Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2025 14:38 Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir stöðuna á sjúkrahúsinu alvarlega. Það sé ákveðin áskorun í læknamönnun á sjúkrahúsinu og hún sé sérstaklega erfið á lyflæknadeildinni. Erfiðlega gangi að fá lækna til starfa á landsbyggðinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu sögðu þrír læknar nýlega upp á sjúkrahúsinu vegna álags. Heilt yfir segir Hildur hreinlega erfitt að manna sérfræðistöður úti á landi, þar sem þeim fylgi töluvert meira álag en á höfuðborgarsvæðinu. Hildigunnur segir unnið hörðum höndum að því að bæta ástandið og finna fólk í afleysingar um jólin, þar sem útlit sé fyrir að enginn lyflæknir verði á vakt á sjúkrahúsinu eftir 22. desember. Sjá einnig: Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags „Auðvitað vonum við að þetta takist og það er okkar helsta markmið, að við náum að manna jólin,“ segir Hildigunnur í samtali við Vísi. Hún segir samt einnig þörf á að horfa lengra til framtíðar. „Það sem ég hef verið að benda á er að það þarf að viðurkenna að það er dýrara að reka heilbrigðisþjónustu úti á landi.“ Hildigunnur segir að taka þurfi pólitískar ákvarðanir með það í huga. Einhvers konar svigrúm þurfi að koma til eins og í formi launaívilnana. „Auðvitað eru líka jákvæð teikn á lofti. Það er fólk sem vill koma til okkar en við þurfum fólk til að standa undir þeim kröfum sem á okkur eru settar varðandi lög og reglur.“ Meiri áskorun að vinna úti á landi Það að fá fólk út á heilbrigðisstarfsfólk út á landsbyggðina hefur verið ákveðið vandamál, samkvæmt Hildigunni. Hún og aðrir telji að þar spili inn í hve mikil sérvæðing sé orðin. Margir vandar fylgi því að fara út á land að vinna sem læknir. „Það er aukið álag á lækninn. Það er aukin ábyrgð, því þú þarft að hafa eftirlit með fjölbreyttari hópi innan þinnar sérgreinar. Svo ertu oft einn á vakt en á meðan þú ert í Reykjavík ertu með fólk í kringum þig og þú getur reitt þig á stuðning annarra kollega,“ segir Hildigunnur. Úti á landi eru einnig færri starfsmenn sem skipta með sér vöktum og það eykur bindingu starfsmanna við vinnustaðinn. „Það er bara meiri áskorun að vera úti á landi.“ Hildigunnur segir Akureyringa hafa reynt að vekja athygli á því og mögulega þurfi að taka á því með að greiða hærri laun úti á landi. „Ég held að sérfræðingar séu svolítið að horfa þið þess að þeir séu hreinlega ekki til í þetta gríðarlega mikla álag sem fylgir því að vera á vakt á sjúkrahúsi eins og Akureyri.“ Hildigunnur segir að á Sjúkrahúsinu sé mikill vilji til að halda úti sérgreinaþjónustunni. Það sé þeirra markmið að sinna samfélaginu eins og mögulega sé hægt. „Það er líka gríðarlega mikilvægt ef við eigum að standa undir því að vera svokallað varasjúkrahús og ekki tekur Landspítalinn á móti öllu álaginu. Það er alveg á hreinu.“ Akureyri Heilbrigðismál Byggðamál Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu sögðu þrír læknar nýlega upp á sjúkrahúsinu vegna álags. Heilt yfir segir Hildur hreinlega erfitt að manna sérfræðistöður úti á landi, þar sem þeim fylgi töluvert meira álag en á höfuðborgarsvæðinu. Hildigunnur segir unnið hörðum höndum að því að bæta ástandið og finna fólk í afleysingar um jólin, þar sem útlit sé fyrir að enginn lyflæknir verði á vakt á sjúkrahúsinu eftir 22. desember. Sjá einnig: Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags „Auðvitað vonum við að þetta takist og það er okkar helsta markmið, að við náum að manna jólin,“ segir Hildigunnur í samtali við Vísi. Hún segir samt einnig þörf á að horfa lengra til framtíðar. „Það sem ég hef verið að benda á er að það þarf að viðurkenna að það er dýrara að reka heilbrigðisþjónustu úti á landi.“ Hildigunnur segir að taka þurfi pólitískar ákvarðanir með það í huga. Einhvers konar svigrúm þurfi að koma til eins og í formi launaívilnana. „Auðvitað eru líka jákvæð teikn á lofti. Það er fólk sem vill koma til okkar en við þurfum fólk til að standa undir þeim kröfum sem á okkur eru settar varðandi lög og reglur.“ Meiri áskorun að vinna úti á landi Það að fá fólk út á heilbrigðisstarfsfólk út á landsbyggðina hefur verið ákveðið vandamál, samkvæmt Hildigunni. Hún og aðrir telji að þar spili inn í hve mikil sérvæðing sé orðin. Margir vandar fylgi því að fara út á land að vinna sem læknir. „Það er aukið álag á lækninn. Það er aukin ábyrgð, því þú þarft að hafa eftirlit með fjölbreyttari hópi innan þinnar sérgreinar. Svo ertu oft einn á vakt en á meðan þú ert í Reykjavík ertu með fólk í kringum þig og þú getur reitt þig á stuðning annarra kollega,“ segir Hildigunnur. Úti á landi eru einnig færri starfsmenn sem skipta með sér vöktum og það eykur bindingu starfsmanna við vinnustaðinn. „Það er bara meiri áskorun að vera úti á landi.“ Hildigunnur segir Akureyringa hafa reynt að vekja athygli á því og mögulega þurfi að taka á því með að greiða hærri laun úti á landi. „Ég held að sérfræðingar séu svolítið að horfa þið þess að þeir séu hreinlega ekki til í þetta gríðarlega mikla álag sem fylgir því að vera á vakt á sjúkrahúsi eins og Akureyri.“ Hildigunnur segir að á Sjúkrahúsinu sé mikill vilji til að halda úti sérgreinaþjónustunni. Það sé þeirra markmið að sinna samfélaginu eins og mögulega sé hægt. „Það er líka gríðarlega mikilvægt ef við eigum að standa undir því að vera svokallað varasjúkrahús og ekki tekur Landspítalinn á móti öllu álaginu. Það er alveg á hreinu.“
Akureyri Heilbrigðismál Byggðamál Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Sjá meira