Lífið samstarf

Ný vef­verslun Slipp­félagsins er para­dís fyrir mynd­listafólk

Slippfélagið
„Það eru ekki bara atvinnulistamenn sem leita til okkar heldur líka nemendur, áhugafólk og kennarar, fólk sem vill vanda valið og fá fjölbreytt úrval,“ segir Anna Bergmann (t.h.), markaðsstjóri Slippfélagsins. Með henni er Sigurbjörg Stefánsdóttir, verslunarstjóri verslunarinnar í Fellsmúla í Reykjavík.
„Það eru ekki bara atvinnulistamenn sem leita til okkar heldur líka nemendur, áhugafólk og kennarar, fólk sem vill vanda valið og fá fjölbreytt úrval,“ segir Anna Bergmann (t.h.), markaðsstjóri Slippfélagsins. Með henni er Sigurbjörg Stefánsdóttir, verslunarstjóri verslunarinnar í Fellsmúla í Reykjavík.

Það er eitthvað sérstaklega ánægjulegt við að opna nýja málningartúpu, grípa ferskan pensil og leyfa hugmyndafluginu að ráða för. Nú verður enn frekar hægt að sinna þessari sköpunarþörf og fleirum til því Slippfélagið hefur opnað glænýja vefverslun sem er sannkölluð paradís fyrir listamenn á öllum stigum.

„Við fundum svo sannarlega fyrir aukinni eftirspurn,“ segir Anna Bergmann, markaðsstjóri Slippfélagsins. „Það eru ekki bara atvinnulistamenn sem leita til okkar heldur líka nemendur, áhugafólk og kennarar, fólk sem vill vanda valið og fá fjölbreytt úrval.“

Og úrvalið lætur ekki á sér standa. Í vefverslun Slippfélagsins má finna allt frá olíu-, akrýl- og vatnslitum yfir í pensla, trönur, pappír, teiknivörur, gjafasett og ýmis sérhæfð verkfæri.

Vefverslunin er hönnuð með notendavæna upplifun að leiðarljósi.

Meðal þekktra vörumerkja eru Daler Rowney, Lukas, Lyra, Museo, Royal Talens, Canson og Sakura, allt nöfn sem eru vel þekkt í listaheiminum. „Við leggjum mikið upp úr því að bjóða bæði traust og fjölbreytt vörumerki og ætlum okkur að bæta reglulega við nýjum fyrir listafólk á öllum aldri.“

Vefverslunin er hönnuð með notendavæna upplifun að leiðarljósi. Flokkunin er þægileg, lögð er áhersla á góðar myndir og ítarlegar upplýsingar gera leitina að réttum vörum bæði auðvelda og skemmtilega. Sendingar fara fram með Dropp og því geta viðskiptavinir valið að fá vörurnar heim eða sótt á næsta afhendingarstað.

Nýja vefverslunin er þó meira en bara ný söluleið, hún er líka liður í áframhaldandi þróun fyrirtækisins. „Við viljum styðja við sköpunarkraftinn hvar sem fólk er statt á landinu og gera gæðavörur aðgengilegar óháð búsetu,“ segir Anna.

Þannig að hvort sem þú ert að mála þitt fyrsta verk eða næsta meistaraverk, þá er Slippfélagið með allt það sem þú þarft í nokkurra smella fjarlægð.

Kynntu þér nánar úrvalið í vefverslun Slippfélagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.