„Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 14. nóvember 2025 13:32 Þegar alvarleg kynferðisbrot koma upp - sér í lagi þegar börn eru þolendur - bregður mörgum hversu ítarlegar og nákvæmar lýsingar birtast í fjölmiðlum. Oft spyr ég mig til hvers við erum með lokað þinghald til að vernda brotaþola þegar lýsingar á ofbeldinu birtast svo nánast óhindrað í fjölmiðlum? Við eigum að vernda þolendur, ekki aðeins lagalega, heldur einnig tilfinningalega og félagslega. Orðalag sem afvegaleiðir og skaðar þolendur Fyrir utan þessar berskjaldandi lýsingar sést oft orðalag sem villir um fyrir lesendum, til dæmis að ,,samræði” hafi átt sér stað á milli fullorðins og barns. Slíkt orðalag er ekki aðeins rangt heldur skaðlegt. Barn getur aldrei gefið samþykki til kynferðislegra athafna, sama hverjar aðstæðurnar eru. Þegar fullorðinn einstaklingur snertir barn á kynferðislegan hátt er það alltaf ofbeldi og alltaf kynferðisbrot, óháð því hvaða lýsingar koma í fréttum eða lagalegum textum. Í nýlegri frétt um karlmann sem var ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn barni var sagt að hann hafi haft „önnur kynferðismök en samræði við stúlku” og að hann hafði „notfært sér að þannig var ástatt um stúlkuna að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga”. Hvernig er hægt að halda því fram að fullorðnir hafi „samræði“ við börn og hvernig eiga börn að geta spornað við kynferðisofbeldi? Ábyrgðin aldrei á brotaþolum Enn og aftur er ábyrgðin sett á þolendur að geta einhvern veginn spornað við verknaðinum, líka þegar þau eru leikskólabörn. Við sem samfélag getum ekki samþykkt þetta orðalag. Það getur ekki átt heima í lagalegu umhverfi sem snýr að börnum. Þegar notað er rangt orðalag hlífum við ekki þolendum - við hlífum gerendum. Með því að velja orð sem hljóma gagnkvæm eða hlutlaus er hægt að draga úr ábyrgð þess sem braut gegn barni. Raunveruleikinn er sá að: barn getur ekki gefið samþykki og getur ekki varið sig, sérstaklega ekki gegn fullorðnum. Fjölmiðlar verða að axla ábyrgð Ef fjölmiðlar vilja gegna hlutverki sínu sem verndarar gagnsæis og upplýsinga verða þeir að byrja á því að nota rétt og skýrt orðalag. Það verður að vera hægt að fjalla um þessi mál án þess að endurtaka ranghugmyndir réttarkerfis fortíðar eða menningar sem hefur forðast að nefna hluti sínum réttu nöfnum. Við hljótum að vera öll sammála um að núverandi nálgun er bæði úrelt og dregur úr alvarleika brota. Orð móta viðhorf. „Samræði við barn“ er orðalag sem er ekki til í raunveruleikanum. Þetta er alltaf ofbeldi. Þetta er alltaf misnotkun. Þetta er alltaf nauðgun. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðný S. Bjarnadóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar alvarleg kynferðisbrot koma upp - sér í lagi þegar börn eru þolendur - bregður mörgum hversu ítarlegar og nákvæmar lýsingar birtast í fjölmiðlum. Oft spyr ég mig til hvers við erum með lokað þinghald til að vernda brotaþola þegar lýsingar á ofbeldinu birtast svo nánast óhindrað í fjölmiðlum? Við eigum að vernda þolendur, ekki aðeins lagalega, heldur einnig tilfinningalega og félagslega. Orðalag sem afvegaleiðir og skaðar þolendur Fyrir utan þessar berskjaldandi lýsingar sést oft orðalag sem villir um fyrir lesendum, til dæmis að ,,samræði” hafi átt sér stað á milli fullorðins og barns. Slíkt orðalag er ekki aðeins rangt heldur skaðlegt. Barn getur aldrei gefið samþykki til kynferðislegra athafna, sama hverjar aðstæðurnar eru. Þegar fullorðinn einstaklingur snertir barn á kynferðislegan hátt er það alltaf ofbeldi og alltaf kynferðisbrot, óháð því hvaða lýsingar koma í fréttum eða lagalegum textum. Í nýlegri frétt um karlmann sem var ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn barni var sagt að hann hafi haft „önnur kynferðismök en samræði við stúlku” og að hann hafði „notfært sér að þannig var ástatt um stúlkuna að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga”. Hvernig er hægt að halda því fram að fullorðnir hafi „samræði“ við börn og hvernig eiga börn að geta spornað við kynferðisofbeldi? Ábyrgðin aldrei á brotaþolum Enn og aftur er ábyrgðin sett á þolendur að geta einhvern veginn spornað við verknaðinum, líka þegar þau eru leikskólabörn. Við sem samfélag getum ekki samþykkt þetta orðalag. Það getur ekki átt heima í lagalegu umhverfi sem snýr að börnum. Þegar notað er rangt orðalag hlífum við ekki þolendum - við hlífum gerendum. Með því að velja orð sem hljóma gagnkvæm eða hlutlaus er hægt að draga úr ábyrgð þess sem braut gegn barni. Raunveruleikinn er sá að: barn getur ekki gefið samþykki og getur ekki varið sig, sérstaklega ekki gegn fullorðnum. Fjölmiðlar verða að axla ábyrgð Ef fjölmiðlar vilja gegna hlutverki sínu sem verndarar gagnsæis og upplýsinga verða þeir að byrja á því að nota rétt og skýrt orðalag. Það verður að vera hægt að fjalla um þessi mál án þess að endurtaka ranghugmyndir réttarkerfis fortíðar eða menningar sem hefur forðast að nefna hluti sínum réttu nöfnum. Við hljótum að vera öll sammála um að núverandi nálgun er bæði úrelt og dregur úr alvarleika brota. Orð móta viðhorf. „Samræði við barn“ er orðalag sem er ekki til í raunveruleikanum. Þetta er alltaf ofbeldi. Þetta er alltaf misnotkun. Þetta er alltaf nauðgun. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar