Lífið

Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steinunn hefur gengið í gegnum mikið eftir að hafa veikst af  Covid-19.
Steinunn hefur gengið í gegnum mikið eftir að hafa veikst af Covid-19.

Steinunn Gestsdóttir er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi aðstoðarrektor skólans.

Lífið lék við hana þar til hún fékk covid fyrir fimm árum síðan. Hún hefur glímt við long covid, eða langvinn einkenni covid, allar götur síðan.

Nánast allir á heimili Steinunnar fengu covid í upphafi faraldursins en svo fór að allir fjölskyldumeðlimirnir náðu sér nema Steinunn. 

Lífshættulegt ástand

Hún losnaði ekki við hita og verki og svo fékk hún lungnabólgu ofan á allt saman. Þá fyrst læddist að henni sú hugsun að börnin hennar gætu alist upp án móður. Ástandið var í einu orði sagt lífshættulegt.

Steinunn var mikil fjallageit fyrir veikindin og var nýbúin að klífa Skessuhorn þegar hún veiktist. Hún missti allt þol við covid og þurfti að sætta sig við að ganga á milli tveggja ljósastaura og vera búin á því líkamlega. Long covid hefur leikið hana grátt. Hún var með hita í heilt ár og höfuðverki í á fimmta ár.

Fyrir röð tilviljana komst hún í samband við réttu læknana sem skildu langvinn einkenni Covid og gátu hjálpað Steinunni. Hún fékk lyf til að takast á við hjartsláttaróreglu sem hjálpaði mikið. Einnig hefur hún fengið verkjalyf við þrálátum höfuðverkjum og botox- og sterasprautur í hársvörðinn og hálsinn til að vinna bug á bólgum sem valda höfuðverkjunum.

Í dag sér hún loksins ljós í enda ganganna, eftir að hafa glímt við long covid í fimm ár. Hún segir batann hafa tekið stökk síðasta árið og sér nú í fyrsta sinn fram á að geta lifið eðlilegu lífi - eitthvað sem hún þráir meira en allt. Ísland í dag heimsótti Steinunni eins og sjá má hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.