Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2025 13:32 Kylian Mbappe fannst þetta ekki sniðugt og rapparinn er nú að draga í land með allt saman. Getty/Shaun Brooks Það boðar ekkert voðalega gott fyrir Frakka að standa í deildum við eina stærstu íþróttastjörnu þjóðarinnar. Franski rapplistamaðurinn Orelsan sagði í gær að „misskilningur“ hefði líklega valdið deilum hans við fótboltastjörnuna Kylian Mbappé. Orelsan, einn vinsælasti og söluhæsti franski rapplistamaður samtímans, reitti framherja Real Madrid til reiði með textabroti úr lagi á nýjustu plötu sinni, „La fuite en avant“. Í laginu – „La petite voix“ – rappar Orelsan eins og innri rödd sem gagnrýnir og móðgar listamanninn, fjölskyldu hans og aðdáendur. Á einum tímapunkti beinir röddin einnig spjótum sínum að Mbappé-fjölskyldunni: „Þú munt sökkva borginni þinni eins og Mbappé-fjölskyldan“ – og vísar þar til yfirtöku fyrirtækis framherjans, Interconnected Ventures, á fótboltafélaginu Caen árið 2024. OrelSan réagit de nouveau aux attaques de Mbappé ! 💥 pic.twitter.com/IqFsa63BXD— Punchline Orelsan & Gringe (@Punchline_Orel) November 12, 2025 Orelsan ólst upp í borginni í Normandí og er lengi búinn að vera aðdáandi liðsins, sem féll niður í þriðju deild franska fótboltans á síðasta tímabili. Tók textabrotinu persónulega Mbappé tók textabrotinu persónulega og sakaði Orelsan um tvískinnung. „Þér er velkomið að koma og „bjarga“ borginni sem þú elskar svo mikið,“ skrifaði fyrirliði Frakklands í síðustu viku í skilaboðum á samfélagsmiðlum og bætti við í eftirmála: „Gaurinn hélt áfram að biðja okkur um að vera með fyrir 1% án þess að borga krónu, af því að hann er blankur, bara til að líta út eins og góði gaurinn frá Normandí,“ skrifaði Mbappé. Orelsan hefur síðan forðast að magna deiluna og gaf í skyn á miðvikudag í viðtali við Fun Radio að misskilningur hefði hrint deilunni af stað. Enn í hita leiksins „Mig langar eiginlega ekki að svara,“ sagði Orelsan. „Ég er enn í hita leiksins og mig langar eiginlega ekki að tala um þetta. Þetta er misskilningur. Ég held að ég þurfi bara að útskýra hugmyndina á bak við plötuna almennilega.“ Orelsan útskýrði þema lagsins nánar: „Þessir neikvæðu hlutir mynda eins konar innri rödd, innri gagnrýnanda, sem byrjar að naga mig og sér bara það slæma. Það er stórt þema plötunnar.“ Þegar Mbappé var spurður út í deiluna í æfingabúðum Frakklands á miðvikudag neitaði hann að tjá sig. „Ekkert að segja, ég hef ekki áhuga,“ sagði Mbappé. Franski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Sjá meira
Franski rapplistamaðurinn Orelsan sagði í gær að „misskilningur“ hefði líklega valdið deilum hans við fótboltastjörnuna Kylian Mbappé. Orelsan, einn vinsælasti og söluhæsti franski rapplistamaður samtímans, reitti framherja Real Madrid til reiði með textabroti úr lagi á nýjustu plötu sinni, „La fuite en avant“. Í laginu – „La petite voix“ – rappar Orelsan eins og innri rödd sem gagnrýnir og móðgar listamanninn, fjölskyldu hans og aðdáendur. Á einum tímapunkti beinir röddin einnig spjótum sínum að Mbappé-fjölskyldunni: „Þú munt sökkva borginni þinni eins og Mbappé-fjölskyldan“ – og vísar þar til yfirtöku fyrirtækis framherjans, Interconnected Ventures, á fótboltafélaginu Caen árið 2024. OrelSan réagit de nouveau aux attaques de Mbappé ! 💥 pic.twitter.com/IqFsa63BXD— Punchline Orelsan & Gringe (@Punchline_Orel) November 12, 2025 Orelsan ólst upp í borginni í Normandí og er lengi búinn að vera aðdáandi liðsins, sem féll niður í þriðju deild franska fótboltans á síðasta tímabili. Tók textabrotinu persónulega Mbappé tók textabrotinu persónulega og sakaði Orelsan um tvískinnung. „Þér er velkomið að koma og „bjarga“ borginni sem þú elskar svo mikið,“ skrifaði fyrirliði Frakklands í síðustu viku í skilaboðum á samfélagsmiðlum og bætti við í eftirmála: „Gaurinn hélt áfram að biðja okkur um að vera með fyrir 1% án þess að borga krónu, af því að hann er blankur, bara til að líta út eins og góði gaurinn frá Normandí,“ skrifaði Mbappé. Orelsan hefur síðan forðast að magna deiluna og gaf í skyn á miðvikudag í viðtali við Fun Radio að misskilningur hefði hrint deilunni af stað. Enn í hita leiksins „Mig langar eiginlega ekki að svara,“ sagði Orelsan. „Ég er enn í hita leiksins og mig langar eiginlega ekki að tala um þetta. Þetta er misskilningur. Ég held að ég þurfi bara að útskýra hugmyndina á bak við plötuna almennilega.“ Orelsan útskýrði þema lagsins nánar: „Þessir neikvæðu hlutir mynda eins konar innri rödd, innri gagnrýnanda, sem byrjar að naga mig og sér bara það slæma. Það er stórt þema plötunnar.“ Þegar Mbappé var spurður út í deiluna í æfingabúðum Frakklands á miðvikudag neitaði hann að tjá sig. „Ekkert að segja, ég hef ekki áhuga,“ sagði Mbappé.
Franski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Sjá meira