Innlent

Hand­teknir við að sýsla með þýfi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Það var fremur rólegt á vaktinni í nótt.
Það var fremur rólegt á vaktinni í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst beiðni um aðstoð í gærkvöldi eða nótt þar sem greint var frá því að einstaklingar væru að sýsla með þýfi í íbúð í fjölbýlishúsi. Tveir voru handteknir á vettvangi og vistaðir í fangageymslum, grunaðir um þjófnað.

Frá þessu er greint í yfirliti lögreglunnar yfir verkefni næturinnar. Svo virðist sem rólegt hafi verið á vaktinni en 33 mál voru bókuð í kerfi lögreglu.

Lögregla var einnig kölluð til vegna bifreiðar sem hafði verið skilin eftir á stofnbraut, mikið skemmd. Einstaklingur sem talinn er ökumaður bifreiðarinnar var handtekinn skömmu síðar, ofurölvaður. Var hann vistaður í fangaklefa.

Eitt úkall barst vegna þjófnaðar í verslun en málið var leyst á vettvangi. Þá var einn stöðvaður í umferðinni grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna en sá reyndist einnig hafa verið sviptur ökuréttindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×