Enski boltinn

„Ég missti hárið“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Guardiola fór í gegnum tilfinningarússibana í gær.
Guardiola fór í gegnum tilfinningarússibana í gær. Alex Pantling/Getty Images

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var léttur á blaðamannafundi eftir nauman 5-4 sigur liðsins á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Honum stóð ekki á sama þegar Fulham minnkaði muninn úr 5-1 stöðu City og sótti fast að jöfnunarmarki á lokakafla leiksins.

„Nutuð þið ykkar yfir þessu?“ spurði Guardiola léttur er hann gekk inn á blaðamannafund eftir leik gærkvöldsins og var þá spurður sömu spurningar á móti.

„Ég? Ég missti hárið! Guð minn góður,“ sagði sköllóttur Guardiola og uppskar mikinn hlátur blaðamanna á fundinum.

„Þetta er enska úrvalsdeildin. Í öðrum deildum hefði verið hægt að stýra þessu betur. Ég veit þið munuð spyrja: Hvað gerðist? Þetta er enska úrvalsdeildin, það voru miklar tilfinningar í þessu,“

„Vörnin var slök í öllum mörkunum sem við fengum á okkur og við þurftum að verjast neðarlega þegar þeir gáfu svona mikið fyrir. En það var margt frábært í okkar leik,“ sagði Guardiola.

Þrír leikir voru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í gær en umferðin heldur áfram í kvöld með sex leikjum. Allir verða í beinni á rásum Sýnar Sport og öllum verður fylgt eftir samtímis í Doc Zone klukkan 19:15 á Sýn Sport.

Dagskrá vikunnar má sjá að neðan.

Miðvikudagur 3. desember

  • 19:15 Doc Zone - allir leikirnir í beinni samtímis (Sýn Sport)
  • 19:30 Arsenal - Brentford (Sýn Sport 3)
  • 19:30 Brighton - Aston Villa (Sýn Sport 5)
  • 19:30 Burnley - Crystal Palace (Sýn Sport 6)
  • 19:30 Wolves - Nottingham Forest (Sýn Sport Ísland 3)
  • 20:15 Leeds - Chelsea (Sýn Sport 4)
  • 20:15 Liverpool - Sunderland (Sýn Sport 2)

Fimmtudagur 4. desember

  • 20:00 Manchester United - Everton (Sýn Sport)
  • 22:10 Big Ben (Sýn Sport)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×