Veður

Kuldinn bítur í kinnar lands­manna

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Veðurstofa Íslands spáir frosti á bilinu þrjú til átta stig.
Veðurstofa Íslands spáir frosti á bilinu þrjú til átta stig. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir norðanátt á bilinu átta til fimmtán metra á sekúndu í dag en þrettán til tuttugu metrar á sekúndu á austanverðu landinu. Él á Norður- og Austurlandi en léttskýjað sunnan heiða.

Í hugleiðingum veðurfræðings á heimasíðu Veðurstofu Íslands segir að kuldinn muni bíta í kinnar landsmanna í dag þar sem spáð er frosti á bilinu þrjú til átta stig. Síðdegis dregur úr vindinum og styttir upp.

Gert er ráð fyrir að það herði enn á frostinu í kvöld og nótt. Líklegt er að frostið nái tuttugu stigum á nokkrum mælistöðvum, einkum þar sem lægðir eru í landslagi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Breytileg átt 3-8 m/s, víða þurrt veður og talsvert frost. Austan 5-10 og snjókoma með köflum á Suðausturlandi og Suðurlandi eftir hádegi.

Á sunnudag:

Austan 10-18 á sunnanverðu landinu og snjókoma eða slydda með köflum, síðar rigning við suðurströndina. Hiti 0 til 5 stig. Hægari vindur norðantil, úrkomulítið og frost 0 til 5 stig.

Á mánudag (fullveldisdagurinn):

Austan 8-15. Rigning á suðaustanverðu landinu, en dálitlir skúrir eða él í öðrum landshlutum. Hiti 0 til 5 stig.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:

Norðaustlæg átt og dálítil él norðan- og austanlands, en yfirleitt þurrt og bjart sunnan heiða. Frost víða 0 til 5 stig.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×