Enski boltinn

Sjáðu markið, rauða spjaldið og púður­skot United í sögu­legum sigri Ever­ton

Sindri Sverrisson skrifar
Joshua Zirkzee komst einna næst því að skora fyrir Manchester United í gærkvöld en Jordan Pickford sá við honum.
Joshua Zirkzee komst einna næst því að skora fyrir Manchester United í gærkvöld en Jordan Pickford sá við honum. Getty/Alex Livesey

Everton komst upp fyrir erkifjendur sína í Liverpool, á markatölu, og jafnaði einnig Manchester United og Tottenham að stigum með mögnuðum 1-0 sigri gegn United á Old Trafford í gær, þegar tólftu umferð ensku úrvalsdeildarinnar lauk. Öll helstu atvikin má sjá á Vísi.

Rauða spjaldið sem Idrissa Gueye fékk snemma leiks vakti auðvitað mesta athygli í leiknum, enda ekki á hverjum degi sem leikmaður er rekinn af velli fyrir að slá liðsfélaga sinn.

Manni færri náðu gestirnir samt að vinna með marki frá Kiernan Dewsbury-Hall því þó að heimamenn ættu nokkrar tilraunir í leiknum dugði engin þeirra til að koma boltanum framhjá Jordan Pickford.

Hér að neðan má sjá öll helstu atvikin úr leiknum.

Klippa: Hápunktar úr leik Man. Utd og Everton

Sigur Everton var sögulegur því þetta er í fyrsta skipti frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar sem að United tapar leik á Old Trafford, eftir að mótherjinn fær rautt spjald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×