Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Árni Sæberg skrifar 10. nóvember 2025 14:11 Sigríður Björk var ríkislögreglustjóri frá árinu 2020 þangað til í gær. Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur um árabil gegnt lykilembættum innan lögreglunnar á Íslandi, en hefur nú sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra í kjölfar umdeildra mála. Í tilkynningu á vef ríkislögreglustjóra er tíðrætt um farsælan feril hennar í starfi en þó er óhætt að segja að gustað hafi um Sigríði Björk þar sem mál sem tengjast henni fjölskylduböndum hafa vakið hvað mesta athygli. Til Vestfjarða, Suðurnesja og Reykjavíkur Að loknu laganámi hóf Sigríður störf í opinbera geiranum ung að árum. Hún varð skattstjóri í Vestfjarðaumdæmi aðeins 27 ára gömul árið 1996 og gegndi því hlutverki til ársins 2002. Þá tók hún við embætti sýslumanns á Ísafirði og gegndi í fjögur ár en um var að ræða fyrsta skrefið í átt að æðstu tign löggæslu á Íslandi. Hún fékk forsmekkinn að því þegar hún var sett aðstoðarríkislögreglustjóri árin 2007 til 2008. Í upphafi árs 2009 var Sigríður skipuð lögreglustjóri á Suðurnesjum, með aðsetur í Reykjanesbæ. Hún var fyrsta konan til að gegna stöðunni og lagði strax áherslu á mansalsmál og heimilisofbeldi. Hún stóð fyrir tilraunaverkefninu „Að halda glugganum opnum“ árið 2013 með það að markmiði að bæta rannsóknir í heimilisofbeldismálum og þótti vel til takast. „Frábært fordæmi,“ sagði Guðrún Jónsdóttir, talsmaður Stígamóta. Önnur lögregluumdæmi mættu taka kollega sína á Suðurnesjum sér til fyrirmyndar. Þá höfðu samtökin áður verðlaunað Sigríði Björk fyrir baráttu sína í mansalsmálum. Sigríður fékk nýsköpunarviðurkenningu OECD fyrir verkefnið sem vakti athygli annarra lögregluembætta sem horfðu til verkefnisins. Hún átti eftir að halda málaflokknum á lofti þegar hún færði sig yfir í stöðu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu árið 2014. Varði tengdapabba í lögregluklæðum Meðan Sigríður Björk starfaði sem lögreglustjóri á Suðurnesjum stigu fram konur sem sökuðu Ólaf Skúlason, fyrrverandi biskup Íslands, um kynferðisbrot sem sóknarprestur í Bústaðakirkju. Meðal þeirra var Guðrún Ebba Ólafsdóttir, dóttir Ólafs, sem sagði sögu sína í bók sem Elín Hirst fréttakona ritaði. Ólafur var tengdafaðir Sigríðar og bæði eiginmaður hennar séra Skúli Sigurður Ólafsson og tengdafjölskylda hennar tóku til varna fyrir Ólaf. Töldu þau Guðrúnu Ebbu búa til falskar minningar. Sigríður Björk kom fram í forsíðuviðtali við tímaritið Nýtt líf árið 2012, klædd lögreglubúningi, þar sem hún tók skýrt til varna fyrir tengdaföður sinn. „Ég er búin að vera meira en 20 ár í fjölskyldunni og ég á bara góðar minningar um tengdaföður minn. Við verðum að treysta á réttarríkið og það að fólk sé saklaust þar til sekt þess hefur verið sönnuð,“ sagði Sigríður Björk í viðtalinu. Afstaða Sigríðar vakti nokkrar umræður á sínum tíma, enda þótti óvenjulegt að háttsettur lögreglustjóri tjáði sig opinberlega um svo viðkvæmt fjölskyldumál í krafti embættis síns. Aðkoma að lekamálinu svokallaða Á meðan Sigríður Björk stýrði lögreglunni á Suðurnesjum kom upp hið svokallaða lekamál sem varð eitt umdeildasta stjórnmálamál ársins 2014 og lauk með afsögn ráðherra. Í nóvember 2013 höfðu trúnaðargögn um hælisleitandann Tony Omos lekið úr innanríkisráðuneytinu til fjölmiðla, og grunur beindist að aðstoðarmanni ráðherra. Sigríður Björk tengdist rannsókn málsins á þeirri forsendu að Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þáverandi innanríkisráðherra, hafði samband við hana sem lögreglustjóra á Suðurnesjum að kvöldi dags sem fréttir voru birtar upp úr minnisblaði sem hann hafði lekið og óskaði eftir gögnum. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður Björk hefði brotið gegn lögum um persónuvernd með því að miðla viðkvæmum persónuupplýsingum úr sakamálarannsókn til óviðkomandi aðila. Gísli Freyr var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir lekann. Svo fór að Hanna Birna sagði af sér embætti í nóvember 2014. Þá um sumarið hafði Hanna Birna skipað Sigríði Björk lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Starfið var ekki auglýst til umsóknar en Sigríður Björk braut blað sem fyrsta konan til að gegna embættinu. Stefán Eiríksson hafði þá verið í leit að nýju starfi eftir ágreining við Hönnu Birnu í tengslum við lekamálið og hætti störfum sumarið 2014 og tók við starfi sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar í september það ár. „Sigríður er að taka við keflinu af mjög góðum manni sem sinnt hefur verkinu með miklum sóma og það er mikill fengur fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu að fá hana hingað. Það hefur verið vilji Alþingis og vilji lögreglunnar að efla hlut kvenna í þessum mikilvægu störfum og þess vegna eru þetta mjög ánægjuleg tímamót,“ sagði Hanna Birna í samtali við mbl. Sigríður Björk fékk Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, hennar nánasta samstarfsmann á Suðurnesjum, með sér á höfuðborgarsvæðið og tók til hendinni á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Flestir undirmenn hennar voru áfram karlmenn, sumir hverjir reynslumiklir, en hún sagði samstarfið ganga ákaflega vel. Í samtali við Íslandi í dag á tímamótunum rifjaði hún upp þegar æstur bæjarbúi mætti á lögreglustöðina og vildi ræða við sýslumann. „Ég vil ekki hitta neinn ritara,“ hefur Sigríður eftir manninum en um leið tjáði hún honum að hún væri sýslumaðurinn.„Þá labbar hann í kringum mig hægt og rólega. Mælir mig út. Hann gat keypt á mig nærföt á eftir,“ segir Sigríður og hlær.„Það er þá svona sem þessi nýja tegund sýslumanna lítur út,“ svaraði maðurinn. Bætur til lögreglufólks Sigríður Björk hélt áfram þeim áherslum sem vakið höfðu athygli á Suðurnesjum svo sem í baráttunni gegn heimilisofbeldi. Embættið tók upp sérstakt verklag í málum heimilisofbeldis og hlaut meðal annars viðurkenningu frá Kvennaathvarfinu árið 2016. Árin á höfuðborgarsvæðinu reyndust þó einnig stormasöm að ýmsu leyti. Ein fyrsta áskorunin sneri að ástandi innan fíkniefnadeildar lögreglu þar sem ríkti mikið vantraust og fór svo að Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður deildarinnar, var færð til í starfi í janúar 2016. Aldís taldi þetta jafngilda ólögmætri brottvikningu og höfðaði mál á hendur ríkinu. Í stefnu hennar komu fram alvarlegar ásakanir á hendur Sigríði; að hún hefði ítrekað beitt Aldísi einelti, brotið stjórnsýslulög, starfsmannalög og jafnréttislög og þannig þröngvað henni úr starfi. Héraðsdómur sýknaði upphaflega ríkið af kröfum Aldísar, en hún áfrýjaði til Hæstaréttar. Í október 2018 kvað Hæstiréttur upp dóm þess efnis að ákvörðun Sigríðar að færa Aldísi til hafi verið ólögmæt meingerð gegn persónu hennar. Dómurinn tók fram að Sigríður Björk hefði mátt vita að tilfærslan væri til þess fallin að særa æru og starfsheiður Aldísar, sem hafði byggt upp langan feril innan lögreglu. Þá voru fyrrverandi lögreglufulltrúa hjá embættinu sem vikið var tímabundið úr starfi dæmdar skaðabætur. Héraðsdómur taldi að persónuleg óvild hluta starfsmanna fíkniefnadeildar lögreglunnar og stoðlausar ásakanir um spillingu hefðu verið drifkraftur ákvörðunar Sigríðar Bjarkar. Sigríður Björk sagði í yfirlýsingu um þetta leyti að ákvarðanir sem teknar væru af stjórnendum lögregluembætta væru ekki alltaf líklegar til vinsælda. „Það á ekki síst við um þær sem hafa í för með sér breytingar á verkefnum eða valdsviði einstaklinga. Hitt er skýrt að sem lögreglustjóri er það ábyrgð mín að skipta verkum og sú ábyrgð er ótvíræð. Ég hef gert margar breytingar frá því að ég tók við sem lögreglustjóri og miða þær allar að því að gera lögregluna aðgengilegri, skipurit flatara, boðleiðir styttri og en fyrst og fremst að bæta þjónustu okkar við borgarana.“ Skipuð ríkislögreglustjóri árið 2020 Vorið 2020 var það Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sem skipaði Sigríði Björk í embætti ríkislögreglustjóra, æðsta yfirmann lögreglu á landinu. Hæfisnefnd mat alls fjóra af sjö umsækjendum hæfa til þess að gegna embættinu. Hin þrjú voru Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, Páll Winkel fangelsismálastjóri og Logi Kjartansson lögfræðingur. Með þessu hófst nýr kafli á ferli Sigríðar þar sem hún fór úr daglegum rekstri lögregluumdæmis yfir í yfirstjórn og samhæfingu lögregluliða landsins. Meðal stórra verkefna sem komu upp á vakt Sigríðar Bjarkar var kórónuveirufaraldurinn og eldsumbrotin á Suðurnesjum. En samhliða því voru önnur mál sem vöktu ekki síður athygli. Pabbi byssusafnari Guðjón Valdimarsson faðir Sigríðar Bjarkar hefur ekki auðveldað dóttur sinni starfið sem æðsti maður lögreglu á höfuðborgarsvæðinu og síðar landinu öllu. Guðjón er kunnur byssusmiður og vopnasali, með áratugalanga sögu í skotvopnaheiminum. Sigríður Björk hefur í tvígang þurft að víkja sæti vegna tengsla við hans mál. Fyrra tilvikið var árið 2018, er lögregla rannsakaði meint vopnalagabrot vegna ólöglegs hálfsjálfvirks riffils. Grunur var uppi um að riffillinn hefði komið frá Guðjóni föður Sigríðar, sem viðurkenndi að hafa selt manninum vopnið án skráningar. Í ljós kom að faðirinn var einungis kallaður til skýrslutöku sem vitni í málinu og hlaut aldrei réttarstöðu sakbornings. Maðurinn sem keypti vopnið var að endingu ákærður, en málið gegn honum fellt niður. Jón Gunnarsson þáverandi dómsmálaráðherra sagði að Sigríður Björk hefði fylgt öllum reglum og tilkynnt um tengsl sín og málið verið flutt til annars embættis. Ekkert benti til að lögreglan hefði hlíft Guðjóni vegna tengsla hans inn í lögregluna. Seinna og mun umfangsmeira byssumálið kom upp haustið 2022. Lögreglan framkvæmdi þá húsleit hjá Guðjóni Valdimarssyni í tengslum við rannsókn á hryðjuverkamálinu svonefnda. Í þeirri leit fundust nærri 40 skotvopn sem voru óskráð. Í ljós kom að alls voru 173 skotvopn skráð á nafn Guðjóns á þessum tíma, og reyndust sum þeirra skráð týnd, önnur óskráð og enn önnur á skrá hjá honum en hvergi að finna við leitina. Guðjón gat upphaflega ekki skýrt þennan misbrest á skráningum til fulls. Það vakti athygli að þrátt fyrir fjölda ólöglegra vopna á heimili Guðjóns og grun um umfangsmikil vopnaviðskipti hefði faðir Sigríðar aldrei formlega hlotið stöðu sakbornings í málinu. Í mars síðastliðnum var greint frá því að lögregla hefði fellt niður rannsókn á þessum þætti málsins er sneri að föður Sigríðar Bjarkar. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður var meðal þeirra sem létu þessi mál til sín taka og sagði í fjölmiðlum að „trúverðugleiki embættis ríkislögreglustjóra [væri] enginn með hana [Sigríði] í stafni“. Hann gagnrýndi sérstaklega að þegar faðir Sigríðar var bendlaður við lögbrot hefði rannsókn ekki verið keyrð af fullum þunga strax, líkt og skylt er, heldur liðið ár án ákæru. Intra-málið og afsögn Á dögunum var svo greint frá því að Ríkislögreglustjóri hefði greitt ráðgjafafyrirtækinu Intra ráðgjöf 160 milljónir króna fyrir þjónustu þess. Meðal þess sem fyrirtækið rukkaði tugi þúsunda fyrir var að skreppa í verslanir Jysk og íhuga uppsetningu á píluspjaldi. Öll spjót hafa staðið á Sigríði Björk frá því að málið kom upp og kallað var ítrekað eftir því að hún segði af sér embætti. Þann 31. október birti dómsmálaráðuneytið tilkynningu á vef sínum vegna úttektar á fjármálum Ríkislögreglustjóra, sem ráðist var í þegar rekstrarniðurstaða embættisins vegna ársins 2024 lá fyrir. Þar sagði að Ríkislögreglustjóri þyrfti að endurskoða bókhaldið hjá sér vegna mikils halla í rekstri. Sú stefna að lækka kostnað þegar tækifæri gefst, forðast uppsagnir og láta nægja að ráða ekki í störf sem losna skilaði ekki nægum árangri. Styrkja þyrfti stjórnskipulag embættisins og gera áætlunargerð embættisins að gagnsærra og virkara stjórntæki. Sama dag rauf Sigríður Björk þögnina og veitti fjölmiðlum viðtöl vegna málsins, eftir að hafa hafnað viðtalsbeiðnum í nokkra daga. Þá sagði hún í samtali við fréttastofu að hún væri ekki að íhuga stöðu sína. Einhver breyting heftur orðið þar á enda hafði hún samband við dómsmálaráðherra í gær og óskaði eftir lausn úr embætti. Ráðherra féllst á beiðni hennar og hún hefur verið ráðin sem sérfræðingur í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi hjá dómsmálaráðuneytinu. Hún á fjögur ár eftir af fimm ára skipunartíma sínum og mun því njóta fullra launa ríkislögreglustjóra næstu fjögur árin. Þau nema nú alls 2,34 milljónum króna. Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Lögreglan Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lekamálið Fréttaskýringar Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2 Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Til Vestfjarða, Suðurnesja og Reykjavíkur Að loknu laganámi hóf Sigríður störf í opinbera geiranum ung að árum. Hún varð skattstjóri í Vestfjarðaumdæmi aðeins 27 ára gömul árið 1996 og gegndi því hlutverki til ársins 2002. Þá tók hún við embætti sýslumanns á Ísafirði og gegndi í fjögur ár en um var að ræða fyrsta skrefið í átt að æðstu tign löggæslu á Íslandi. Hún fékk forsmekkinn að því þegar hún var sett aðstoðarríkislögreglustjóri árin 2007 til 2008. Í upphafi árs 2009 var Sigríður skipuð lögreglustjóri á Suðurnesjum, með aðsetur í Reykjanesbæ. Hún var fyrsta konan til að gegna stöðunni og lagði strax áherslu á mansalsmál og heimilisofbeldi. Hún stóð fyrir tilraunaverkefninu „Að halda glugganum opnum“ árið 2013 með það að markmiði að bæta rannsóknir í heimilisofbeldismálum og þótti vel til takast. „Frábært fordæmi,“ sagði Guðrún Jónsdóttir, talsmaður Stígamóta. Önnur lögregluumdæmi mættu taka kollega sína á Suðurnesjum sér til fyrirmyndar. Þá höfðu samtökin áður verðlaunað Sigríði Björk fyrir baráttu sína í mansalsmálum. Sigríður fékk nýsköpunarviðurkenningu OECD fyrir verkefnið sem vakti athygli annarra lögregluembætta sem horfðu til verkefnisins. Hún átti eftir að halda málaflokknum á lofti þegar hún færði sig yfir í stöðu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu árið 2014. Varði tengdapabba í lögregluklæðum Meðan Sigríður Björk starfaði sem lögreglustjóri á Suðurnesjum stigu fram konur sem sökuðu Ólaf Skúlason, fyrrverandi biskup Íslands, um kynferðisbrot sem sóknarprestur í Bústaðakirkju. Meðal þeirra var Guðrún Ebba Ólafsdóttir, dóttir Ólafs, sem sagði sögu sína í bók sem Elín Hirst fréttakona ritaði. Ólafur var tengdafaðir Sigríðar og bæði eiginmaður hennar séra Skúli Sigurður Ólafsson og tengdafjölskylda hennar tóku til varna fyrir Ólaf. Töldu þau Guðrúnu Ebbu búa til falskar minningar. Sigríður Björk kom fram í forsíðuviðtali við tímaritið Nýtt líf árið 2012, klædd lögreglubúningi, þar sem hún tók skýrt til varna fyrir tengdaföður sinn. „Ég er búin að vera meira en 20 ár í fjölskyldunni og ég á bara góðar minningar um tengdaföður minn. Við verðum að treysta á réttarríkið og það að fólk sé saklaust þar til sekt þess hefur verið sönnuð,“ sagði Sigríður Björk í viðtalinu. Afstaða Sigríðar vakti nokkrar umræður á sínum tíma, enda þótti óvenjulegt að háttsettur lögreglustjóri tjáði sig opinberlega um svo viðkvæmt fjölskyldumál í krafti embættis síns. Aðkoma að lekamálinu svokallaða Á meðan Sigríður Björk stýrði lögreglunni á Suðurnesjum kom upp hið svokallaða lekamál sem varð eitt umdeildasta stjórnmálamál ársins 2014 og lauk með afsögn ráðherra. Í nóvember 2013 höfðu trúnaðargögn um hælisleitandann Tony Omos lekið úr innanríkisráðuneytinu til fjölmiðla, og grunur beindist að aðstoðarmanni ráðherra. Sigríður Björk tengdist rannsókn málsins á þeirri forsendu að Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þáverandi innanríkisráðherra, hafði samband við hana sem lögreglustjóra á Suðurnesjum að kvöldi dags sem fréttir voru birtar upp úr minnisblaði sem hann hafði lekið og óskaði eftir gögnum. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður Björk hefði brotið gegn lögum um persónuvernd með því að miðla viðkvæmum persónuupplýsingum úr sakamálarannsókn til óviðkomandi aðila. Gísli Freyr var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir lekann. Svo fór að Hanna Birna sagði af sér embætti í nóvember 2014. Þá um sumarið hafði Hanna Birna skipað Sigríði Björk lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Starfið var ekki auglýst til umsóknar en Sigríður Björk braut blað sem fyrsta konan til að gegna embættinu. Stefán Eiríksson hafði þá verið í leit að nýju starfi eftir ágreining við Hönnu Birnu í tengslum við lekamálið og hætti störfum sumarið 2014 og tók við starfi sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar í september það ár. „Sigríður er að taka við keflinu af mjög góðum manni sem sinnt hefur verkinu með miklum sóma og það er mikill fengur fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu að fá hana hingað. Það hefur verið vilji Alþingis og vilji lögreglunnar að efla hlut kvenna í þessum mikilvægu störfum og þess vegna eru þetta mjög ánægjuleg tímamót,“ sagði Hanna Birna í samtali við mbl. Sigríður Björk fékk Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, hennar nánasta samstarfsmann á Suðurnesjum, með sér á höfuðborgarsvæðið og tók til hendinni á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Flestir undirmenn hennar voru áfram karlmenn, sumir hverjir reynslumiklir, en hún sagði samstarfið ganga ákaflega vel. Í samtali við Íslandi í dag á tímamótunum rifjaði hún upp þegar æstur bæjarbúi mætti á lögreglustöðina og vildi ræða við sýslumann. „Ég vil ekki hitta neinn ritara,“ hefur Sigríður eftir manninum en um leið tjáði hún honum að hún væri sýslumaðurinn.„Þá labbar hann í kringum mig hægt og rólega. Mælir mig út. Hann gat keypt á mig nærföt á eftir,“ segir Sigríður og hlær.„Það er þá svona sem þessi nýja tegund sýslumanna lítur út,“ svaraði maðurinn. Bætur til lögreglufólks Sigríður Björk hélt áfram þeim áherslum sem vakið höfðu athygli á Suðurnesjum svo sem í baráttunni gegn heimilisofbeldi. Embættið tók upp sérstakt verklag í málum heimilisofbeldis og hlaut meðal annars viðurkenningu frá Kvennaathvarfinu árið 2016. Árin á höfuðborgarsvæðinu reyndust þó einnig stormasöm að ýmsu leyti. Ein fyrsta áskorunin sneri að ástandi innan fíkniefnadeildar lögreglu þar sem ríkti mikið vantraust og fór svo að Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður deildarinnar, var færð til í starfi í janúar 2016. Aldís taldi þetta jafngilda ólögmætri brottvikningu og höfðaði mál á hendur ríkinu. Í stefnu hennar komu fram alvarlegar ásakanir á hendur Sigríði; að hún hefði ítrekað beitt Aldísi einelti, brotið stjórnsýslulög, starfsmannalög og jafnréttislög og þannig þröngvað henni úr starfi. Héraðsdómur sýknaði upphaflega ríkið af kröfum Aldísar, en hún áfrýjaði til Hæstaréttar. Í október 2018 kvað Hæstiréttur upp dóm þess efnis að ákvörðun Sigríðar að færa Aldísi til hafi verið ólögmæt meingerð gegn persónu hennar. Dómurinn tók fram að Sigríður Björk hefði mátt vita að tilfærslan væri til þess fallin að særa æru og starfsheiður Aldísar, sem hafði byggt upp langan feril innan lögreglu. Þá voru fyrrverandi lögreglufulltrúa hjá embættinu sem vikið var tímabundið úr starfi dæmdar skaðabætur. Héraðsdómur taldi að persónuleg óvild hluta starfsmanna fíkniefnadeildar lögreglunnar og stoðlausar ásakanir um spillingu hefðu verið drifkraftur ákvörðunar Sigríðar Bjarkar. Sigríður Björk sagði í yfirlýsingu um þetta leyti að ákvarðanir sem teknar væru af stjórnendum lögregluembætta væru ekki alltaf líklegar til vinsælda. „Það á ekki síst við um þær sem hafa í för með sér breytingar á verkefnum eða valdsviði einstaklinga. Hitt er skýrt að sem lögreglustjóri er það ábyrgð mín að skipta verkum og sú ábyrgð er ótvíræð. Ég hef gert margar breytingar frá því að ég tók við sem lögreglustjóri og miða þær allar að því að gera lögregluna aðgengilegri, skipurit flatara, boðleiðir styttri og en fyrst og fremst að bæta þjónustu okkar við borgarana.“ Skipuð ríkislögreglustjóri árið 2020 Vorið 2020 var það Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sem skipaði Sigríði Björk í embætti ríkislögreglustjóra, æðsta yfirmann lögreglu á landinu. Hæfisnefnd mat alls fjóra af sjö umsækjendum hæfa til þess að gegna embættinu. Hin þrjú voru Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, Páll Winkel fangelsismálastjóri og Logi Kjartansson lögfræðingur. Með þessu hófst nýr kafli á ferli Sigríðar þar sem hún fór úr daglegum rekstri lögregluumdæmis yfir í yfirstjórn og samhæfingu lögregluliða landsins. Meðal stórra verkefna sem komu upp á vakt Sigríðar Bjarkar var kórónuveirufaraldurinn og eldsumbrotin á Suðurnesjum. En samhliða því voru önnur mál sem vöktu ekki síður athygli. Pabbi byssusafnari Guðjón Valdimarsson faðir Sigríðar Bjarkar hefur ekki auðveldað dóttur sinni starfið sem æðsti maður lögreglu á höfuðborgarsvæðinu og síðar landinu öllu. Guðjón er kunnur byssusmiður og vopnasali, með áratugalanga sögu í skotvopnaheiminum. Sigríður Björk hefur í tvígang þurft að víkja sæti vegna tengsla við hans mál. Fyrra tilvikið var árið 2018, er lögregla rannsakaði meint vopnalagabrot vegna ólöglegs hálfsjálfvirks riffils. Grunur var uppi um að riffillinn hefði komið frá Guðjóni föður Sigríðar, sem viðurkenndi að hafa selt manninum vopnið án skráningar. Í ljós kom að faðirinn var einungis kallaður til skýrslutöku sem vitni í málinu og hlaut aldrei réttarstöðu sakbornings. Maðurinn sem keypti vopnið var að endingu ákærður, en málið gegn honum fellt niður. Jón Gunnarsson þáverandi dómsmálaráðherra sagði að Sigríður Björk hefði fylgt öllum reglum og tilkynnt um tengsl sín og málið verið flutt til annars embættis. Ekkert benti til að lögreglan hefði hlíft Guðjóni vegna tengsla hans inn í lögregluna. Seinna og mun umfangsmeira byssumálið kom upp haustið 2022. Lögreglan framkvæmdi þá húsleit hjá Guðjóni Valdimarssyni í tengslum við rannsókn á hryðjuverkamálinu svonefnda. Í þeirri leit fundust nærri 40 skotvopn sem voru óskráð. Í ljós kom að alls voru 173 skotvopn skráð á nafn Guðjóns á þessum tíma, og reyndust sum þeirra skráð týnd, önnur óskráð og enn önnur á skrá hjá honum en hvergi að finna við leitina. Guðjón gat upphaflega ekki skýrt þennan misbrest á skráningum til fulls. Það vakti athygli að þrátt fyrir fjölda ólöglegra vopna á heimili Guðjóns og grun um umfangsmikil vopnaviðskipti hefði faðir Sigríðar aldrei formlega hlotið stöðu sakbornings í málinu. Í mars síðastliðnum var greint frá því að lögregla hefði fellt niður rannsókn á þessum þætti málsins er sneri að föður Sigríðar Bjarkar. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður var meðal þeirra sem létu þessi mál til sín taka og sagði í fjölmiðlum að „trúverðugleiki embættis ríkislögreglustjóra [væri] enginn með hana [Sigríði] í stafni“. Hann gagnrýndi sérstaklega að þegar faðir Sigríðar var bendlaður við lögbrot hefði rannsókn ekki verið keyrð af fullum þunga strax, líkt og skylt er, heldur liðið ár án ákæru. Intra-málið og afsögn Á dögunum var svo greint frá því að Ríkislögreglustjóri hefði greitt ráðgjafafyrirtækinu Intra ráðgjöf 160 milljónir króna fyrir þjónustu þess. Meðal þess sem fyrirtækið rukkaði tugi þúsunda fyrir var að skreppa í verslanir Jysk og íhuga uppsetningu á píluspjaldi. Öll spjót hafa staðið á Sigríði Björk frá því að málið kom upp og kallað var ítrekað eftir því að hún segði af sér embætti. Þann 31. október birti dómsmálaráðuneytið tilkynningu á vef sínum vegna úttektar á fjármálum Ríkislögreglustjóra, sem ráðist var í þegar rekstrarniðurstaða embættisins vegna ársins 2024 lá fyrir. Þar sagði að Ríkislögreglustjóri þyrfti að endurskoða bókhaldið hjá sér vegna mikils halla í rekstri. Sú stefna að lækka kostnað þegar tækifæri gefst, forðast uppsagnir og láta nægja að ráða ekki í störf sem losna skilaði ekki nægum árangri. Styrkja þyrfti stjórnskipulag embættisins og gera áætlunargerð embættisins að gagnsærra og virkara stjórntæki. Sama dag rauf Sigríður Björk þögnina og veitti fjölmiðlum viðtöl vegna málsins, eftir að hafa hafnað viðtalsbeiðnum í nokkra daga. Þá sagði hún í samtali við fréttastofu að hún væri ekki að íhuga stöðu sína. Einhver breyting heftur orðið þar á enda hafði hún samband við dómsmálaráðherra í gær og óskaði eftir lausn úr embætti. Ráðherra féllst á beiðni hennar og hún hefur verið ráðin sem sérfræðingur í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi hjá dómsmálaráðuneytinu. Hún á fjögur ár eftir af fimm ára skipunartíma sínum og mun því njóta fullra launa ríkislögreglustjóra næstu fjögur árin. Þau nema nú alls 2,34 milljónum króna.
Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Lögreglan Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lekamálið Fréttaskýringar Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2 Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira