almenning“. Samett mynd Þingmaður Samfylkingarinnar segir hagsmunaöfl leggja „þagnarhönd“ yfir umræðu um evruna og ESB. Hann vill að Ísland gangi í ESB og taki upp evruna því að hann telur það tryggja lægri vexti. Varaformaður Framsóknarflokksins telur skynsamlegra að ráðast í kerfisbreytingar hér heima til að bregðast við háu vaxtastigi. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Lilja D. Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins tókust á í Sprengisandi um evruna og hvort upptaka evrópska gjaldmiðilsins gæti lækkað vexti á Íslandi. Kerfisbundinn bandi sem fylgi krónunni Dagur hefur nefnilega nýlega farið mikinn í pistlaskrifum um svokallaða evruvexti á Íslandi en með því vísar hann til þess að óverðtryggðir vextir á evrusvæðinu séu á bilinu 3 til 4 prósent á meðan vextir á Íslandi séu talsvert hærri. Á óverðtryggðum lánum á Íslandi séu meðalvextir um 9,13 prósent. Þetta vill hann meina að sé kerfisbundinn vandi sem stafi af óstöðugleika íslensku krónunnar. Dagur nefndi á Sprengisandi að vextir á framkvæmdalánum væru til dæmis 16 prósent á Íslandi samanborið við 3,9% á evrusvæðinu. „Þetta er kerfisbundinn vandi sem hefur verið í meira en 100 ár,“ sagði Samfylkingarmaðurinn. „Og ég væri bara ekki ábyrgur eða að standa mig í mínu hlutverki sem fulltrúi almennings á Alþingi ef ég væri ekki að benda á þennan kerfisbundna vanda.“ Þurfi að ræða heildarmyndina Lilja tók undir með Degi að vextir á Íslandi væru afar háir en hún vildi meina að leita ætti annarra leiða til að ná þeim niður heldur en að ganga inn í Evrópusambandið (ESB) og taka þannig upp evruna, til dæmis með því að skoða lífeyrissjóðakerfið. „Þú tekur ekki bara upp evruna, þú þarft að fara inn í Evrópusambandið,“ sagði Framsóknarkonan en Lilja er mótfallin inngöngu inn í ESB. Hún benti á að horfurnar í sambandinu væru ekki góðar og að þar væri lítill hagvöxtur miðað við önnur ríki. „Við verðum að ræða heildarmyndina og hvað er að gerast,“ sagði Lilja sem benti einnig á að verðbólgan á Íslandi væri á niðurleið, þó að hún teldi reyndar að ríkisstjórnin hefði „sóað heilu ári“ þar sem stjórnvöldum hefur ekki tekist að efna gefin loforð um að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Verðbólga mælist nú 4,3 prósent og hefur ekki verið meiri síðan í janúar. „Verðbólgan er þrálát og hún er að koma niður og þá skapast ný skilyrði til að lækka vexti,“ sagði Lilja. „Þagnarhönd“ hagsmunaafla En Dagur telur krónuna ekki aðeins koma niður á fólkinu í landinu heldur einnig fyrirtækjum. Hún væri samkeppnishindrun sem stæði vegi fyrir erlendri fjárfestingu og samkeppni á banka- og tryggingamarkaði. Ferðaþjónustan, sem væri ein af burðargreinum Íslands, liði fyrir óstöðugleika krónunnar og erfiðleikum við að gera langtímaáætlanir. „Íslenskt atvinnulíf hefur á undanförnum vikum verið að kalla eftir meiri erlendri fjárfestingu, og almennri umræðu, til þess að tala um þennan, sem ég vil kalla bleika fíl, sem er munurinn á vaxtakjörum og því hvað krónan er mikil samkeppnishindrun,“ sagði Dagur. „Það eru einhverjir hagsmunir einhvers staðar sem einhvern veginn leggja einhverja þagnarhönd yfir þetta. Og það gengur ekki og alls ekki í núverandi stöðu.“ Hann vildi þá meina að krónan væri „tæki hinna fáu og stóru til þess að færa skellinn yfir á almenning.“ Lilja brást við hlæjandi: „Þetta er bara frasi, Dagur, enga frasapólitík hér.“ „Þannig hefur það verið í hundrað ár,“ bætti Dagur við, sem viðurkennir að krónan hafi sína kosti en vill meina að hún hafi fleiri galla. „Það er enginn sem vill fara út úr evrunni sem er þar inni. Af hverju? Vegna þess að þetta tryggir lægri vexti og betri kjör fyrir almenning og fyrirtæki.“ En Lilja sagði að á Íslandi væri auðlindadrifið hagkerfi sem reiddi sig á orku, ferðaþjónustu og sjávarútveg og því þyrfti að horfa á þann efnahagslega raunveruleika sem við blasti. Evran ein og sér byggi til dæmis ekki til framboð af húsnæði, sem mikil þörf er á. „Menn verða að hafa í huga að það er best að fara í kerfisbreytingar hér heima,“ sagði Lilja. „Við verðum miklu fljótari að fara í það og við getum þannig náð lægri vöxtum. Ég fullyrði það.“ Fjármál heimilisins Evrópusambandið Íslenska krónan Sprengisandur Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Lilja D. Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins tókust á í Sprengisandi um evruna og hvort upptaka evrópska gjaldmiðilsins gæti lækkað vexti á Íslandi. Kerfisbundinn bandi sem fylgi krónunni Dagur hefur nefnilega nýlega farið mikinn í pistlaskrifum um svokallaða evruvexti á Íslandi en með því vísar hann til þess að óverðtryggðir vextir á evrusvæðinu séu á bilinu 3 til 4 prósent á meðan vextir á Íslandi séu talsvert hærri. Á óverðtryggðum lánum á Íslandi séu meðalvextir um 9,13 prósent. Þetta vill hann meina að sé kerfisbundinn vandi sem stafi af óstöðugleika íslensku krónunnar. Dagur nefndi á Sprengisandi að vextir á framkvæmdalánum væru til dæmis 16 prósent á Íslandi samanborið við 3,9% á evrusvæðinu. „Þetta er kerfisbundinn vandi sem hefur verið í meira en 100 ár,“ sagði Samfylkingarmaðurinn. „Og ég væri bara ekki ábyrgur eða að standa mig í mínu hlutverki sem fulltrúi almennings á Alþingi ef ég væri ekki að benda á þennan kerfisbundna vanda.“ Þurfi að ræða heildarmyndina Lilja tók undir með Degi að vextir á Íslandi væru afar háir en hún vildi meina að leita ætti annarra leiða til að ná þeim niður heldur en að ganga inn í Evrópusambandið (ESB) og taka þannig upp evruna, til dæmis með því að skoða lífeyrissjóðakerfið. „Þú tekur ekki bara upp evruna, þú þarft að fara inn í Evrópusambandið,“ sagði Framsóknarkonan en Lilja er mótfallin inngöngu inn í ESB. Hún benti á að horfurnar í sambandinu væru ekki góðar og að þar væri lítill hagvöxtur miðað við önnur ríki. „Við verðum að ræða heildarmyndina og hvað er að gerast,“ sagði Lilja sem benti einnig á að verðbólgan á Íslandi væri á niðurleið, þó að hún teldi reyndar að ríkisstjórnin hefði „sóað heilu ári“ þar sem stjórnvöldum hefur ekki tekist að efna gefin loforð um að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Verðbólga mælist nú 4,3 prósent og hefur ekki verið meiri síðan í janúar. „Verðbólgan er þrálát og hún er að koma niður og þá skapast ný skilyrði til að lækka vexti,“ sagði Lilja. „Þagnarhönd“ hagsmunaafla En Dagur telur krónuna ekki aðeins koma niður á fólkinu í landinu heldur einnig fyrirtækjum. Hún væri samkeppnishindrun sem stæði vegi fyrir erlendri fjárfestingu og samkeppni á banka- og tryggingamarkaði. Ferðaþjónustan, sem væri ein af burðargreinum Íslands, liði fyrir óstöðugleika krónunnar og erfiðleikum við að gera langtímaáætlanir. „Íslenskt atvinnulíf hefur á undanförnum vikum verið að kalla eftir meiri erlendri fjárfestingu, og almennri umræðu, til þess að tala um þennan, sem ég vil kalla bleika fíl, sem er munurinn á vaxtakjörum og því hvað krónan er mikil samkeppnishindrun,“ sagði Dagur. „Það eru einhverjir hagsmunir einhvers staðar sem einhvern veginn leggja einhverja þagnarhönd yfir þetta. Og það gengur ekki og alls ekki í núverandi stöðu.“ Hann vildi þá meina að krónan væri „tæki hinna fáu og stóru til þess að færa skellinn yfir á almenning.“ Lilja brást við hlæjandi: „Þetta er bara frasi, Dagur, enga frasapólitík hér.“ „Þannig hefur það verið í hundrað ár,“ bætti Dagur við, sem viðurkennir að krónan hafi sína kosti en vill meina að hún hafi fleiri galla. „Það er enginn sem vill fara út úr evrunni sem er þar inni. Af hverju? Vegna þess að þetta tryggir lægri vexti og betri kjör fyrir almenning og fyrirtæki.“ En Lilja sagði að á Íslandi væri auðlindadrifið hagkerfi sem reiddi sig á orku, ferðaþjónustu og sjávarútveg og því þyrfti að horfa á þann efnahagslega raunveruleika sem við blasti. Evran ein og sér byggi til dæmis ekki til framboð af húsnæði, sem mikil þörf er á. „Menn verða að hafa í huga að það er best að fara í kerfisbreytingar hér heima,“ sagði Lilja. „Við verðum miklu fljótari að fara í það og við getum þannig náð lægri vöxtum. Ég fullyrði það.“
Fjármál heimilisins Evrópusambandið Íslenska krónan Sprengisandur Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent