Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2025 07:31 Troy Parrott var skiljanlega mjög svekktur eftir að hafa klúðrað víti sem hefði tryggt AZ Alkmaar stig á móti FC Twente. Getty/ANP Troy Parrott skoraði öll fimm mörkin í sigrunum tveimur þegar lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu tryggðu sér sæti í HM-umspilinu. Hann var engin hetja í hollenska boltanum um helgina heldur þvert á móti. Parrott var að spila með AZ Alkmaar og gat tryggt liði sínu stig undir lok leiksins. Þegar Twente leiddi í uppbótartíma steig Parrott fram til að taka vítaspyrnu sem hefði tryggt liði hans 1-1 jafntefli. Írinn reyndi Panenka-vítaspyrnu en mistókst hrapallega og sendi boltann hátt yfir þverslána, leikmönnum Twente til mikillar gleði sem gerðu óspart grín að honum fyrir það sem þeir töldu vera hroka. Stjóri hans var heldur ekki mildur í dómum og gagnrýndi val hans á vítaspyrnutækni. Það má sjá vítið hér fyrir neðan. A moment to forget for Troy Parrott 🫣The Irish striker attempted a panenka penalty in the 99th minute as AZ Alkmaar chased an equaliser against FC Twente... pic.twitter.com/Lr2FL2CxiU— Sky Sports Football (@SkyFootball) December 1, 2025 „Þetta var léleg afgreiðsla. Ef hann hefði vippað boltanum þarna og skorað, hefði hann staðið sig vel,“ sagði knattspyrnustjórinn Maarten Martens eftir leikinn. „Troy tók ábyrgð; hann lagði allt í sölurnar í dag en kláraði ekki vel. Hann hefur þegar tekið ábyrgð á því gagnvart restinni af liðinu,“ sagði Martens. „Hann tók ábyrgð á stigatapinu, og réttilega. Hann getur gert mun betur en þetta, hann gerir sér grein fyrir því sjálfur. Þetta var ekki nógu gott í dag. Hann er samt framherji og hann er skapandi. Við munum örugglega ræða þetta,“ sagði Martens. Parrott setti höfuðið í hendurnar strax eftir klúðrið og var sýnilega vonsvikinn þegar leiknum lauk. Þessi 23 ára gamli leikmaður skoraði úr vítaspyrnu fyrir Írland gegn Ungverjalandi í Búdapest áður en hann skoraði þrennu í hinum fræga 3-2 sigri í undankeppni HM í síðasta mánuði, en árangur hans af vítapunktinum með Alkmaar er ekki glæsilegur. Hann er núna búinn að klúðra þremur vítaspyrnum í röð fyrir félagslið sitt, og þótt hann hafi skorað 19 mörk samtals á tímabilinu fyrir félagslið og landslið, hefur hann aðeins skorað einu sinni í síðustu sex leikjum sínum fyrir AZ. Performances don't get better than Troy Parrott's vs Hungary 👏🇮🇪#EQPOTR | @CarlsbergGroup pic.twitter.com/BGZOkKUUdp— UEFA EURO (@UEFAEURO) November 20, 2025 Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Hollenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
Parrott var að spila með AZ Alkmaar og gat tryggt liði sínu stig undir lok leiksins. Þegar Twente leiddi í uppbótartíma steig Parrott fram til að taka vítaspyrnu sem hefði tryggt liði hans 1-1 jafntefli. Írinn reyndi Panenka-vítaspyrnu en mistókst hrapallega og sendi boltann hátt yfir þverslána, leikmönnum Twente til mikillar gleði sem gerðu óspart grín að honum fyrir það sem þeir töldu vera hroka. Stjóri hans var heldur ekki mildur í dómum og gagnrýndi val hans á vítaspyrnutækni. Það má sjá vítið hér fyrir neðan. A moment to forget for Troy Parrott 🫣The Irish striker attempted a panenka penalty in the 99th minute as AZ Alkmaar chased an equaliser against FC Twente... pic.twitter.com/Lr2FL2CxiU— Sky Sports Football (@SkyFootball) December 1, 2025 „Þetta var léleg afgreiðsla. Ef hann hefði vippað boltanum þarna og skorað, hefði hann staðið sig vel,“ sagði knattspyrnustjórinn Maarten Martens eftir leikinn. „Troy tók ábyrgð; hann lagði allt í sölurnar í dag en kláraði ekki vel. Hann hefur þegar tekið ábyrgð á því gagnvart restinni af liðinu,“ sagði Martens. „Hann tók ábyrgð á stigatapinu, og réttilega. Hann getur gert mun betur en þetta, hann gerir sér grein fyrir því sjálfur. Þetta var ekki nógu gott í dag. Hann er samt framherji og hann er skapandi. Við munum örugglega ræða þetta,“ sagði Martens. Parrott setti höfuðið í hendurnar strax eftir klúðrið og var sýnilega vonsvikinn þegar leiknum lauk. Þessi 23 ára gamli leikmaður skoraði úr vítaspyrnu fyrir Írland gegn Ungverjalandi í Búdapest áður en hann skoraði þrennu í hinum fræga 3-2 sigri í undankeppni HM í síðasta mánuði, en árangur hans af vítapunktinum með Alkmaar er ekki glæsilegur. Hann er núna búinn að klúðra þremur vítaspyrnum í röð fyrir félagslið sitt, og þótt hann hafi skorað 19 mörk samtals á tímabilinu fyrir félagslið og landslið, hefur hann aðeins skorað einu sinni í síðustu sex leikjum sínum fyrir AZ. Performances don't get better than Troy Parrott's vs Hungary 👏🇮🇪#EQPOTR | @CarlsbergGroup pic.twitter.com/BGZOkKUUdp— UEFA EURO (@UEFAEURO) November 20, 2025
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Hollenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira