Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. nóvember 2025 19:02 Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður Öryrkjabandalagsins Ríflega helmingur allra sveitarfélaga á landinu hefur enga stefnu í málefnum fatlaðs fólks samkvæmt nýrri úttekt. Þetta er fjórða opinbera rannsóknin á þessu ári sem sýnir alvarlega stöðu í málaflokknum. Formaður Öryrkjabandalagsins segir brýnt að yfirvöld bregðist við sláandi stöðu fatlaðra. Í enn einni úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) í málefnum fatlaðra koma fram verulegar brotalamir. Þar kemur fram að engin stefna er í málaflokknum hjá meira en helmingi sveitarfélaga. Svipað hlutfall hefur hvorki fræðsluáætlun fyrir starfsfólk né viðbragðsáætlun komi upp grunur um ofbeldi gagnvart notendum þjónustu. Þá hefur þriðjungur ekkert viðmið um hámarksfjölda í hverjum íbúðakjarna. GEV brýnir sveitarfélög til að gera úrbætur. Fjórða úttektin um slæma stöðu Þetta er fjórða úttektin á þessu ári um bága stöðu málaflokksins. Í febrúar benti ríkisendurskoðun á að ráðast þurfi í margvíslegar úrbætur varðandi þjónustu við fatlað fólk. Í mars skilaði GEV tveimur skýrslum, önnur fjallaði um nauðsyn úrbóta í akstursþjónustu og hin um vankanta í stoð -og stuðningsþjónustu fatlaðra. Formaður Þroskahjálpar sagði þetta óásættanlega stöðu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður Öryrkjabandalagsins er á sama máli. „Þetta eru sláandi niðurstöður en því miður kemur þetta ekki á óvart og það er svolítið sorgleg staðreynd. Þegar hver frumkvæðisathugunin á fætur annarri sýnir þessa niðurstöðu þá erum við ekki á góðri leið,“ segir Alma. „Býður hættunni heim“ Skortur á fagmennsku í málaflokknum bjóði hættunni heim. „Maður óttast þegar það eru ekki verklagsreglur hjá sveitarfélögum að þar þrífist eitthvað slæmt og það er ekki gott,“ segir hún. Ríkið og sveitarfélög hafa tekist á um fjármagn til málaflokksins síðustu ár, án árangurs. Þetta ástand er engum hollt og býður hættunni heim og mín brýning er að nú verða stjórnvöld þá ríki og sveitarfélög að tala saman,“ segir hún að lokum. Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Í enn einni úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) í málefnum fatlaðra koma fram verulegar brotalamir. Þar kemur fram að engin stefna er í málaflokknum hjá meira en helmingi sveitarfélaga. Svipað hlutfall hefur hvorki fræðsluáætlun fyrir starfsfólk né viðbragðsáætlun komi upp grunur um ofbeldi gagnvart notendum þjónustu. Þá hefur þriðjungur ekkert viðmið um hámarksfjölda í hverjum íbúðakjarna. GEV brýnir sveitarfélög til að gera úrbætur. Fjórða úttektin um slæma stöðu Þetta er fjórða úttektin á þessu ári um bága stöðu málaflokksins. Í febrúar benti ríkisendurskoðun á að ráðast þurfi í margvíslegar úrbætur varðandi þjónustu við fatlað fólk. Í mars skilaði GEV tveimur skýrslum, önnur fjallaði um nauðsyn úrbóta í akstursþjónustu og hin um vankanta í stoð -og stuðningsþjónustu fatlaðra. Formaður Þroskahjálpar sagði þetta óásættanlega stöðu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður Öryrkjabandalagsins er á sama máli. „Þetta eru sláandi niðurstöður en því miður kemur þetta ekki á óvart og það er svolítið sorgleg staðreynd. Þegar hver frumkvæðisathugunin á fætur annarri sýnir þessa niðurstöðu þá erum við ekki á góðri leið,“ segir Alma. „Býður hættunni heim“ Skortur á fagmennsku í málaflokknum bjóði hættunni heim. „Maður óttast þegar það eru ekki verklagsreglur hjá sveitarfélögum að þar þrífist eitthvað slæmt og það er ekki gott,“ segir hún. Ríkið og sveitarfélög hafa tekist á um fjármagn til málaflokksins síðustu ár, án árangurs. Þetta ástand er engum hollt og býður hættunni heim og mín brýning er að nú verða stjórnvöld þá ríki og sveitarfélög að tala saman,“ segir hún að lokum.
Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira