Lífið

„Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Parið kynntist í gegnum systur Arons, sem er góð vinkona Ernu Maríu.
Parið kynntist í gegnum systur Arons, sem er góð vinkona Ernu Maríu. Instagram

Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin og kærasta hans Erna María Björnsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, fögnuðu níu ára sambandsafmæli sínu í gær.

„Afmælisást. Kærustupar í níu ár. Ps. Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman,“ skrifaði Erna við færslu á samfélagsmiðlum í tilefni dagsins.

Aron fagnaði einnig 26 ára afmæli sínu í gær og Erna varð þrítug fyrr á árinu. Hann var því sautján ára og hún tuttugu og eins árs þegar þau byrjuðu saman.

Þau kynntust í gegnum systur Arons, sem er góð vinkona Ernu Maríu.

Saman eiga þau einn son, Theo Can, sem er tveggja ára.

Aron skaust upp á stjörnuhimininn hérlendis sextán ára gamall, fyrir níu árum síðan. Hann hefur gefið út fimm plötur, síðast plötuna Monní, Þegar ég segir monní, sem kom út í fyrra.

Þá hefur Aron vakið athygli með strákasveitinni Iceguy, sem hefur komið með hvelli inn í íslensku tónlistarsenuna.


Tengdar fréttir

Aron Can heill á húfi

Tónlistarmaðurinn Aron Can er heill á húfi eftir að hafa hnigið niður á tónlistarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar fyrr í kvöld.

Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum

„Áður en ég vissi af átti ég vini, gat talað við hvern sem er og faldi mig ekki lengur. Ég hélt áfram að skora á sjálfa mig og blómstraði. Í dag er ég sjálfsörugg, á fullt af vinum og er að taka þátt í Ungfrú Ísland Teen,“ segir Ylfa Mist Helgadóttir ungfrú Mosfellsbær.

Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi

Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin er staddur í fríi í Phúket, Taílandi, ásamt kærustu sinni, Ernu Maríu Björnsdóttur flugfreyju hjá Icelandair, og syni þeirra, Theó Can. Erna María hefur gefið fylgjendum sínum á Instagram innsýn í ferðlagið síðastliðna daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.