Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 20:27 Alma Möller er heilbrigðisráðherra landsins. Vísir/Anton Brink Heilbrigðismálaráðherra fundaði með stjórnendum, læknahópum og fagráði á Sjúkrahúsinu á Akureyri í dag vegna alvarlegrar stöðu þar. Hún getur þó ekki tekið undir það að ástand sé í heilbrigðiskerfinu. „Þessi vandi á Akureyri er ekki nýr, að minnsta kosti frá 2010, og hefur versnað núna. Óánægja lækna beinist einkum að tvennu, það er annars vegar útfærsla á innleiðingu á nýjum kjarasamningi sem var undirritaður í fyrra, og hins vegar að það er fyrirhuguð uppsögn á svokölluðum ferilverkasamningum,“ segir Alma Möller heilbrigðisráðherra sem ræddi stöðuna í kvöldfréttum Sýnar. Um helgina var greint frá að enginn lyflæknir væri á vakt eftir 22. desember á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þrír læknar höfðu sagt upp störfum vegna álags en dæmi eru um að fólk sé látið standa bakvakt í sautján sólarhringa samfleytt. Í samráði við stjórnendur sjúkrahússins var teiknað upp plan til skemmri og lengri tíma. Mönnun í heilbrigðiskerfinu sé stór áskorun auk mikillar innviðaskuldar sem felst meðal annars í húsnæði. Slík skuld hafi áhrif á starfsánægju starfsfólks heilbrigðiskerfisins. „Svo voru miklar vonir bundnar við þennan nýja kjarasamning en þá kemur í ljós að það getur þurft mismunandi útfærslur á mismunandi stöðum en það er mjög ofarlega í forgangi að bæta læknamönnun á landsbyggðinni,“ segir hún. Aðspurð segist Alma ekki getað tekið undir að ástand sé í málum heilbrigðiskerfisins. „Það er margt sem þarf að laga en við skulum ekki gleyma því að við erum með í grunninn gott heilbrigðiskerfi og við erum að skila góðum árangri. Það eru endalaus verkefni og þetta verður ekki leyst yfir nótt. Þetta tekur allt tíma.“ Skammtímalausnir komnar á blað Ýmsar skammtímaúrlausnir voru ræddar á fundi Ölmu í dag. „Í fyrsta lagi að skoða hvernig hægt er að nýta þennan kjarasamning til að umbuna fyrir vaktir svo það henti Akureyri, í öðru lagi er verið að leysa mönnun til skemmri tíma og þar er undir er til að mynda samvinna Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Svo er forstjóri með vinnuhóp sem á einmitt að sjá hvað tekur verið af ferilverkum,“ segir hún. Alma nefnir einnig að mikilvægt sé að byggja upp Sjúkrahúsið á Akureyri til lengri tíma og nefnir að 1,4 milljarði verði varið í starfsemi sjúkrahússins á næsta ári. Þá verður ráðinn utanaðkomandi ráðgjafi til að aðstoða forstjóra við að rýna í reksturinn. „Þá mun ég setja hóp til að skapa þessa framtíðarsýn því við viljum hafa öflugt sjúkrahús og það er ekki síst mikilvægt í ljósi þess að við erum að byggja upp áfallaþol í samfélaginu í ljósi breyttrar heimsmyndar.“ Heilbrigðismál Akureyri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
„Þessi vandi á Akureyri er ekki nýr, að minnsta kosti frá 2010, og hefur versnað núna. Óánægja lækna beinist einkum að tvennu, það er annars vegar útfærsla á innleiðingu á nýjum kjarasamningi sem var undirritaður í fyrra, og hins vegar að það er fyrirhuguð uppsögn á svokölluðum ferilverkasamningum,“ segir Alma Möller heilbrigðisráðherra sem ræddi stöðuna í kvöldfréttum Sýnar. Um helgina var greint frá að enginn lyflæknir væri á vakt eftir 22. desember á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þrír læknar höfðu sagt upp störfum vegna álags en dæmi eru um að fólk sé látið standa bakvakt í sautján sólarhringa samfleytt. Í samráði við stjórnendur sjúkrahússins var teiknað upp plan til skemmri og lengri tíma. Mönnun í heilbrigðiskerfinu sé stór áskorun auk mikillar innviðaskuldar sem felst meðal annars í húsnæði. Slík skuld hafi áhrif á starfsánægju starfsfólks heilbrigðiskerfisins. „Svo voru miklar vonir bundnar við þennan nýja kjarasamning en þá kemur í ljós að það getur þurft mismunandi útfærslur á mismunandi stöðum en það er mjög ofarlega í forgangi að bæta læknamönnun á landsbyggðinni,“ segir hún. Aðspurð segist Alma ekki getað tekið undir að ástand sé í málum heilbrigðiskerfisins. „Það er margt sem þarf að laga en við skulum ekki gleyma því að við erum með í grunninn gott heilbrigðiskerfi og við erum að skila góðum árangri. Það eru endalaus verkefni og þetta verður ekki leyst yfir nótt. Þetta tekur allt tíma.“ Skammtímalausnir komnar á blað Ýmsar skammtímaúrlausnir voru ræddar á fundi Ölmu í dag. „Í fyrsta lagi að skoða hvernig hægt er að nýta þennan kjarasamning til að umbuna fyrir vaktir svo það henti Akureyri, í öðru lagi er verið að leysa mönnun til skemmri tíma og þar er undir er til að mynda samvinna Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Svo er forstjóri með vinnuhóp sem á einmitt að sjá hvað tekur verið af ferilverkum,“ segir hún. Alma nefnir einnig að mikilvægt sé að byggja upp Sjúkrahúsið á Akureyri til lengri tíma og nefnir að 1,4 milljarði verði varið í starfsemi sjúkrahússins á næsta ári. Þá verður ráðinn utanaðkomandi ráðgjafi til að aðstoða forstjóra við að rýna í reksturinn. „Þá mun ég setja hóp til að skapa þessa framtíðarsýn því við viljum hafa öflugt sjúkrahús og það er ekki síst mikilvægt í ljósi þess að við erum að byggja upp áfallaþol í samfélaginu í ljósi breyttrar heimsmyndar.“
Heilbrigðismál Akureyri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira