„Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. desember 2025 12:39 Strákarnir í HúbbaBúbba eru ekki bestu vinir Jóhanns Kristófers. Þeir telja hann vera með sig á heilanum. Er beef-ið komið aftur í tónlistarbransann? Svo virðist vera ef marka má skeytasendingar milli rapparans Jóhanns Kristófers Stefánssonar og popparans Eyþórs Arons Wöhler í Húbbabúbba. Jóhann sagði sveitina vera þá verstu í Íslandssögunni en Eyþór telur hinn 32 ára Jóhann vera með Húbbabúbba á heilanum. Eyþór Wöhler, sem er í HúbbaBúbba með Kristali Mána Ingasyni, deildi á Instagram-hringrás sinni mynd af textabroti úr laginu „YAP“ þar sem Jóhann Kristófer undir listamannsnafni sínu Joey Christ rappar: „Hún vill G, engan fótboltgæja“. Við myndina skrifar Eyþór „Takk fyrir frítt húsnæði síðan í feb“. Merkingin með fríu húsnæði er vísun í hugtakið „living rent-free“ í skilningum að maður búi ókeypis í huga einhvers því hann hugsar svo mikið um mann. Hvers vegna febrúar er ekki alveg ljóst, umsjónarmaður síðunnar Isl texti vill meina að það tengist útgáfu lagsins „Sjúk“ þar sem Jóhann rappaði: „Hvort ætlarðu að hlusta á mig eða þá, áratug í leiknum eða poppin’ í smá“. Myndirnar sem þeir félagar birtu á miðlunum á mánudag. Jóhann Kristófer svaraði hringrásinni skömmu síðar á Instagram og birti þar mynd af Spotify-síðu Húbba búbba og skrifaði við hana: „Er þetta versta hljómsveit Íslandssögunnar? 🤣🤣🤣“ Á myndinni var hann sjálfur að spila lagið „U Not Like Me“ með 50 Cent en merking þess segir sig nokkuð sjálf. Tónlistin kalli fram líkamleg viðbrgöð Það fyrsta sem maður hugsar er auðvitað að hér séu samantekin ráð um að skálda beef til að skapa umtal og vekja athygli fólks í blóðugri baráttunni á jólatónleikamarkaði. Húbbabúbba verða með tónleikana „HúbbaBúbba: Hinsti dansinn“ í Austurbæ 19. des og degi síðar, 20. des, stígur Jóhann Kristófer á stokk í sama húsi með „The Joey Christ Show“. Blaðamaður hafði samband við mann með innanbúðarþekkingu til að athuga hvort hér væru samantekin ráð. Heimildarmaðurinn hafði ekki heyrt af því að um skipulagðar deilur væri að ræða. Því til stuðnings benti hann á að saga Húbba Búbba og Jóhanns Kristófers teygði sig lengra aftur. Tónleikar þeirra félaga verða á sama stað helgina 19. til 20. desember. Fyrir síðustu kosningar sagði Jóhann á Instagram að hann myndi kjósa þann flokk sem myndi banna fótboltastrákum að gera tónlist. Jóhann hefði síðan haldið óbeinum skeytasendingum áfram í textum sínum og viðtölum. Blaðamaður ákvað því að heyra í Jóhanni til að forvitnast um málið. Eru menn í illdeilum eða er þetta bara spaug? „Þú veist, það er oft þunnt þarna á milli,“ sagði Jóhann Kristófer. Jóhann Kristófer braust fram á sjónarsviðið fyrir um tíu árum síðan og hefur auðgað menningarlífið með tónlist sinni, sjónvarpsþáttum og leikverkum. Þú ert ekki mjög hrifinn af þeim? „Nei, ekkert sérstaklega hrifinn,“ sagði hann. Eyþór vildi meina að þú værir með þá á heilanum, er eitthvað til í því? „Nei, ég hugsa ekki mikið um þá. Það kemur fyrir að ég heyri tónlistina og þá kallar hún fram sterk líkamleg viðbrögð.“ Þannig það er ekki von á samstarfi? „Ég tel það ólíklegt,“ sagði hann að lokum. „Það seldist engin plata, svo hann neyðist til að hata“ Blaðamaður ætlaði að reyna að ná í skottið á Eyþóri Wöhler í gær en hann var vant við látinn þar til síðdegis svo það símtal þurfti að bíða til dagsins í dag. Seint í gærkvöldi birti Eyþór svo myndband á Tiktok þar sem hann hafði samið lag til Jóhanns titlað: „Lag til 32 ára karlmanns sem er með mig á heilanum.“ Í myndbandinu syngur Eyþór og slær takt á gítarinn meðan gítarleikari spilar undir. Textinn hljóðar svo: Rosa týpa út á við/samdi ekki gott lag en reynir/já þessar vinsældir virðast ekki vera vinonur allra. Var ekki að reyna að angra neinn/á ekki heima í 101/svo fyrirgefðu mér ef það gengur vel og er gaman. Hann vill vera stór stór stór stór strákur/það seldist enginn plata/svo hann neyðist til að hata/rosa sniðugur, aldrei bókaður, ég skal taka þig með mér næst/rosa sniðugur, aldrei bókaður, ég skal taka þig með mér næst... Joey Christ. Um 12 þúsund manns hafa þegar horft á myndbandið og það fengið þúsund læk. Sagði Eyþór að fengi það fimm þúsund læk þá myndi sveitin gefa það út. Pirrandi að sjá fótboltagutta verða vinsælari „Mér líður eins og hann sé með okkur á heilanum, allt frá því að hann kom fram í vídjói í febrúar síðastliðnum þar sem hann skaut óbeint á okkur og ætlaði að taka sig saman og pakka þessu saman, það er að segja tónlistarsenunni. Það hefur mistekist, að mínu viti,“ sagði Eyþór um Jóhann þegar blaðamaður hafði samband í morgun. Þar að auki hefði Jóhann haldið áfram að skjóta á Húbbabúbba í lögum sínum og því hefði Eyþór fundið sig knúinn til að svara honum á TikTok. @eythorwohler @joey christ ♬ original sound - eythorwohler „Það er örugglega pirrandi fyrir Jóa að vera tíu ár í leiknum og svo koma einhverjir fótboltaguttar sem eru búnir að vera í tónlist í nokkra mánuði, gera þetta smá eins og „side-job“ og verða vinsælli, meðan aðrir taka þessu alvarlegar og fara flóknari leiðina að þessu,“ sagði Eyþór um það sem skýrði mögulega pirring Jóhanns í þeirra garð. Eyþór Wöhler og Kristall Máni fengu mæður sínar til liðs við sig á plötuumslagi jólaplötu HúbbaBúbba. Hann vildi meina að þið væruð versta hljómsveit Íslandssögunnar. „Færði hann einhver rök fyrir því?“ spurði Eyþór. Nei, hann rökstuddi það ekkert frekar en sagði tónlistina ykkar kalla fram líkamleg viðbrögð. „Það endurspeglar greinilega ekki mat þjóðarinnar, sýnist mér. Hann segir: „Tölurnar tala,“ en mér sýnist tölurnar ekki tala hjá honum allavega miðað við allar Spotify-tölur. Það er allavega það sem ég rýni í, það eru gögnin,“ sagði Eyþór. Að lokum minntist Eyþór á nýlegt viðtal þar sem Jóhann hefði haft áhyggjur af því að fótboltakrakkar væru að fara yfir í tónlist og var með svar við því: „Mig langaði bara að bjóða honum á æfingu hjá Fylki í mínus tíu gráðum klukkan 16:30 á morgun. Sjáum hvort hann lifi það af.“ Tónlist Samfélagsmiðlar Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira
Eyþór Wöhler, sem er í HúbbaBúbba með Kristali Mána Ingasyni, deildi á Instagram-hringrás sinni mynd af textabroti úr laginu „YAP“ þar sem Jóhann Kristófer undir listamannsnafni sínu Joey Christ rappar: „Hún vill G, engan fótboltgæja“. Við myndina skrifar Eyþór „Takk fyrir frítt húsnæði síðan í feb“. Merkingin með fríu húsnæði er vísun í hugtakið „living rent-free“ í skilningum að maður búi ókeypis í huga einhvers því hann hugsar svo mikið um mann. Hvers vegna febrúar er ekki alveg ljóst, umsjónarmaður síðunnar Isl texti vill meina að það tengist útgáfu lagsins „Sjúk“ þar sem Jóhann rappaði: „Hvort ætlarðu að hlusta á mig eða þá, áratug í leiknum eða poppin’ í smá“. Myndirnar sem þeir félagar birtu á miðlunum á mánudag. Jóhann Kristófer svaraði hringrásinni skömmu síðar á Instagram og birti þar mynd af Spotify-síðu Húbba búbba og skrifaði við hana: „Er þetta versta hljómsveit Íslandssögunnar? 🤣🤣🤣“ Á myndinni var hann sjálfur að spila lagið „U Not Like Me“ með 50 Cent en merking þess segir sig nokkuð sjálf. Tónlistin kalli fram líkamleg viðbrgöð Það fyrsta sem maður hugsar er auðvitað að hér séu samantekin ráð um að skálda beef til að skapa umtal og vekja athygli fólks í blóðugri baráttunni á jólatónleikamarkaði. Húbbabúbba verða með tónleikana „HúbbaBúbba: Hinsti dansinn“ í Austurbæ 19. des og degi síðar, 20. des, stígur Jóhann Kristófer á stokk í sama húsi með „The Joey Christ Show“. Blaðamaður hafði samband við mann með innanbúðarþekkingu til að athuga hvort hér væru samantekin ráð. Heimildarmaðurinn hafði ekki heyrt af því að um skipulagðar deilur væri að ræða. Því til stuðnings benti hann á að saga Húbba Búbba og Jóhanns Kristófers teygði sig lengra aftur. Tónleikar þeirra félaga verða á sama stað helgina 19. til 20. desember. Fyrir síðustu kosningar sagði Jóhann á Instagram að hann myndi kjósa þann flokk sem myndi banna fótboltastrákum að gera tónlist. Jóhann hefði síðan haldið óbeinum skeytasendingum áfram í textum sínum og viðtölum. Blaðamaður ákvað því að heyra í Jóhanni til að forvitnast um málið. Eru menn í illdeilum eða er þetta bara spaug? „Þú veist, það er oft þunnt þarna á milli,“ sagði Jóhann Kristófer. Jóhann Kristófer braust fram á sjónarsviðið fyrir um tíu árum síðan og hefur auðgað menningarlífið með tónlist sinni, sjónvarpsþáttum og leikverkum. Þú ert ekki mjög hrifinn af þeim? „Nei, ekkert sérstaklega hrifinn,“ sagði hann. Eyþór vildi meina að þú værir með þá á heilanum, er eitthvað til í því? „Nei, ég hugsa ekki mikið um þá. Það kemur fyrir að ég heyri tónlistina og þá kallar hún fram sterk líkamleg viðbrögð.“ Þannig það er ekki von á samstarfi? „Ég tel það ólíklegt,“ sagði hann að lokum. „Það seldist engin plata, svo hann neyðist til að hata“ Blaðamaður ætlaði að reyna að ná í skottið á Eyþóri Wöhler í gær en hann var vant við látinn þar til síðdegis svo það símtal þurfti að bíða til dagsins í dag. Seint í gærkvöldi birti Eyþór svo myndband á Tiktok þar sem hann hafði samið lag til Jóhanns titlað: „Lag til 32 ára karlmanns sem er með mig á heilanum.“ Í myndbandinu syngur Eyþór og slær takt á gítarinn meðan gítarleikari spilar undir. Textinn hljóðar svo: Rosa týpa út á við/samdi ekki gott lag en reynir/já þessar vinsældir virðast ekki vera vinonur allra. Var ekki að reyna að angra neinn/á ekki heima í 101/svo fyrirgefðu mér ef það gengur vel og er gaman. Hann vill vera stór stór stór stór strákur/það seldist enginn plata/svo hann neyðist til að hata/rosa sniðugur, aldrei bókaður, ég skal taka þig með mér næst/rosa sniðugur, aldrei bókaður, ég skal taka þig með mér næst... Joey Christ. Um 12 þúsund manns hafa þegar horft á myndbandið og það fengið þúsund læk. Sagði Eyþór að fengi það fimm þúsund læk þá myndi sveitin gefa það út. Pirrandi að sjá fótboltagutta verða vinsælari „Mér líður eins og hann sé með okkur á heilanum, allt frá því að hann kom fram í vídjói í febrúar síðastliðnum þar sem hann skaut óbeint á okkur og ætlaði að taka sig saman og pakka þessu saman, það er að segja tónlistarsenunni. Það hefur mistekist, að mínu viti,“ sagði Eyþór um Jóhann þegar blaðamaður hafði samband í morgun. Þar að auki hefði Jóhann haldið áfram að skjóta á Húbbabúbba í lögum sínum og því hefði Eyþór fundið sig knúinn til að svara honum á TikTok. @eythorwohler @joey christ ♬ original sound - eythorwohler „Það er örugglega pirrandi fyrir Jóa að vera tíu ár í leiknum og svo koma einhverjir fótboltaguttar sem eru búnir að vera í tónlist í nokkra mánuði, gera þetta smá eins og „side-job“ og verða vinsælli, meðan aðrir taka þessu alvarlegar og fara flóknari leiðina að þessu,“ sagði Eyþór um það sem skýrði mögulega pirring Jóhanns í þeirra garð. Eyþór Wöhler og Kristall Máni fengu mæður sínar til liðs við sig á plötuumslagi jólaplötu HúbbaBúbba. Hann vildi meina að þið væruð versta hljómsveit Íslandssögunnar. „Færði hann einhver rök fyrir því?“ spurði Eyþór. Nei, hann rökstuddi það ekkert frekar en sagði tónlistina ykkar kalla fram líkamleg viðbrögð. „Það endurspeglar greinilega ekki mat þjóðarinnar, sýnist mér. Hann segir: „Tölurnar tala,“ en mér sýnist tölurnar ekki tala hjá honum allavega miðað við allar Spotify-tölur. Það er allavega það sem ég rýni í, það eru gögnin,“ sagði Eyþór. Að lokum minntist Eyþór á nýlegt viðtal þar sem Jóhann hefði haft áhyggjur af því að fótboltakrakkar væru að fara yfir í tónlist og var með svar við því: „Mig langaði bara að bjóða honum á æfingu hjá Fylki í mínus tíu gráðum klukkan 16:30 á morgun. Sjáum hvort hann lifi það af.“
Rosa týpa út á við/samdi ekki gott lag en reynir/já þessar vinsældir virðast ekki vera vinonur allra. Var ekki að reyna að angra neinn/á ekki heima í 101/svo fyrirgefðu mér ef það gengur vel og er gaman. Hann vill vera stór stór stór stór strákur/það seldist enginn plata/svo hann neyðist til að hata/rosa sniðugur, aldrei bókaður, ég skal taka þig með mér næst/rosa sniðugur, aldrei bókaður, ég skal taka þig með mér næst... Joey Christ.
Tónlist Samfélagsmiðlar Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira