Innlent

Fjár­lögin tekið miklum breytingum fyrir aðra um­ræðu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum segjum við frá alvarlegu bílslysi sem varð á Suðurstrandarvegi í morgun. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins en um bílveltu var að ræða þar sem báðir um borð köstuðust út. Hvorugur var í bílbelti. 

Þá fjöllum við um fjárlögin sem nú eru á leið í aðra umræðu á Alþingi. Þau hafa tekið nokkuð miklum breytingum í meðförum fjárlaganefndar. Við heyrum í fulltrúum meirihluta og minnihluta í nefndinni. 

Þá heyrum við í heilbrigðisráðherra sem vinnur nú að aðgerðaráætlun til að sporna við offitu hér á landi sem virðist færast í aukana samkvæmt nýrri skýrslu.

Í sportinu verður svo hitað upp fyrir næsta leik á HM í handbolta kvenna þar sem Ísland mætir Svartfjallalandi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×