Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. nóvember 2025 11:04 Röðin nær yfir hálfa Smáralind. Aðsend Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan tímabundna verslun Nocco í Smáralind. Fyrstu einstaklingarnir mættu klukkan hálf átta í morgun í von um að festa kaup á jóladagatali orkudrykkjasalans. Á myndskeiðum sem birt voru á samfélagsmiðli Nocco Iceland má sjá að gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan verslunina, sem opnar tímabundið í plássi í Smáralind þar sem Útilíf var áður með starfsemi sína. Mestu aðdáendur orkudrykksins voru mættir í húsakynni Smáralindar klukkan hálf átta í morgun og hafa beðið fyrir utan verslunina. Heitasta söluvaran er jóladagatal Nocco en þar á að vera hægt að fá orkudrykki sem eru hættir í sölu hér á landi og því eftirsóknarverðir. Ert þú í röðinni? Sendu okkur myndir og myndskeið á ritstjorn@visir.is. Um hálftíma fyrir opnun verslunarinnar má sjá að röðin náði að verslun Vero Moda, svo gera má ráð fyrir að röðin nái yfir rúmlega hálfa hæð verslunarmiðstöðvarinnar. Gera má ráð fyrir að röðin hafi einungis lengst á þessum nokkrum mínútum. Klippa: Beðið eftir Nocco dagatölum Dagatölin vinsælust „Það er nú alveg svona létt yfir þessu. Ég stend hjá Timberland búðinni, alveg lengst aftast. Allt fyrir Nocco-inn,“ segir Gunnar Stefán Bjarnason Thors, sem er í Smáralindinni. Hann vonast til að geta fest kaup á jóladagatalinu en býst við að allt muni seljast upp áður en röðin komi að honum. Gunnar Stefán segir að enn sé fólk að bætast í röðina en þó sé loks búið að opna búðina. Hann gefst ekki upp strax „Ég ætla nú að taka sénsinn á þessu,“ segir Gunnar Stefán. Sævar Breki, starfsmaður verslunarinnar, segir í samtali við fréttastofu að hann býst við að nóg sé til af vörum fyrir alla sem eru í röðinni. „Alla veganna eins og röðin er núna erum við að fara anna þessari eftirspurn en það er spurning hvort við getum opnað á morgun,“ segir Sævar Breki. Að hans sögn eru dagatölin séu vinsælasti varningurinn auk gamallra vara sem að venju fást ekki í hefðbundnum verslunum. Hann tekur fram að röðin hafi gengið einstaklega vel, sem er ekki sjálfgefið þegar svo margir koma saman. Fréttin hefur verið uppfærð. Smáralind Orkudrykkir Kópavogur Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Ég er óléttur“ Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Sjá meira
Á myndskeiðum sem birt voru á samfélagsmiðli Nocco Iceland má sjá að gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan verslunina, sem opnar tímabundið í plássi í Smáralind þar sem Útilíf var áður með starfsemi sína. Mestu aðdáendur orkudrykksins voru mættir í húsakynni Smáralindar klukkan hálf átta í morgun og hafa beðið fyrir utan verslunina. Heitasta söluvaran er jóladagatal Nocco en þar á að vera hægt að fá orkudrykki sem eru hættir í sölu hér á landi og því eftirsóknarverðir. Ert þú í röðinni? Sendu okkur myndir og myndskeið á ritstjorn@visir.is. Um hálftíma fyrir opnun verslunarinnar má sjá að röðin náði að verslun Vero Moda, svo gera má ráð fyrir að röðin nái yfir rúmlega hálfa hæð verslunarmiðstöðvarinnar. Gera má ráð fyrir að röðin hafi einungis lengst á þessum nokkrum mínútum. Klippa: Beðið eftir Nocco dagatölum Dagatölin vinsælust „Það er nú alveg svona létt yfir þessu. Ég stend hjá Timberland búðinni, alveg lengst aftast. Allt fyrir Nocco-inn,“ segir Gunnar Stefán Bjarnason Thors, sem er í Smáralindinni. Hann vonast til að geta fest kaup á jóladagatalinu en býst við að allt muni seljast upp áður en röðin komi að honum. Gunnar Stefán segir að enn sé fólk að bætast í röðina en þó sé loks búið að opna búðina. Hann gefst ekki upp strax „Ég ætla nú að taka sénsinn á þessu,“ segir Gunnar Stefán. Sævar Breki, starfsmaður verslunarinnar, segir í samtali við fréttastofu að hann býst við að nóg sé til af vörum fyrir alla sem eru í röðinni. „Alla veganna eins og röðin er núna erum við að fara anna þessari eftirspurn en það er spurning hvort við getum opnað á morgun,“ segir Sævar Breki. Að hans sögn eru dagatölin séu vinsælasti varningurinn auk gamallra vara sem að venju fást ekki í hefðbundnum verslunum. Hann tekur fram að röðin hafi gengið einstaklega vel, sem er ekki sjálfgefið þegar svo margir koma saman. Fréttin hefur verið uppfærð.
Smáralind Orkudrykkir Kópavogur Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Ég er óléttur“ Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“