Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2025 13:30 Robert Lewandowski trúði vart eigin augum eftir vítaspyrnu sína í gærkvöld. Getty/Javier Borrego Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski, einn mesti markaskorari fótboltasögunnar, varð að athlægi með vítaspyrnu sinni fyrir Barcelona í stórleiknum gegn Atlético Madrid í gærkvöld. Lewandowski tók víti í stöðunni 1-1 sem spænski miðillinn AS kallaði „eitt versta víti í sögu La Liga“ og Marca sagði það sömuleiðis eitt versta víti á löngum og afar farsælum ferli þessa 37 ára Pólverja. Vítið má sjá hér að neðan auk annarra helstu atvika úr leiknum. Sem betur fer fyrir Lewandowski þá endaði Barcelona á að vinna leikinn 3-1. Þjálfaranum Hansi Flick var bersýnilega ekki skemmt þegar vítaspyrna Pólverjans fór hátt, hátt yfir markið, en var sjálfsagt létt þegar stigin þrjú voru komin í hús eftir mörk frá Raphinha, Dani Olmo og Ferran Torres. Þar með er Barcelona fjórum stigum á undan Real Madrid á toppnum en Real á leik til góða í kvöld. Börsungar eru auk þess sex stigum á undan Atlético sem situr nú í fjórða sæti. Netverjar nýttu tækifærið til að gera stólpagrín að Lewandowski í gær, samkvæmt frétt Daily Mail, þar sem einn skrifaði til að mynda: „Hann sendi boltann til bræðra sinna í Póllandi“ og annar skrifaði „Ég held að þeir verði að byggja stærri leikvang svo að boltinn fari ekki út fyrir leikvanginn næst“. Barcelona spilar næst gegn Real Betis á laugardaginn og á svo leik við Frankfurt í Meistaradeild Evrópu næsta þriðjudag. Spænski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Sjá meira
Lewandowski tók víti í stöðunni 1-1 sem spænski miðillinn AS kallaði „eitt versta víti í sögu La Liga“ og Marca sagði það sömuleiðis eitt versta víti á löngum og afar farsælum ferli þessa 37 ára Pólverja. Vítið má sjá hér að neðan auk annarra helstu atvika úr leiknum. Sem betur fer fyrir Lewandowski þá endaði Barcelona á að vinna leikinn 3-1. Þjálfaranum Hansi Flick var bersýnilega ekki skemmt þegar vítaspyrna Pólverjans fór hátt, hátt yfir markið, en var sjálfsagt létt þegar stigin þrjú voru komin í hús eftir mörk frá Raphinha, Dani Olmo og Ferran Torres. Þar með er Barcelona fjórum stigum á undan Real Madrid á toppnum en Real á leik til góða í kvöld. Börsungar eru auk þess sex stigum á undan Atlético sem situr nú í fjórða sæti. Netverjar nýttu tækifærið til að gera stólpagrín að Lewandowski í gær, samkvæmt frétt Daily Mail, þar sem einn skrifaði til að mynda: „Hann sendi boltann til bræðra sinna í Póllandi“ og annar skrifaði „Ég held að þeir verði að byggja stærri leikvang svo að boltinn fari ekki út fyrir leikvanginn næst“. Barcelona spilar næst gegn Real Betis á laugardaginn og á svo leik við Frankfurt í Meistaradeild Evrópu næsta þriðjudag.
Spænski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Sjá meira