Enski boltinn

Bestu mörkin í desem­ber 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Paul Scholes, Michael Essien og Matty Taylor skoruðu stórkostleg mörk í desember 2006.
Paul Scholes, Michael Essien og Matty Taylor skoruðu stórkostleg mörk í desember 2006. vísir/getty

Baráttan um mark mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni hefur oft verið hörð en sennilega aldrei jafn hörð og í desember 2006.

Stórkostleg mörk litu dagsins ljós í ensku úrvalsdeildinni í desember fyrir nítján árum.

Michael Essien skoraði til að mynda frægt mark í leik Chelsea og Arsenal á Stamford Bridge, Matty Taylor þrumaði boltanum í netið á lofti af löngu færi í viðureign Portsmouth og Everton og svo mætti áfram telja.

Þrír leikmenn Chelsea voru tilnefndir fyrir mark desember-mánaðar 2006; Essien, Didier Drogba og Frank Lampard. Mörk þeirra tveggja síðastnefndu komu bæði gegn Everton á Brúnni.

Sigurvegarinn var hins vegar Paul Scholes sem skoraði eftirminnilegt mark með skoti á lofti í slá og inn í sigri Manchester United á Aston Villa, 0-3, á Þorláksmessu.

Klippa: Ótrúleg markakeppni í desember 2006

Öll mörkin sem voru tilnefnd sem mark desember-mánaðar 2006 má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×