Sport

Búist við að Salah verði hent úr hóp

Aron Guðmundsson skrifar
Liverpool v Sunderland - Premier League LIVERPOOL, ENGLAND - DECEMBER 03: Mohamed Salah of Liverpool reacts whilst running with the ball during the Premier League match between Liverpool and Sunderland at Anfield on December 03, 2025 in Liverpool, England. (Photo by Justin Setterfield/Getty Images)
Liverpool v Sunderland - Premier League LIVERPOOL, ENGLAND - DECEMBER 03: Mohamed Salah of Liverpool reacts whilst running with the ball during the Premier League match between Liverpool and Sunderland at Anfield on December 03, 2025 in Liverpool, England. (Photo by Justin Setterfield/Getty Images)

Búist er við því að Mohamed Salah ferðist ekki með Liverpool yfir til Ítalíu í dag og verði ekki í hóp á morgun er liðið mætir Inter í Meistaradeildinni. 

Það er David Ornstein hjá The Athletic sem greinir frá þessu núna í hádeginu. 

Þar segir hann að lokaákvörðun í málinu liggi hjá Richard Hughes, yfirmanni knattspyrnumála hjá Liverpool. 

Viðtal sem Salah veitti eftir leik gegn Leeds United um helgina hefur valdið fjaðrafoki. Þar var Egyptinn ónotaður varamaður og sagðist vera gerður að blóraböggli fyrir slæmu gengi liðsins en Salah hefur verið á meðal varamanna Liverpool í síðustu tveimur leikjum. 

Enn fremur sagði Salah að samband sitt við þjálfarann Arne Slot væri brostið. 

Salah æfði með Liverpool núna í hádeginu áður en liðið flýgur yfir til Mílanó, ekki er þó búist við því að hann verði í þeirri vél. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×