Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. nóvember 2025 16:43 Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Samhjálpar. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að gera megi ráð fyrir því að ný kaffistofa Samhjálpar hefji ekki starfsemi fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. Sem fyrrverandi embættismaður skilji hún vel að boðuð grenndarkynning taki tíma en hún segist ekki hafa eins mikinn skilning á því hvers vegna farið sé af stað með grenndarkynningu yfirhöfuð. Framkvæmdir á nýrri kaffistofu við Grensásveg 46 hafa verið stöðvaðar þar til grenndarkynningu lýkur. Hópur íbúa sem býr í nágrenni við nýja kaffistofuna hefur mótmælt opnun hennar í hverfinu. Umræður í íbúahópi hverfisins hafa þó verið yfirburðajákvæðar. Til stóð að nýja kaffistofan hæfi starfsemi um mánaðarmótin næstu en þar sem ekkert verður af því hefur starfsemi hennar verið færð tímabundið í húsnæði Fíladelfíukirkjunnar við Hátún. Húsnæðið skilgreint sem þjónustusvæði Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar segist skilja að fylgja þurfi þeim reglum og ferlum sem gilda sé farið af stað í grenndarkynningu en sjálf hefur hún gegnt embætti bæjarstjóra í Hafnarfirði. Hins vegar hafi lengi legið fyrir að húsnæðið hafi talist þjónustuhúsnæði samkvæmt gildandi aðalskipulagi. „Það sem ég hins vegar gagnrýni er að það hafi ekki verið gert strax. Ég hef ekki skilið af hverju það þarf að fara í grenndarkynningu af því að miðað við skipulagið sem er í gildi telst þetta vera þjónustusvæði. Þar má vera með verslun og þjónustu og samfélagsþjónustu meðal annars. Við erum samfélagsþjónusta, ef við erum ekki samfélagsþjónusta veit ég ekki hvað er samfélagsþjónusta,“ segir hún. Fréttaflutningur yfirleitt neikvæður Guðrún Ágústa tekur fram að hún sé hvorki sérfræðingur né hlutlaus en að enginn annar veiti þá þjónustu sem Samhjálp veiti. Sömuleiðis hafi því ranglega verið haldið fram í fjölmiðlum að ferja eigi heilu rútufarmana af fólki í kaffistofuna á dag. Raunin sé að boðið verði upp á skutlþjónustu á einum bíl sem rúmi átta manns í einu. „Ég skil alveg að fólk sé áhyggjufullt af því að fréttaflutningurinn um einstaklinga sem sækja okkar þjónustu er iðulega neikvæður. En það hafa líka stigið fram einstaklingar í dag og sagt frá því að þeir hafi þurft að nýta þjónustu okkar áður. Það er fólk sem hefur jafnvel verið í neyslu en er í dag á allt öðrum stað,“ segir Guðrún Ágústa. „Kaffistofan er heldur ekki endastöð. Hún er oft mjög fallegt upphaf í lífi fólks. Við tökum á móti öllum með kærleika og við reynum að aðstoða fólk í þeim aðstæðum sem þeir eru í,“ segir hún. Málefni heimilislausra Fíkn Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Kaffistofa Samhjálpar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Framkvæmdir á nýrri kaffistofu við Grensásveg 46 hafa verið stöðvaðar þar til grenndarkynningu lýkur. Hópur íbúa sem býr í nágrenni við nýja kaffistofuna hefur mótmælt opnun hennar í hverfinu. Umræður í íbúahópi hverfisins hafa þó verið yfirburðajákvæðar. Til stóð að nýja kaffistofan hæfi starfsemi um mánaðarmótin næstu en þar sem ekkert verður af því hefur starfsemi hennar verið færð tímabundið í húsnæði Fíladelfíukirkjunnar við Hátún. Húsnæðið skilgreint sem þjónustusvæði Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar segist skilja að fylgja þurfi þeim reglum og ferlum sem gilda sé farið af stað í grenndarkynningu en sjálf hefur hún gegnt embætti bæjarstjóra í Hafnarfirði. Hins vegar hafi lengi legið fyrir að húsnæðið hafi talist þjónustuhúsnæði samkvæmt gildandi aðalskipulagi. „Það sem ég hins vegar gagnrýni er að það hafi ekki verið gert strax. Ég hef ekki skilið af hverju það þarf að fara í grenndarkynningu af því að miðað við skipulagið sem er í gildi telst þetta vera þjónustusvæði. Þar má vera með verslun og þjónustu og samfélagsþjónustu meðal annars. Við erum samfélagsþjónusta, ef við erum ekki samfélagsþjónusta veit ég ekki hvað er samfélagsþjónusta,“ segir hún. Fréttaflutningur yfirleitt neikvæður Guðrún Ágústa tekur fram að hún sé hvorki sérfræðingur né hlutlaus en að enginn annar veiti þá þjónustu sem Samhjálp veiti. Sömuleiðis hafi því ranglega verið haldið fram í fjölmiðlum að ferja eigi heilu rútufarmana af fólki í kaffistofuna á dag. Raunin sé að boðið verði upp á skutlþjónustu á einum bíl sem rúmi átta manns í einu. „Ég skil alveg að fólk sé áhyggjufullt af því að fréttaflutningurinn um einstaklinga sem sækja okkar þjónustu er iðulega neikvæður. En það hafa líka stigið fram einstaklingar í dag og sagt frá því að þeir hafi þurft að nýta þjónustu okkar áður. Það er fólk sem hefur jafnvel verið í neyslu en er í dag á allt öðrum stað,“ segir Guðrún Ágústa. „Kaffistofan er heldur ekki endastöð. Hún er oft mjög fallegt upphaf í lífi fólks. Við tökum á móti öllum með kærleika og við reynum að aðstoða fólk í þeim aðstæðum sem þeir eru í,“ segir hún.
Málefni heimilislausra Fíkn Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Kaffistofa Samhjálpar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira