Enski boltinn

Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum

Sindri Sverrisson skrifar
Erling Haaland fagnar eftir sigurinn gegn Fulham, þar sem hundraðasta mark hans í ensku úrvalsdeildinni kom.
Erling Haaland fagnar eftir sigurinn gegn Fulham, þar sem hundraðasta mark hans í ensku úrvalsdeildinni kom. Getty/Jacques Feeney

Þrátt fyrir að vera bara 25 ára, og á sinni fjórðu leiktíð með Manchester City, er norska undrið Erling Haaland nú með 100 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Öll mörkin hans má nú sjá á Vísi.

Ferðalag Haalands að hundraðasta markinu má sjá hér að neðan og neðar í greininni eru öll hundrað mörkin á aðeins hundrað sekúndum.

Það segir sitt um metnað Haalands hvernig hann svaraði fyrir sig í gærkvöld, eftir að hafa skorað hundraðasta markið og lagt upp tvö í 5-4 sigri City á Fulham í Lundúnum.

Ég er stoltur og ánægður með að ná 100 mörkum í úrvalsdeildinni. En þegar maður er framherji City þá ætti maður að ná frábærum tölum. Það er mitt starf,“ sagði Haaland.

„Fólk ætti að gagnrýna mig ef ég skora ekki, það er vanalega það sem fólk gerir svo að þegar allt kemur til alls þá ætti ég að skila af mér mörkum,“ sagði Haaland.

Hér að neðan má sjá öll hundrað mörk hans á hundrað sekúndum.

Haaland er sá fljótasti í sögunni til að ná hundrað mörkum í ensku úrvalsdeildinni en það gerði hann í 111 leikjum. Alan Shearer átti metið en hann komst í hundrað í 124 leikjum og Harry Kane þurfti svo 141 leik.

Alls hafa 35 leikmenn skorað hundrað mörk í úrvalsdeildinni og var Son Heung-min síðastur á undan Haaland til að ná áfanganum, í apríl 2023.

Shearer er enn langmarkahæstur í sögu úrvalsdeildarinnar með 260 mörk. Kane er næstur með 213 og Wayne Rooney er sá þriðji sem náði yfir 200 mörk, með 208 talsins. Mohamed Salah nálgast þessa menn og er með 190 mörk.

Enski boltinn heldur áfram að rúlla í dag þar sem sex leikir eru á dagskrá í kvöld. Allir verða í beinni á Sýn Sport.

Miðvikudagur 3. desember

  • 19:15 Doc Zone - allir leikirnir í beinni samtímis (Sýn Sport)
  • 19:30 Arsenal - Brentford (Sýn Sport 3)
  • 19:30 Brighton - Aston Villa (Sýn Sport 5)
  • 19:30 Burnley - Crystal Palace (Sýn Sport 6)
  • 19:30 Wolves - Nottingham Forest (Sýn Sport Ísland 3)
  • 20:15 Leeds - Chelsea (Sýn Sport 4)
  • 20:15 Liverpool - Sunderland (Sýn Sport 2)

Fimmtudagur 4. desember

  • 20:00 Manchester United - Everton (Sýn Sport)
  • 22:10 Big Ben (Sýn Sport)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×