Fótbolti

Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistara­deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Bjarki Daðason fagnar marki sínu í kvöld.
Viktor Bjarki Daðason fagnar marki sínu í kvöld. Sýn Sport

Íslenski framherjinn Viktor Bjarki Daðason var áfram á skotskónum með FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni en hann skoraði eina mark liðsins í fyrri hálfleik á móti Kairat Almaty í kvöld.

Viktor fékk tækifæri í byrjunarliði FCK og nýtti það heldur betur.

Markið skoraði Viktor Bjarki á 26. mínútu leiksins. Hann fylgdi þá eftir skoti liðsfélaga síns og skallaði boltann í markið af stuttu færi.

Viktor Bjarki var fyrr í vetur þriðji yngsti markaskorari Meistaradeildarinnar frá upphafi þegar hann skoraði á móti Dortmund aðeins 17 ára og 113 daga gamall.

Nú er hann búinn að skora tvö og er orðinn markahæsti leikmaður danska félagsins í Meistaradeildinni á þessu tímabili.

Markið hans Viktors má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×