„Okkur sjálfum að kenna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2025 22:28 Diogo Dalot fagnar marki sínu fyrir Manchester United í kvöld. Getty/ Ash Donelon Diogo Dalot hélt að hann væri búinn að tryggja Manchester United sigurinn þegar hann var tekinn af velli en þurfti síðan að horfa upp á West Ham jafna metin á lokamínútum leiksins. United missti af tækifærinu að komast upp í fimmta sæti deildarinnar. „Vonsvikinn. Þegar við erum 1-0 yfir og 30 mínútur eftir, þá finnst mér að við verðum að stjórna leiknum miklu betur. Sérstaklega á Old Trafford. Við megum ekki verða jafn óöruggir og við urðum eftir markið. Við vorum kannski aðeins kærulausari með boltann,“ sagði Diogo Dalot, markaskorari Manchester United, í samtali við Sky Sport. Við vorum með leikinn í höndunum „Auðvitað vonsvikinn með jafnteflið. Við vorum með leikinn í höndunum,“ sagði Dalot. „Þetta er lausnin sem við þurfum að finna. Það getur verið margt. Þetta ætti ekki að vera svona því maður er að berjast í sextíu mínútur til að skora mark og þegar það gerist ætti maður að halda áfram að gera það sama, stjórna enn betur, vera lengur með boltann svo við getum verið ráðandi. Sérstaklega spilið sem leiðir að hornspyrnunni sem við fengum á okkur – það er svona spil sem við þurfum að forðast, sérstaklega gegn liðum sem eru góð í skyndisóknum,“ sagði Dalot. „Og við vissum í dag að þeir myndu leita að skyndisóknum og föstum leikatriðum og því miður gátum við ekki haldið út en á endanum verðum við að líta í eigin barm. Mér finnst þetta frekar vera okkur sjálfum að kenna en West Ham að þakka,“ sagði Dalot. Myndi skipta því út fyrir stigin þrjú án þess að hugsa mig um Um fyrsta mark sitt í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford: „Þetta er frábær tilfinning. Alltaf þegar maður fær tækifæri til að skora fyrir svona félag er það magnað. Sérstaklega fyrir framan Stretford End. En á endanum er bragðið ekki það sama, ég myndi skipta því út fyrir stigin þrjú án þess að hugsa mig um. En ég er ánægður með að hjálpa liðinu á allan hátt, hvort sem það er með marki eða einhverju öðru,“ sagði Dalot. „En svona úrslit gefa manni eitthvað til að skoða. Við getum ekki verið að vinna á heimavelli með 30 mínútur eftir og ekki stjórnað leiknum,“ sagði Dalot. „Mér finnst þessi úrslit gríðarlega mikilvæg. Við erum á þeim tíma árs þar sem maður má ekki tapa of mörgum stigum, annars verður bilið upp í toppinn enn meira. Á þessu tímabili er bilið stutt, en það kemur að því að liðin byrja að dreifast og við viljum vera þar, við viljum vera í efstu fjórum, efstu fimm. Það er markmiðið, við verðum að vera þar. Í dag fengum við stórt tækifæri, ég held að þess vegna séu vonbrigðin enn meiri,“ sagði Dalot. Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Sjá meira
„Vonsvikinn. Þegar við erum 1-0 yfir og 30 mínútur eftir, þá finnst mér að við verðum að stjórna leiknum miklu betur. Sérstaklega á Old Trafford. Við megum ekki verða jafn óöruggir og við urðum eftir markið. Við vorum kannski aðeins kærulausari með boltann,“ sagði Diogo Dalot, markaskorari Manchester United, í samtali við Sky Sport. Við vorum með leikinn í höndunum „Auðvitað vonsvikinn með jafnteflið. Við vorum með leikinn í höndunum,“ sagði Dalot. „Þetta er lausnin sem við þurfum að finna. Það getur verið margt. Þetta ætti ekki að vera svona því maður er að berjast í sextíu mínútur til að skora mark og þegar það gerist ætti maður að halda áfram að gera það sama, stjórna enn betur, vera lengur með boltann svo við getum verið ráðandi. Sérstaklega spilið sem leiðir að hornspyrnunni sem við fengum á okkur – það er svona spil sem við þurfum að forðast, sérstaklega gegn liðum sem eru góð í skyndisóknum,“ sagði Dalot. „Og við vissum í dag að þeir myndu leita að skyndisóknum og föstum leikatriðum og því miður gátum við ekki haldið út en á endanum verðum við að líta í eigin barm. Mér finnst þetta frekar vera okkur sjálfum að kenna en West Ham að þakka,“ sagði Dalot. Myndi skipta því út fyrir stigin þrjú án þess að hugsa mig um Um fyrsta mark sitt í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford: „Þetta er frábær tilfinning. Alltaf þegar maður fær tækifæri til að skora fyrir svona félag er það magnað. Sérstaklega fyrir framan Stretford End. En á endanum er bragðið ekki það sama, ég myndi skipta því út fyrir stigin þrjú án þess að hugsa mig um. En ég er ánægður með að hjálpa liðinu á allan hátt, hvort sem það er með marki eða einhverju öðru,“ sagði Dalot. „En svona úrslit gefa manni eitthvað til að skoða. Við getum ekki verið að vinna á heimavelli með 30 mínútur eftir og ekki stjórnað leiknum,“ sagði Dalot. „Mér finnst þessi úrslit gríðarlega mikilvæg. Við erum á þeim tíma árs þar sem maður má ekki tapa of mörgum stigum, annars verður bilið upp í toppinn enn meira. Á þessu tímabili er bilið stutt, en það kemur að því að liðin byrja að dreifast og við viljum vera þar, við viljum vera í efstu fjórum, efstu fimm. Það er markmiðið, við verðum að vera þar. Í dag fengum við stórt tækifæri, ég held að þess vegna séu vonbrigðin enn meiri,“ sagði Dalot.
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Sjá meira