Innlent

Fljótagöng í for­gang og Seðla­banki endurmetur greiðslu­byrði

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja samgönguáætlun sem kynnt var nú fyrir hádegið.

Við ræðum við innviðaráðherra um nýju áætlunina en hún er töluvert breytt frá fyrri áætlun. Nú er stefnt að því að næstu jarðgöng hér á landi verði Fljótagöng og göngin undir Fjarðarheiði sem áður voru í forgangi hafa verið færð mun aftar á merina.

Við fáum einnig viðbrögð að austan við þessum tíðindum. 

Einnig fjöllum við um yfirlýsingu Fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans frá því í morgun þar sem gerðar voru breytingar á greiðslubyrði til þess að bregðast við útspili margra verktakafyrirtækja sem bjóða nú upp á eigin fasteignalán.

Einnig segjum við frá nýju samstarfsverkefni lögreglu, fangelsismálayfirvalda, félagasamtaka og sveitarfélaga hvað varðar stuðning við fanga.

Í sportpakkanum er þa svo ósigur Íslands gegn Svartfjallalandi í gær á HM í handbolta sem verður til umfjöllunar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×