„Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. nóvember 2025 08:25 Arnar vonast eftir góðum degi í Bakú. EPA/Jakub Kaczmarczyk POLAND OUT Arnar Gunnlaugsson vonast eftir góðum degi í dag. Ísland þarf að vinna Aserbaísjan í Bakú til að halda í möguleika um úrslitaleik við Úkraínu um sæti í umspili um sæti á HM á næsta ári. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Bakú Arnar hafði orð á því að langt ferðalag og tímamismunur hafi haft sín áhrif á undirbúning liðsins. Það hafi tekið hann um þrjá daga að rétta sig af eftir lendingu í Bakú. „Þetta hefur alveg áhrif. Ég náði ekki fyrsta góða svefninum fyrr en í nótt. Maður sér það aðeins á leikmönnum að það hefur tekið tíma að jafna sig. En þegar leikurinn hefst á morgun þá efast ég ekki um í eina sekúndu að menn verði klárir í slaginn enda um gríðarlega mikilvægan leik að ræða,“ segir Arnar. Allt annar leikur Ísland vann fyrri leik liðanna í undankeppninni 5-0 á Laugardalsvelli í frábærum leik þar sem strákarnir okkar sýndu allar sínar bestu hliðar. Í kjölfarið var Fernando Santos, þjálfari liðsins, rekinn og hefur allt annað verið að sjá til Aseranna síðan. Arnar býst við frábrugðnum leik í dag. „Bæði vegna langs flugs og þreytu og svo vegna heimavallarins. Ekki spyrja mig af hverju, það er grænt gras og völlurinn jafn stór, en einhverra hluta vegna er heimavöllurinn strekur – sérstaklega í alþjóðabolta. Þeir tapa ekki oft 5-0, sama hvað hver segir, þá var sá leikur mjög sterkur af okkar hálfu,“ segir Arnar og bætir við: „Við erum markahæsta liðið í keppninni, höfum skorað þrjú mörk að meðaltali í leik, svo það eru klárlega mörk í okkar liði – sama hver mótherjinn er. Það er gott veganesti, en ef við sjáum til þess að varnarleikurinn sé sterkur á morgun þá eru miklar líkur á því að við potum inn marki eða mörkum til að klára þennan leik.“ Völlurinn flottur þó þröngt sé á þingi Leikið er á heimavelli Neftci í Bakú en hann er smærri en heimavöllur Qarabag sem Aserar leika gjarnan á. Chelsea mætti Qarabag í síðustu viku á þeim velli í Meistaradeildinni og sá virkaði þungur. Grasið virðist betra á velli dagsins. „Mér líst mjög vel á hann. Hann er flottur og góður. Hann er lítill svo það má eiga von á látum. Við erum vanir mismunandi undirlagi en þessi virkar bara nokkuð góður. Það verður engin afsökun á morgun,“ segir Arnar. Völlurinn er þó þröngur og lítið pláss fyrir Arnar að hreyfa sig á hliðarlínunni. Aðeins um tveir metrar eru frá hliðarlínu að varamannabekk. „Ég veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur. Þetta er mjög skrýtið og óvanalegt. Ég er þá nær Davíð og það þarf ekki að labba fleiri metra til að koma skilaboðum áleiðis. Þetta gerir að verkum að við finnum stemninguna frá heimamönnum og þetta er þeirra síðasti séns til að ná að gera eitthvað í þessari undankeppni. Þeir munu selja sig dýrt og við þurfum að vera klárir,“ segir Arnar. Gæti orðið frábær dagur Strákarnir munu nálgast leik dagsins eins og úrslitaleik. „Þetta stig á móti Frökkum gerir að verkum að við erum í frábærum séns að klára okkar mál sjálfir. Líka að Frakkar þurfa á því að halda að klára Úkraínu á sínum heimavelli. Svo þetta gæti orðið frábær dagur en við þurfum fyrst og fremst að klára okkar verkefni,“ segir Arnar. Klippa: Arnar ræðir Asera, flugþreytu og ólöglega velli Viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér neðst. Ísland og Aserbaísjan mætast klukkan 17:00 í dag. Leikurinn verður sýndur beint og í opinni dagskrá á Sýn Sport. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Bakú Arnar hafði orð á því að langt ferðalag og tímamismunur hafi haft sín áhrif á undirbúning liðsins. Það hafi tekið hann um þrjá daga að rétta sig af eftir lendingu í Bakú. „Þetta hefur alveg áhrif. Ég náði ekki fyrsta góða svefninum fyrr en í nótt. Maður sér það aðeins á leikmönnum að það hefur tekið tíma að jafna sig. En þegar leikurinn hefst á morgun þá efast ég ekki um í eina sekúndu að menn verði klárir í slaginn enda um gríðarlega mikilvægan leik að ræða,“ segir Arnar. Allt annar leikur Ísland vann fyrri leik liðanna í undankeppninni 5-0 á Laugardalsvelli í frábærum leik þar sem strákarnir okkar sýndu allar sínar bestu hliðar. Í kjölfarið var Fernando Santos, þjálfari liðsins, rekinn og hefur allt annað verið að sjá til Aseranna síðan. Arnar býst við frábrugðnum leik í dag. „Bæði vegna langs flugs og þreytu og svo vegna heimavallarins. Ekki spyrja mig af hverju, það er grænt gras og völlurinn jafn stór, en einhverra hluta vegna er heimavöllurinn strekur – sérstaklega í alþjóðabolta. Þeir tapa ekki oft 5-0, sama hvað hver segir, þá var sá leikur mjög sterkur af okkar hálfu,“ segir Arnar og bætir við: „Við erum markahæsta liðið í keppninni, höfum skorað þrjú mörk að meðaltali í leik, svo það eru klárlega mörk í okkar liði – sama hver mótherjinn er. Það er gott veganesti, en ef við sjáum til þess að varnarleikurinn sé sterkur á morgun þá eru miklar líkur á því að við potum inn marki eða mörkum til að klára þennan leik.“ Völlurinn flottur þó þröngt sé á þingi Leikið er á heimavelli Neftci í Bakú en hann er smærri en heimavöllur Qarabag sem Aserar leika gjarnan á. Chelsea mætti Qarabag í síðustu viku á þeim velli í Meistaradeildinni og sá virkaði þungur. Grasið virðist betra á velli dagsins. „Mér líst mjög vel á hann. Hann er flottur og góður. Hann er lítill svo það má eiga von á látum. Við erum vanir mismunandi undirlagi en þessi virkar bara nokkuð góður. Það verður engin afsökun á morgun,“ segir Arnar. Völlurinn er þó þröngur og lítið pláss fyrir Arnar að hreyfa sig á hliðarlínunni. Aðeins um tveir metrar eru frá hliðarlínu að varamannabekk. „Ég veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur. Þetta er mjög skrýtið og óvanalegt. Ég er þá nær Davíð og það þarf ekki að labba fleiri metra til að koma skilaboðum áleiðis. Þetta gerir að verkum að við finnum stemninguna frá heimamönnum og þetta er þeirra síðasti séns til að ná að gera eitthvað í þessari undankeppni. Þeir munu selja sig dýrt og við þurfum að vera klárir,“ segir Arnar. Gæti orðið frábær dagur Strákarnir munu nálgast leik dagsins eins og úrslitaleik. „Þetta stig á móti Frökkum gerir að verkum að við erum í frábærum séns að klára okkar mál sjálfir. Líka að Frakkar þurfa á því að halda að klára Úkraínu á sínum heimavelli. Svo þetta gæti orðið frábær dagur en við þurfum fyrst og fremst að klára okkar verkefni,“ segir Arnar. Klippa: Arnar ræðir Asera, flugþreytu og ólöglega velli Viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér neðst. Ísland og Aserbaísjan mætast klukkan 17:00 í dag. Leikurinn verður sýndur beint og í opinni dagskrá á Sýn Sport.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjá meira