Lífið

Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“

Helena Rakel Jóhannesdóttir skrifar
Myndin er sviðsett
Myndin er sviðsett

Nýr vefsjónvarpsþáttur Bítisins á Bylgjunni, Bítið í bílnum, fer í loftið á Vísi og á Facebook-síðu Bylgjunnar í dag.

Um er að ræða stutta sjónvarpsþætti í tveimur hlutum þar sem stjórnendur Bítisins á Bylgjunni, þau Heimir, Lilja og Ómar, fara á rúntinn með frægum gestum. Gestur hvers þáttar er hulinn með poka og syngur karókílag að eigin vali. 

Áhorfendur og hlustendur Bítisins geta svo giskað á hver gesturinn er, bæði á Facebook-síðu Bylgjunnar og í beinni í Bítinu, og eiga möguleika á að vinna góðan vinning. Þættirnir verða birtir vikulega, ávallt á þriðjudögum, og á miðvikudögum verður opinberað hver leynigesturinn er.

Í þessum fyrsta þætti tekur leynigesturinn lagið Sailing með Rod Stewart á meðan hann flakkar um bæinn með Heimi, Lilju og Ómari.

Klippa: Bítið í bílnum - hver er undir fyrsta pokanum?

Vilt þú giska og eiga kost á verðlaunum? Hver er undir pokanum? Horfðu á brotið hér fyrir ofan og taktu síðan þátt í leiknum á Facebook-síðu Bylgjunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.