Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2025 10:03 Viktor Bjarki Daðason fagnar eftir markið sem hann skoraði gegn Kairat í gærkvöld. EPA/Ida Marie Odgaard „Hann er með þetta allt saman,“ sagði Aron Jóhannsson um Viktor Bjarka Daðason sem Aron lýsir sem hinum íslenska Nick Woltemade. Viktor skoraði sitt annað mark í Meistaradeild Evrópu í gær, aðeins 17 ára gamall. Viktor skoraði fyrsta mark FCK í 3-2 sigri gegn Kairat á Parken í gær, eftir að hafa einnig skorað gegn Dortmund í haust. Hann hefur alls skorað þrjú mörk og átt tvær stoðsendingar í níu leikjum eftir að hafa komið inn í aðallið Kaupmannahafnarfélagsins. „Þetta er sturlað afrek. Maður sér að hann er ekki bara þarna af því að hann er sautján ára. Hann tekur mikið til sín, vinnur mikið af skallaboltum. Hann er kannski okkar útgáfa af Woltemade. Stór, sterkur og góður að halda í boltann,“ sagði Aron sem sjálfur þekkir það að raða inn mörkum í sterkum deildum. Hér að neðan má sjá umræðuna í Meistaradeildarmörkunum á Sýn Sport í gærkvöld og frammistöðu Viktors á Parken. Klippa: Afar hrifnir af Viktori Bjarka „Hann verður, eftir nokkur ár, „complete“ framherji. Það er ógeðslega gaman að sjá þetta,“ sagði Aron sem nýtur þess að sjá hvernig ungir íslenskir leikmenn hafa blómstrað hjá FCK, líkt og Orri Óskarsson, Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson hafa einnig gert. „Þeir eru með Cornelius, sem er sennilega á tuttuguföldum launum, en þeir sjá annan Orra í Viktori. Það er frábært að sjá hvernig hann staðsetur sig í teignum. Að hafa þetta markanef, þú þarft að hafa það. Svo er hann með líkamann og dugnaðinn líka. Ef hann heldur rétt á spilunum er framtíðin fáránlega björt hjá honum. FCK er risaklúbbur og það er gaman að sjá sögu íslensku strákanna þar. Búið að selja þá á gífurlegar upphæðir, þannig að þeir treysta enn ungum, íslenskum strákum til að koma í akademíuna og byggja þá upp til að selja áfram. En ég vil bara sjá hann klára þetta tímabil og alla vega eitt í viðbót hjá FCK áður en hann fer eitthvað stærra, því þessi strákur á klárlega framtíðina fyrir sér,“ sagði Aron en umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Sjá meira
Viktor skoraði fyrsta mark FCK í 3-2 sigri gegn Kairat á Parken í gær, eftir að hafa einnig skorað gegn Dortmund í haust. Hann hefur alls skorað þrjú mörk og átt tvær stoðsendingar í níu leikjum eftir að hafa komið inn í aðallið Kaupmannahafnarfélagsins. „Þetta er sturlað afrek. Maður sér að hann er ekki bara þarna af því að hann er sautján ára. Hann tekur mikið til sín, vinnur mikið af skallaboltum. Hann er kannski okkar útgáfa af Woltemade. Stór, sterkur og góður að halda í boltann,“ sagði Aron sem sjálfur þekkir það að raða inn mörkum í sterkum deildum. Hér að neðan má sjá umræðuna í Meistaradeildarmörkunum á Sýn Sport í gærkvöld og frammistöðu Viktors á Parken. Klippa: Afar hrifnir af Viktori Bjarka „Hann verður, eftir nokkur ár, „complete“ framherji. Það er ógeðslega gaman að sjá þetta,“ sagði Aron sem nýtur þess að sjá hvernig ungir íslenskir leikmenn hafa blómstrað hjá FCK, líkt og Orri Óskarsson, Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson hafa einnig gert. „Þeir eru með Cornelius, sem er sennilega á tuttuguföldum launum, en þeir sjá annan Orra í Viktori. Það er frábært að sjá hvernig hann staðsetur sig í teignum. Að hafa þetta markanef, þú þarft að hafa það. Svo er hann með líkamann og dugnaðinn líka. Ef hann heldur rétt á spilunum er framtíðin fáránlega björt hjá honum. FCK er risaklúbbur og það er gaman að sjá sögu íslensku strákanna þar. Búið að selja þá á gífurlegar upphæðir, þannig að þeir treysta enn ungum, íslenskum strákum til að koma í akademíuna og byggja þá upp til að selja áfram. En ég vil bara sjá hann klára þetta tímabil og alla vega eitt í viðbót hjá FCK áður en hann fer eitthvað stærra, því þessi strákur á klárlega framtíðina fyrir sér,“ sagði Aron en umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Sjá meira