Þorleifur Kamban er látinn Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2025 13:37 Þorleifur Kamban lést í Kaupmannahöfn fyrsta dag nóvembermánaðar. Þorleifur Kamban Þrastarson, hönnuður og listamaður, er látinn, 43 ára að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Þorleifur fæddist í Reykjavík 28. nóvember 1981 og lést í Kaupmannahöfn 1. nóvember síðastliðinn. „Foreldrar Þorleifs eru Gerður Sjöfn Ólafsdóttir táknmálstúlkur og Þröstur Kamban Sveinbjörnsson vélstjóri. Bræður hans eru Sindri Rafn og Eyþór Kamban. Eftirlifandi unnusta Þorleifs er Andrea Eyland. Börn Þorleifs eru Sara Kamban, Sóley Eyland, Eldey, Kári, Björgey, Hrafnkell Kamban, Týr, Ylur og Varmi. Andrea og Þorleifur.Vísir/Vilhelm Þorleifur ólst upp í Efra-Breiðholti, gekk í Hólabrekkuskóla og nam rafvirkjun við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann nam grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist árið 2016. Þorleifur starfaði lengi á auglýsingastofunni Jónsson & Le‘macks. Samhliða vann hann að ótal mörgum verkefnum enda einstaklega fjölhæfur og skapandi, knúinn áfram af róttækum hugmyndum og stöðugri forvitni. Þorleifur var mikill ævintýramaður, elskaði ferðalög, veiði og var mikill náttúruunnandi. Hann var skapari af ástríðu og listsköpun hans kom fram í ótal formum svo sem myndlist, tónlist, myndbandsverkum og ljósmyndum. Allt lék í höndunum á honum og hann hannaði og smíðaði allt frá ljósum upp í níu metra hátt A-hýsi í Ölfusi. Hann hlaut tvenn FÍT verðlaun: fyrir hönnun á safnplötu hljómsveitarinnar Grafík árið 2012; og fyrir veggspjald ársins 2015 fyrir sýninguna Bláskjár. Hann fékk viðurkenningu FÍT árið 2017 fyrir hönnun bókarinnar Kviknar. Þorleifur og Andrea unnu saman að því síðustu árin að skapa fræðslu í ýmsum myndum og miðlum fyrir foreldra. Þorleifur hannaði og skapaði útlit heimildarþáttaraðanna Líf kviknar frá 2018 og Líf dafnar frá 2021. Líf kviknar var valinn mannlífþáttur ársins á Edduverðlaununum 2019 og tilnefndur sem sjónvarpsefni ársins,“ segir í tilkynningunni frá aðstandendum. Andlát Tengdar fréttir „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Andrea Eyland og Þorleifur Kamban hafa átt þann draum í mörg ár að byggja sér hús í sveit og nú með því að kaupa lóð í Ölfusi rétt hjá Hveragerði ætla þau að láta drauminn rætast. 26. september 2022 10:31 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Þorleifur fæddist í Reykjavík 28. nóvember 1981 og lést í Kaupmannahöfn 1. nóvember síðastliðinn. „Foreldrar Þorleifs eru Gerður Sjöfn Ólafsdóttir táknmálstúlkur og Þröstur Kamban Sveinbjörnsson vélstjóri. Bræður hans eru Sindri Rafn og Eyþór Kamban. Eftirlifandi unnusta Þorleifs er Andrea Eyland. Börn Þorleifs eru Sara Kamban, Sóley Eyland, Eldey, Kári, Björgey, Hrafnkell Kamban, Týr, Ylur og Varmi. Andrea og Þorleifur.Vísir/Vilhelm Þorleifur ólst upp í Efra-Breiðholti, gekk í Hólabrekkuskóla og nam rafvirkjun við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann nam grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist árið 2016. Þorleifur starfaði lengi á auglýsingastofunni Jónsson & Le‘macks. Samhliða vann hann að ótal mörgum verkefnum enda einstaklega fjölhæfur og skapandi, knúinn áfram af róttækum hugmyndum og stöðugri forvitni. Þorleifur var mikill ævintýramaður, elskaði ferðalög, veiði og var mikill náttúruunnandi. Hann var skapari af ástríðu og listsköpun hans kom fram í ótal formum svo sem myndlist, tónlist, myndbandsverkum og ljósmyndum. Allt lék í höndunum á honum og hann hannaði og smíðaði allt frá ljósum upp í níu metra hátt A-hýsi í Ölfusi. Hann hlaut tvenn FÍT verðlaun: fyrir hönnun á safnplötu hljómsveitarinnar Grafík árið 2012; og fyrir veggspjald ársins 2015 fyrir sýninguna Bláskjár. Hann fékk viðurkenningu FÍT árið 2017 fyrir hönnun bókarinnar Kviknar. Þorleifur og Andrea unnu saman að því síðustu árin að skapa fræðslu í ýmsum myndum og miðlum fyrir foreldra. Þorleifur hannaði og skapaði útlit heimildarþáttaraðanna Líf kviknar frá 2018 og Líf dafnar frá 2021. Líf kviknar var valinn mannlífþáttur ársins á Edduverðlaununum 2019 og tilnefndur sem sjónvarpsefni ársins,“ segir í tilkynningunni frá aðstandendum.
Andlát Tengdar fréttir „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Andrea Eyland og Þorleifur Kamban hafa átt þann draum í mörg ár að byggja sér hús í sveit og nú með því að kaupa lóð í Ölfusi rétt hjá Hveragerði ætla þau að láta drauminn rætast. 26. september 2022 10:31 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira
„Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Andrea Eyland og Þorleifur Kamban hafa átt þann draum í mörg ár að byggja sér hús í sveit og nú með því að kaupa lóð í Ölfusi rétt hjá Hveragerði ætla þau að láta drauminn rætast. 26. september 2022 10:31