Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2025 17:01 Hinn átján ára gamli Lamine Yamal kyssir Barcelona-treyjuna í sigurleiknum á Real Betis um helgina. Getty/Eric Verhoeven Meðalaldur byrjunarliðs Barcelona í sigri á Real Betis í spænsku deildinni um helgina var undir 24 árum sem er mögnuð staðreynd fyrir lið sem situr í efsta sæti deildarinnar. Barcelona náði fjögurra stiga forystu á Real Madrid á toppnum með 5-3 sigri á Betis en Real missteig sig síðan í gærkvöldi þegar liðið gat minnkað það aftur niður í eitt stig. Byrjunarlið Börsunga vakti mikla athygli og fékk tölfræðinga til að gramsa í gögnunum sínum. „Sagt er að hæfileikar séu ekki háðir aldri og La Masia er besta dæmið um það. Ár eftir ár heldur unglingaakademía Börsunga áfram að ala af sér leikmenn sem skilja leikinn, keppa eins og gamalreyndir menn og taka ábyrgð án þess að það íþyngi þeim. Fjárfesting í ungum hæfileikum, ásamt uppöldum leikmönnum og hnökralausum viðbótum, hefur komið Barca í góða stöðu fyrir nútíðina og sérstaklega fyrir framtíðina,“ segir í frétt á heimasíðu Barcelona. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona (@fcbarcelona) Þar er síðan farið yfir tölfræði yfir aldur byrjunarliðsins. Byrjunarliðið var með 23,34 ára meðalaldur, sem gerir það að yngsta liði Barca í spænsku deildinni, La Liga, síðan 28. desember 1930, þegar Börsungar sigruðu Racing Santander með liði sem var með 23,09 ára meðalaldur. Þessi samanburður útilokar reyndar leikinn frá 9. september 1984 gegn Zaragoza, þegar unglingaliðsmenn spiluðu vegna verkfalls atvinnumanna. Meðalaldurinn var þá 20,69 ár og var þetta því einstakt tilfelli út af verkfallsaðgerðum aðalliðsmanna. Meðal þeirra sem fengu tækifæri í byrjunarliðinu var tvítugur Svíi, Roony Bardghji, og hann skoraði eitt af fimm mörkum liðsins. Hinn 25 ára gamli Ferran Torres skoraði þrennu og hinn átján ára gamli Lamine Yamal skoraði síðasta markið úr vítaspyrnu. Hið sögulega byrjunarlið Börsunga samanstóð af Joan Garcia (24 ára, 7 mánaða og 2 daga) í markinu; ungri vörn með Alejandro Balde (22 ára, 1 mánaðar og 18 daga), Pau Cubarsí (18 ára, 10 mánaða og 14 daga), Gerard Martín (23 ára, 9 mánaða og 10 daga) og Jules Kounde (27 ára og 24 daga); Roony Bardghi (20 ára og 21 dags), Eric Garcia (24 ára, 10 mánaða og 27 daga), Pedri (23 ára og 11 daga), Lamine Yamal (18 ára, 4 mánaða og 23 daga), Ferran Torres (25 ára, 9 mánaða og 7 daga) og Marcus Rashford (28 ára, 1 mánaðar og 6 daga). Spænski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Slot:„Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Sjá meira
Barcelona náði fjögurra stiga forystu á Real Madrid á toppnum með 5-3 sigri á Betis en Real missteig sig síðan í gærkvöldi þegar liðið gat minnkað það aftur niður í eitt stig. Byrjunarlið Börsunga vakti mikla athygli og fékk tölfræðinga til að gramsa í gögnunum sínum. „Sagt er að hæfileikar séu ekki háðir aldri og La Masia er besta dæmið um það. Ár eftir ár heldur unglingaakademía Börsunga áfram að ala af sér leikmenn sem skilja leikinn, keppa eins og gamalreyndir menn og taka ábyrgð án þess að það íþyngi þeim. Fjárfesting í ungum hæfileikum, ásamt uppöldum leikmönnum og hnökralausum viðbótum, hefur komið Barca í góða stöðu fyrir nútíðina og sérstaklega fyrir framtíðina,“ segir í frétt á heimasíðu Barcelona. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona (@fcbarcelona) Þar er síðan farið yfir tölfræði yfir aldur byrjunarliðsins. Byrjunarliðið var með 23,34 ára meðalaldur, sem gerir það að yngsta liði Barca í spænsku deildinni, La Liga, síðan 28. desember 1930, þegar Börsungar sigruðu Racing Santander með liði sem var með 23,09 ára meðalaldur. Þessi samanburður útilokar reyndar leikinn frá 9. september 1984 gegn Zaragoza, þegar unglingaliðsmenn spiluðu vegna verkfalls atvinnumanna. Meðalaldurinn var þá 20,69 ár og var þetta því einstakt tilfelli út af verkfallsaðgerðum aðalliðsmanna. Meðal þeirra sem fengu tækifæri í byrjunarliðinu var tvítugur Svíi, Roony Bardghji, og hann skoraði eitt af fimm mörkum liðsins. Hinn 25 ára gamli Ferran Torres skoraði þrennu og hinn átján ára gamli Lamine Yamal skoraði síðasta markið úr vítaspyrnu. Hið sögulega byrjunarlið Börsunga samanstóð af Joan Garcia (24 ára, 7 mánaða og 2 daga) í markinu; ungri vörn með Alejandro Balde (22 ára, 1 mánaðar og 18 daga), Pau Cubarsí (18 ára, 10 mánaða og 14 daga), Gerard Martín (23 ára, 9 mánaða og 10 daga) og Jules Kounde (27 ára og 24 daga); Roony Bardghi (20 ára og 21 dags), Eric Garcia (24 ára, 10 mánaða og 27 daga), Pedri (23 ára og 11 daga), Lamine Yamal (18 ára, 4 mánaða og 23 daga), Ferran Torres (25 ára, 9 mánaða og 7 daga) og Marcus Rashford (28 ára, 1 mánaðar og 6 daga).
Spænski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Slot:„Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Sjá meira