Lífið

Róandi skýjadansari er litur ársins 2026

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Skýjadansarinn er litur ársins 2026.
Skýjadansarinn er litur ársins 2026.

Litafyrirtækið Pantone hefur valið lit ársins 2026 en að þessu sinni varð hvítleiti liturinn PANTONE 11-4201 fyrir valinu. Sá heitir á ensku Cloud Dancer sem mætti þýða sem Skýjadansari.

Skýjadansarinn er litbrigði af hvítum (sem er reyndar oft sagt að sé ekki litur) eða gráum og er honum lýst af Pantone sem „bylgjóttum, jöfnum hvítum sem hefur verið fylltur friðsældartilfinningu“. 

Daufgrár eða dökkhvítur?

Forstjóri Pantone, Leatrice Eiseman, segir Skýjadansarann hafa róandi áhrif í „ofsafengnu samfélagi,“ hann tengist nýju upphafi og þrá fólks eftir því að byrja upp á nýtt.

Litafyrirtækið Pantone byrjaði með Pantone-litakóðunarkefnið á sjöunda áratugnum og hefur valið lit ársins árlega frá árinu 1999. Þegar kemur að valinu sigtar starfsfólk fyrirtækisins í gegnum núverendi menningarlandslag og reynir að spá fyrir um hvað muni bera hæst á næsta ári.

Fyrst er litafjölskylda valin og síðan ákveðið litbrigði en að sögn Laurie Pressman, aðstoðarforstjóra Pantone, þá skiptir nafn litarins lykilmáli. Þegar maður heyrir nafn litar fær maður strax ákveðna mynd upp í hugann.

Ross mætti í svakalegum kjól á Met Gala.

Skýjadansarinn hefur komið fyrir víða á síðustu mánuðum, þar má nefna í glæsilegum síðkjól sem tónlistarkonan Diana Ross mætti í á galakvöld Metropolitan safnsins. Sömuleiðis má sjá hann í klæðnaði tónlistarkonunnar Rosalíu á plötunni Lux sem hefur verið útnefnd plata ársins af mörgum

Rosalía í skýjadansaralitum.

Tengdar fréttir

Silkimjúkur kaffibrúnn er litur ársins 2025

Litafyrirtækið Pantone hefur tilkynnt um lit ársins 2025. Að þessu sinni varð PANTONE 17-1230 Mocha Mousse fyrir valinu. Líkt og nafnið gefur til kynna er liturinn kaffibrúnn, silkimjúkur og hlýr litatónn.

Ferskju­litaður hýjungur litur ársins

Pantone hefur nú tilkynnt um lit ársins 2024. Liturinn kallast á ensku Peach Fuzz þýðir hýjungur. Peach er ferskja og liturinn í þeim tón. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.