Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. nóvember 2025 19:00 Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari gagnrýnir viðbrögð Evu Bryndísar Helgadóttur, réttargæslumanns konunnar sem kærði Albert Guðmundsson fyrir nauðgun, við sýknudómi Landsréttar. Vilhelm/Arnar Halldórsson Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, gagnrýnir orð Evu Bryndísar Helgadóttur, réttargæslumanns konu sem Albert Guðmundsson fótboltamaður var ákærður fyrir að nauðga, um að sýknudómur yfir Alberti hafi verið tæpur. Dómur í máli fótboltamannsins Alberts Guðmundssonar var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Landsréttur klofnaði en meirihluti réttarins sýknaði Albert. Í samtali við fréttamann sagði Eva Bryndís að dómurinn hefði komið sér á óvart og að hún hefði átt von á sakfellingu. „En það er vert að taka fram að það er sératkvæði í málinu, ekki bara eitt heldur tvö, og mismunandi röksemdir fyrir hverju. Og einn dómenda vildi sakfella. Þannig að þetta er mjög tæpt.“ Helgi Magnús, sem lét af störfum sem vararíkissaksóknari í sumar, gagnrýnir þessi orð Evu Bryndísar í opinberri athugasemd á Facebook. Undir frétt um viðbrögð Evu Bryndísar á Facebooksíðu Vísis skrifar hann eftirfarandi athugasemd. „Það er ekkert tæpt í þessum efnum. Annaðhvort er hann sekur eða saklaus, og hann var fundinn ekki sekur og þar með saklaus. Þetta er ekki fótboltaleikur.“ Helgi Magnús starfaði hjá embætti ríkissaksóknara, sem er æðsti handhafi ákæruvaldsins og fer með yfirstjórn rannsókna sakamála hér á landi, í um fjórtán ár og því hefur athugasemdin vakið athygli, líkt og sjá má hér að neðan. Facebook Aðspurð hvort henni fyndist að málinu eigi að vera áfrýjað til Hæstaréttar sagði Eva að ríkissaksóknari verði að segja til um það. „En það er mjög óvenjulegt, myndi ég segja, að sjá þríklofinn þriggja manna dóm,“ sagði hún. „Og ég tala nú ekki um þegar það er sýkna á línu, eins og maður segir.“ Mál Alberts Guðmundssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Landsréttardómarinn Símon Sigvaldason, skilaði sératkvæði í máli Alberts Guðmundssonar og taldi að sakfella hefði átt Albert og dæma í tveggja ára og sex mánaða fangelsi. Hann hefur verið kallaður Símon grimmi vegna hás sakfellingarhlutfalls hans í gegnum tíðina. 27. nóvember 2025 17:23 Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Eva Bryndís Helgadóttir, réttargæslumaður konu sem Albert Guðmundsson fótboltamaður var ákærður fyrir að nauðga, segir sýknudóm Alberts sem Landsréttur felldi í dag koma sér á óvart. 27. nóvember 2025 15:57 „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi Alberts Guðmundsssonar, kveðst ánægður með sýknudóm Landsréttar í máli Alberts. Með honum hafi lagalega réttur og vel rökstuddur dómur héraðsdóms verið staðfestur. Ríkissaksóknari hafi bæði verið í lögvillu og staðreyndavillu þegar hann ákvað að ákæra í málinu, þrátt fyrir að héraðsaksóknari hafi ákveðið að fella málið niður. Niðurstaða Landsréttar sé Alberti mikill léttir. 27. nóvember 2025 16:17 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Dómur í máli fótboltamannsins Alberts Guðmundssonar var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Landsréttur klofnaði en meirihluti réttarins sýknaði Albert. Í samtali við fréttamann sagði Eva Bryndís að dómurinn hefði komið sér á óvart og að hún hefði átt von á sakfellingu. „En það er vert að taka fram að það er sératkvæði í málinu, ekki bara eitt heldur tvö, og mismunandi röksemdir fyrir hverju. Og einn dómenda vildi sakfella. Þannig að þetta er mjög tæpt.“ Helgi Magnús, sem lét af störfum sem vararíkissaksóknari í sumar, gagnrýnir þessi orð Evu Bryndísar í opinberri athugasemd á Facebook. Undir frétt um viðbrögð Evu Bryndísar á Facebooksíðu Vísis skrifar hann eftirfarandi athugasemd. „Það er ekkert tæpt í þessum efnum. Annaðhvort er hann sekur eða saklaus, og hann var fundinn ekki sekur og þar með saklaus. Þetta er ekki fótboltaleikur.“ Helgi Magnús starfaði hjá embætti ríkissaksóknara, sem er æðsti handhafi ákæruvaldsins og fer með yfirstjórn rannsókna sakamála hér á landi, í um fjórtán ár og því hefur athugasemdin vakið athygli, líkt og sjá má hér að neðan. Facebook Aðspurð hvort henni fyndist að málinu eigi að vera áfrýjað til Hæstaréttar sagði Eva að ríkissaksóknari verði að segja til um það. „En það er mjög óvenjulegt, myndi ég segja, að sjá þríklofinn þriggja manna dóm,“ sagði hún. „Og ég tala nú ekki um þegar það er sýkna á línu, eins og maður segir.“
Mál Alberts Guðmundssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Landsréttardómarinn Símon Sigvaldason, skilaði sératkvæði í máli Alberts Guðmundssonar og taldi að sakfella hefði átt Albert og dæma í tveggja ára og sex mánaða fangelsi. Hann hefur verið kallaður Símon grimmi vegna hás sakfellingarhlutfalls hans í gegnum tíðina. 27. nóvember 2025 17:23 Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Eva Bryndís Helgadóttir, réttargæslumaður konu sem Albert Guðmundsson fótboltamaður var ákærður fyrir að nauðga, segir sýknudóm Alberts sem Landsréttur felldi í dag koma sér á óvart. 27. nóvember 2025 15:57 „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi Alberts Guðmundsssonar, kveðst ánægður með sýknudóm Landsréttar í máli Alberts. Með honum hafi lagalega réttur og vel rökstuddur dómur héraðsdóms verið staðfestur. Ríkissaksóknari hafi bæði verið í lögvillu og staðreyndavillu þegar hann ákvað að ákæra í málinu, þrátt fyrir að héraðsaksóknari hafi ákveðið að fella málið niður. Niðurstaða Landsréttar sé Alberti mikill léttir. 27. nóvember 2025 16:17 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Landsréttardómarinn Símon Sigvaldason, skilaði sératkvæði í máli Alberts Guðmundssonar og taldi að sakfella hefði átt Albert og dæma í tveggja ára og sex mánaða fangelsi. Hann hefur verið kallaður Símon grimmi vegna hás sakfellingarhlutfalls hans í gegnum tíðina. 27. nóvember 2025 17:23
Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Eva Bryndís Helgadóttir, réttargæslumaður konu sem Albert Guðmundsson fótboltamaður var ákærður fyrir að nauðga, segir sýknudóm Alberts sem Landsréttur felldi í dag koma sér á óvart. 27. nóvember 2025 15:57
„Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi Alberts Guðmundsssonar, kveðst ánægður með sýknudóm Landsréttar í máli Alberts. Með honum hafi lagalega réttur og vel rökstuddur dómur héraðsdóms verið staðfestur. Ríkissaksóknari hafi bæði verið í lögvillu og staðreyndavillu þegar hann ákvað að ákæra í málinu, þrátt fyrir að héraðsaksóknari hafi ákveðið að fella málið niður. Niðurstaða Landsréttar sé Alberti mikill léttir. 27. nóvember 2025 16:17