Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. desember 2025 07:01 Það eru alls kyns skýringar á því hvers vegna mörgum líður illa á aðventunni og í aðdraganda jóla. Sumum finnst stressið og álagið verða of mikið á meðan sumir upplifa sig utangátta og enn aðrir eru að drepast úr áhyggjum af peningum. Vísir/Getty Sem betur fer er fólk farið að opna sig meira um það í dag, hvernig jólastressið hjá sumum hleypur einfaldlega upp í það að verða að kvíða og vanlíðan. Áhyggjur af því að ná ekki að gera allt sem gera þarf Áhyggjur af því að eiga ekki nægan pening fyrir gjöfum og öðru Líða eins og það þurfi að sjá um allt meira og minna ein/einn Og svo framvegis. Þessi jólakvíði er svo sannarlega ekkert einsdæmi eða sjaldgæfur. Þvert á móti, er nokkuð stór hópur af fólki sem upplifir jólakvíða og stress umfram það sem gott er eða heilbrigt. Fyrir vikið verður aðventan okkar ekki eins ánægjuleg og hún annars gæti verið. Í grein bresku geðheilbrigðisamtakanna Mind UK segir að margir upplifa hátíðirnar sem erfiðan tíma. Ekki aðeins vegna álags eða kvíða sem við getum tengt við dæmin hér að ofan, heldur líður sumum svolítið utangátta. Svona eins og öllum öðrum en þeim finnist aðventan og jólin æðisleg. Allir aðrir séu að gera eitthvað skemmtilegt; fullt af viðburðum, samverustundum, jólahefðum og öðrum skemmtilegheitum. Svona eins og þetta lítur reyndar oft út á samfélagsmiðlum. Sama hver orsökin er, eru afleiðingarnar þær að í stað þess að njóta aðventunnar er dagsformið okkar ekki eins og best verður á kosið, svefninn jafnvel að truflast og sumir að upplifa pirring, aðrir orkuleysi og enn aðrir leiða. Á netinu er hægt að gúggla fullt af góðum ráðum til að sporna við þessu. En hér er listi með ráðum úr fyrrnefndri grein og frá Mental Health Foundation. #1: Mundu að jólin þurfa ekki að vera fullkomin. Við þurfum ekki að geta gert allt, klárað allt. Markmiðið að eiga góð slök og ánægjuleg jól er aðalmálið. Þótt það sé ekki allt þrifið, margar sortir bakaðar eða jólagjafirnar ódýrari en dýrustu óskir okkar nánustu. #2: Jólaþakið á gjafirnar og annan kostnað. Margir kannast við að setja sér markmið um eitthvað þak á jólagjafir. En freistast aftur og aftur og áður en varir er búið að eyða allt of miklu. Besta ráðið hér gæti mögulega falist í þessari setningu: Fjárhagslegt öryggi skapar meiri jólafrið og ánægju en nokkur jólapakki. Það á þá við fyrir þig og þína nánustu. #3: Það er í lagi að segja stundum Nei. Sumir upplifa streitu og kvíða fyrir jólin vegna þess að fólk upplifir skyldurnar svo margar. Meðal annars að mæta á viðburði, sem geta verið fjölskyldutengdir, vinatengdir eða vinnutengdir. Til viðbótar eru síðan viðburðir sem fólk mætir á með börnum sínum. Reglan hér er einföld: Ekkert okkar þarf að mæta í öll boð eða á alla staði. Það er í góðu lagi að segja Nei við sumu og velja vel þá viðburði sem við mætum á. Ef okkur finnst við þurfa að mæta á viðburð með til dæmis maka, er líka hægt að ræða hlutina fyrirfram og með jákvæðum tóni þannig að pör geti sammælst um hvenær, hvar og hversu lengi. #4: Instagram, Tik Tok og Facebook eru ekkert til að keppast við. Jólin þín snúast um að þér og þínum líði sem best. Samfélagsmiðlar eru þekktir fyrir að vera ekki nálægt raunveruleikanum. Að vera í samanburði við aðra er ávísun á vanlíðan. #5: Ræddu um það hvernig þér líður. Að upplifa desember sem erfiðan mánuð er miklu algengari líðan en fólk oft heldur. Það eitt og sér að ræða hvernig okkur líður við vin eða vandamann, getur strax gert desember léttari og ljúfari. Oft geta vinir til dæmis hjálpað okkur við að ákveða hvernig er best að ræða hlutina við okkar nánustu; hvort fleiri geti skipt með sér verkum, létt undir, hjálpast að og svo framvegis. Geðheilbrigði Góðu ráðin Tengdar fréttir Skýringar á jólastressinu margvíslegar Þótt aðventan sé svo sannarlega tími til að njóta og jólin tími samveru fjölskyldu og vina fyrst og fremst, felur desember þó meira í sér fyrir marga: Já við erum að tala um jólastressið. 13. desember 2024 07:03 Nokkur góð ráð til að auka samvinnu allra í fjölskyldunni Sjálfvirkur sleppibúnaður í forstofunni er nokkuð algengur á heimilum. Þar sem skólataskan, úlpan og skórnir lenda í hrúgu nánast fyrir framan útidyrahurðina. Það þekkja þetta flestir foreldrar. 8. desember 2023 07:00 Jólakvíði og stress: Mörgum líður mjög illa en segja ekkert endilega frá því Nú þegar líður að jólunum eykst jólastressið hjá mörgum. Margt sem ætlunin er að gera og hjá mörgum er þetta líka álagstími í vinnunni. Hjá sumum geta vikurnar fyrir jólin þó einkennst af meiru en jólastressi, því sumt fólk upplifir þennan árstíma sem vanlíðunartíma í kvíða. 24. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Kanónur í jólakósí Menning Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ 50+: Framhjáhöldum fjölgar Sjá meira
Áhyggjur af því að ná ekki að gera allt sem gera þarf Áhyggjur af því að eiga ekki nægan pening fyrir gjöfum og öðru Líða eins og það þurfi að sjá um allt meira og minna ein/einn Og svo framvegis. Þessi jólakvíði er svo sannarlega ekkert einsdæmi eða sjaldgæfur. Þvert á móti, er nokkuð stór hópur af fólki sem upplifir jólakvíða og stress umfram það sem gott er eða heilbrigt. Fyrir vikið verður aðventan okkar ekki eins ánægjuleg og hún annars gæti verið. Í grein bresku geðheilbrigðisamtakanna Mind UK segir að margir upplifa hátíðirnar sem erfiðan tíma. Ekki aðeins vegna álags eða kvíða sem við getum tengt við dæmin hér að ofan, heldur líður sumum svolítið utangátta. Svona eins og öllum öðrum en þeim finnist aðventan og jólin æðisleg. Allir aðrir séu að gera eitthvað skemmtilegt; fullt af viðburðum, samverustundum, jólahefðum og öðrum skemmtilegheitum. Svona eins og þetta lítur reyndar oft út á samfélagsmiðlum. Sama hver orsökin er, eru afleiðingarnar þær að í stað þess að njóta aðventunnar er dagsformið okkar ekki eins og best verður á kosið, svefninn jafnvel að truflast og sumir að upplifa pirring, aðrir orkuleysi og enn aðrir leiða. Á netinu er hægt að gúggla fullt af góðum ráðum til að sporna við þessu. En hér er listi með ráðum úr fyrrnefndri grein og frá Mental Health Foundation. #1: Mundu að jólin þurfa ekki að vera fullkomin. Við þurfum ekki að geta gert allt, klárað allt. Markmiðið að eiga góð slök og ánægjuleg jól er aðalmálið. Þótt það sé ekki allt þrifið, margar sortir bakaðar eða jólagjafirnar ódýrari en dýrustu óskir okkar nánustu. #2: Jólaþakið á gjafirnar og annan kostnað. Margir kannast við að setja sér markmið um eitthvað þak á jólagjafir. En freistast aftur og aftur og áður en varir er búið að eyða allt of miklu. Besta ráðið hér gæti mögulega falist í þessari setningu: Fjárhagslegt öryggi skapar meiri jólafrið og ánægju en nokkur jólapakki. Það á þá við fyrir þig og þína nánustu. #3: Það er í lagi að segja stundum Nei. Sumir upplifa streitu og kvíða fyrir jólin vegna þess að fólk upplifir skyldurnar svo margar. Meðal annars að mæta á viðburði, sem geta verið fjölskyldutengdir, vinatengdir eða vinnutengdir. Til viðbótar eru síðan viðburðir sem fólk mætir á með börnum sínum. Reglan hér er einföld: Ekkert okkar þarf að mæta í öll boð eða á alla staði. Það er í góðu lagi að segja Nei við sumu og velja vel þá viðburði sem við mætum á. Ef okkur finnst við þurfa að mæta á viðburð með til dæmis maka, er líka hægt að ræða hlutina fyrirfram og með jákvæðum tóni þannig að pör geti sammælst um hvenær, hvar og hversu lengi. #4: Instagram, Tik Tok og Facebook eru ekkert til að keppast við. Jólin þín snúast um að þér og þínum líði sem best. Samfélagsmiðlar eru þekktir fyrir að vera ekki nálægt raunveruleikanum. Að vera í samanburði við aðra er ávísun á vanlíðan. #5: Ræddu um það hvernig þér líður. Að upplifa desember sem erfiðan mánuð er miklu algengari líðan en fólk oft heldur. Það eitt og sér að ræða hvernig okkur líður við vin eða vandamann, getur strax gert desember léttari og ljúfari. Oft geta vinir til dæmis hjálpað okkur við að ákveða hvernig er best að ræða hlutina við okkar nánustu; hvort fleiri geti skipt með sér verkum, létt undir, hjálpast að og svo framvegis.
Geðheilbrigði Góðu ráðin Tengdar fréttir Skýringar á jólastressinu margvíslegar Þótt aðventan sé svo sannarlega tími til að njóta og jólin tími samveru fjölskyldu og vina fyrst og fremst, felur desember þó meira í sér fyrir marga: Já við erum að tala um jólastressið. 13. desember 2024 07:03 Nokkur góð ráð til að auka samvinnu allra í fjölskyldunni Sjálfvirkur sleppibúnaður í forstofunni er nokkuð algengur á heimilum. Þar sem skólataskan, úlpan og skórnir lenda í hrúgu nánast fyrir framan útidyrahurðina. Það þekkja þetta flestir foreldrar. 8. desember 2023 07:00 Jólakvíði og stress: Mörgum líður mjög illa en segja ekkert endilega frá því Nú þegar líður að jólunum eykst jólastressið hjá mörgum. Margt sem ætlunin er að gera og hjá mörgum er þetta líka álagstími í vinnunni. Hjá sumum geta vikurnar fyrir jólin þó einkennst af meiru en jólastressi, því sumt fólk upplifir þennan árstíma sem vanlíðunartíma í kvíða. 24. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Kanónur í jólakósí Menning Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ 50+: Framhjáhöldum fjölgar Sjá meira
Skýringar á jólastressinu margvíslegar Þótt aðventan sé svo sannarlega tími til að njóta og jólin tími samveru fjölskyldu og vina fyrst og fremst, felur desember þó meira í sér fyrir marga: Já við erum að tala um jólastressið. 13. desember 2024 07:03
Nokkur góð ráð til að auka samvinnu allra í fjölskyldunni Sjálfvirkur sleppibúnaður í forstofunni er nokkuð algengur á heimilum. Þar sem skólataskan, úlpan og skórnir lenda í hrúgu nánast fyrir framan útidyrahurðina. Það þekkja þetta flestir foreldrar. 8. desember 2023 07:00
Jólakvíði og stress: Mörgum líður mjög illa en segja ekkert endilega frá því Nú þegar líður að jólunum eykst jólastressið hjá mörgum. Margt sem ætlunin er að gera og hjá mörgum er þetta líka álagstími í vinnunni. Hjá sumum geta vikurnar fyrir jólin þó einkennst af meiru en jólastressi, því sumt fólk upplifir þennan árstíma sem vanlíðunartíma í kvíða. 24. nóvember 2023 07:00