Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2025 12:00 Erfitt ástand hefur skapast á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna manneklu. Vísir/Viktor Freyr Erfitt ástand hefur skapast á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna læknaskorts en enginn lyflæknir er á vakt á sjúkrahúsinu eftir 22. desember. Þrír læknar hafa sagt upp störfum vegna álags. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir heimild vanta til að hægt sé að tryggja viðunandi mönnun á sjúkrahúsinu. Læknafélagið fór norður í gær og fundaði með læknum og yfirstjórn sjúkrahússins vegna málsins. „Við höfum verið að fylgjast lengi með ástandinu á Akureyri sem hefur verið erfitt, meðal annars með mönnun lækna. Þessi uppsögn ferliverka sem átti sér stað fyrr í haust, sem hefur verið töluvert í fjölmiðlum hefur ekki bætt úr skák,“ segir Steinunn. Stjórnendur sjúkrahússins fengu í haust fyrirmæli um að segja upp samningum við þrettán sérfræðilækna við spítalann. Tilkynnt var um það á svipuðum tíma að ferilverkasamningum yrði sagt upp en heilbrigðisráðuneytið telur þá auðvelda læknum að rukka fyrir gerviverktöku. Heimildir til að manna ekki nægar Steinunn segir að nálgast þurfi þjónustu á landsbyggðinni á annan hátt en í Reykjavík. „Þetta er öðruvísi þjónusta, það þarf að fjármagna hana öðruvísi og ég held að þetta kalli á gagngera endurskoðun á því hvaða fjárveitingar fara til sjúkrahússins og hvernig þau hafa heimildir til að manna. Sem er greinilega ekki nægjanlegt í dag.“ Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir læknana marga á stöðgri vakt, allan sólarhringinn, allan ársins hring.Vísir/Arnar Frá 22. desember næstkomandi er enginn lyflæknir á vaktinni á Sjúkrahúsinu en þeir standa undir stórum hluta bráðaþjónustu spítalans, sér i lagi á kvöldin og nóttunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa læknar bæði sagt sig af vöktum og sagt upp störfum vegna álags. Steinunn segir að neyðarkall hafi verið sent út á lækna um allt land til að reyna að bjarga málunum. Hljóðið í læknunum sé mjög þungt. „Enda eru þessir hópar búnir að standa undir mjög viðamikilli þjónustu í mikilli manneklu mjög lengi og það eru margir þarna sem eru á krónískri vakt, það er alltaf hringt í viðkomandi, allan sólarhringinn, allt árið í raun,“ segir Steinunn. Varasjúkrahús þjóðarinnar allrar Veita þurfi sjúkrahúsinu heimild til að fjölga læknum. Ekki gangi að þar sé einn læknir í hverri sérgrein og enginn til að leysa af. Steinunn bendir á að sjúkrahúsið þjónusti mörg þúsund manns alla jafna en sé jafnframt varasjúkrahús allra landsmanna. „Við verðum að vera viðbúin eins og allar aðrar þjóðir við mögulegum áföllum og að eitthvað raski til að mynda starfsemi Landspítalans.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að enginn læknir væri á vakt eftir 22. desember en hið rétta er að enginn lyflæknir er á vakt frá þeim tíma. Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir stöðuna á sjúkrahúsi Akureyrar grafalvarlega í kjölfar þess að stjórnendur hafi fengið fyrirmæli um að segja upp samningum við sérfræðilækna. Heilbrigðisráðherra segir ekki rétt að þau fyrirmæli hafi komið frá henni, tryggja þurfi þjónustuna með öllum ráðum, málið sé í farvegi hjá forstjóra sjúkrahússins. 7. október 2025 13:57 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir heimild vanta til að hægt sé að tryggja viðunandi mönnun á sjúkrahúsinu. Læknafélagið fór norður í gær og fundaði með læknum og yfirstjórn sjúkrahússins vegna málsins. „Við höfum verið að fylgjast lengi með ástandinu á Akureyri sem hefur verið erfitt, meðal annars með mönnun lækna. Þessi uppsögn ferliverka sem átti sér stað fyrr í haust, sem hefur verið töluvert í fjölmiðlum hefur ekki bætt úr skák,“ segir Steinunn. Stjórnendur sjúkrahússins fengu í haust fyrirmæli um að segja upp samningum við þrettán sérfræðilækna við spítalann. Tilkynnt var um það á svipuðum tíma að ferilverkasamningum yrði sagt upp en heilbrigðisráðuneytið telur þá auðvelda læknum að rukka fyrir gerviverktöku. Heimildir til að manna ekki nægar Steinunn segir að nálgast þurfi þjónustu á landsbyggðinni á annan hátt en í Reykjavík. „Þetta er öðruvísi þjónusta, það þarf að fjármagna hana öðruvísi og ég held að þetta kalli á gagngera endurskoðun á því hvaða fjárveitingar fara til sjúkrahússins og hvernig þau hafa heimildir til að manna. Sem er greinilega ekki nægjanlegt í dag.“ Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir læknana marga á stöðgri vakt, allan sólarhringinn, allan ársins hring.Vísir/Arnar Frá 22. desember næstkomandi er enginn lyflæknir á vaktinni á Sjúkrahúsinu en þeir standa undir stórum hluta bráðaþjónustu spítalans, sér i lagi á kvöldin og nóttunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa læknar bæði sagt sig af vöktum og sagt upp störfum vegna álags. Steinunn segir að neyðarkall hafi verið sent út á lækna um allt land til að reyna að bjarga málunum. Hljóðið í læknunum sé mjög þungt. „Enda eru þessir hópar búnir að standa undir mjög viðamikilli þjónustu í mikilli manneklu mjög lengi og það eru margir þarna sem eru á krónískri vakt, það er alltaf hringt í viðkomandi, allan sólarhringinn, allt árið í raun,“ segir Steinunn. Varasjúkrahús þjóðarinnar allrar Veita þurfi sjúkrahúsinu heimild til að fjölga læknum. Ekki gangi að þar sé einn læknir í hverri sérgrein og enginn til að leysa af. Steinunn bendir á að sjúkrahúsið þjónusti mörg þúsund manns alla jafna en sé jafnframt varasjúkrahús allra landsmanna. „Við verðum að vera viðbúin eins og allar aðrar þjóðir við mögulegum áföllum og að eitthvað raski til að mynda starfsemi Landspítalans.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að enginn læknir væri á vakt eftir 22. desember en hið rétta er að enginn lyflæknir er á vakt frá þeim tíma.
Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir stöðuna á sjúkrahúsi Akureyrar grafalvarlega í kjölfar þess að stjórnendur hafi fengið fyrirmæli um að segja upp samningum við sérfræðilækna. Heilbrigðisráðherra segir ekki rétt að þau fyrirmæli hafi komið frá henni, tryggja þurfi þjónustuna með öllum ráðum, málið sé í farvegi hjá forstjóra sjúkrahússins. 7. október 2025 13:57 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir stöðuna á sjúkrahúsi Akureyrar grafalvarlega í kjölfar þess að stjórnendur hafi fengið fyrirmæli um að segja upp samningum við sérfræðilækna. Heilbrigðisráðherra segir ekki rétt að þau fyrirmæli hafi komið frá henni, tryggja þurfi þjónustuna með öllum ráðum, málið sé í farvegi hjá forstjóra sjúkrahússins. 7. október 2025 13:57