„Ekki gleyma mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2025 12:31 Son Heung-min var hálfklökkur þegar hann kvaddi stuðningsmenn Tottenham formlega í gærkvöldi. Getty/Julian Finney Það var sérstakur heiðursgestur á leik Tottenham og Slavia Prag á Tottenham-leikvanginum í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi. Son Heung-Min fékk þá loksins tækifæri til að kveðja stuðningsmenn Tottenham og bað þá um að gleyma ekki tíma sínum hjá Lundúnafélaginu. Suðurkóreska stjarnan yfirgaf enska félagið nokkuð skyndilega í ágúst og lauk þar með áratugalangri dvöl sinni hjá Spurs til að ganga til liðs við Los Angeles FC í Bandaríkjunum. Son, sem var um tíma fyrirliði Tottenham, var í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Lundúnaliðsins og sneri aftur til Norður-Lundúna til að kveðja formlega. Hann fór inn á völlinn fyrir upphafsspark leiksins og ávarpaði stuðningsmenn. „Ég vona að þið hafið ekki gleymt mér. Ekki gleyma mér. Ég mun alltaf vera Spurs-maður og ég mun alltaf vera með ykkur,“ sagði Son Heung-Min. Son fékk afhentan minningargrip af fyrrverandi varnarmanni Tottenham, Ledley King, áður en hann horfði á fyrrum lið sitt sigra Slavia Prag með mörkum úr vítaspyrnum frá Mohammed Kudus og Xavi Simons í seinni hálfleik. Heung-min Son: "I hope you guys haven't forgotten me. "It's been an amazing, incredible 10 years. I just wanted to say thank you, I will always be Spurs, and always with you." "This will always be my home. I will never forget you." pic.twitter.com/TuCz3UXqHZ— The Spurs Web (@thespursweb) December 9, 2025 „Það var gott að sjá hann. Ég hitti hann aðallega strax eftir leikinn hérna,“ sagði Thomas Frank, stjóri Tottenham. „Ég er ánægður með móttökurnar, verðskuldaðar móttökur sem hann fékk, goðsögn hjá Tottenham, sönn Tottenham-goðsögn sem snýr aftur heim. Þannig að ég var mjög ánægður, það var gott að sjá hann. Hann virðist ánægður og hefur komið sér vel fyrir,“ sagði Frank. Fyrr um þriðjudaginn áritaði Son veggmynd sem hafði verið lokið við fyrir endurkomu hans til Norður-Lundúna. Listaverkið er á Tottenham High Street og þar er hann að lyfta bikar Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili. Þetta er eini titillinn sem hann vann með félaginu. Son Heung-min is back at Tottenham Hotspur for his farewell after his mural was unveiled earlier today 🥹⚪️ pic.twitter.com/HbEWNb5Z9R— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 9, 2025 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira
Son Heung-Min fékk þá loksins tækifæri til að kveðja stuðningsmenn Tottenham og bað þá um að gleyma ekki tíma sínum hjá Lundúnafélaginu. Suðurkóreska stjarnan yfirgaf enska félagið nokkuð skyndilega í ágúst og lauk þar með áratugalangri dvöl sinni hjá Spurs til að ganga til liðs við Los Angeles FC í Bandaríkjunum. Son, sem var um tíma fyrirliði Tottenham, var í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Lundúnaliðsins og sneri aftur til Norður-Lundúna til að kveðja formlega. Hann fór inn á völlinn fyrir upphafsspark leiksins og ávarpaði stuðningsmenn. „Ég vona að þið hafið ekki gleymt mér. Ekki gleyma mér. Ég mun alltaf vera Spurs-maður og ég mun alltaf vera með ykkur,“ sagði Son Heung-Min. Son fékk afhentan minningargrip af fyrrverandi varnarmanni Tottenham, Ledley King, áður en hann horfði á fyrrum lið sitt sigra Slavia Prag með mörkum úr vítaspyrnum frá Mohammed Kudus og Xavi Simons í seinni hálfleik. Heung-min Son: "I hope you guys haven't forgotten me. "It's been an amazing, incredible 10 years. I just wanted to say thank you, I will always be Spurs, and always with you." "This will always be my home. I will never forget you." pic.twitter.com/TuCz3UXqHZ— The Spurs Web (@thespursweb) December 9, 2025 „Það var gott að sjá hann. Ég hitti hann aðallega strax eftir leikinn hérna,“ sagði Thomas Frank, stjóri Tottenham. „Ég er ánægður með móttökurnar, verðskuldaðar móttökur sem hann fékk, goðsögn hjá Tottenham, sönn Tottenham-goðsögn sem snýr aftur heim. Þannig að ég var mjög ánægður, það var gott að sjá hann. Hann virðist ánægður og hefur komið sér vel fyrir,“ sagði Frank. Fyrr um þriðjudaginn áritaði Son veggmynd sem hafði verið lokið við fyrir endurkomu hans til Norður-Lundúna. Listaverkið er á Tottenham High Street og þar er hann að lyfta bikar Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili. Þetta er eini titillinn sem hann vann með félaginu. Son Heung-min is back at Tottenham Hotspur for his farewell after his mural was unveiled earlier today 🥹⚪️ pic.twitter.com/HbEWNb5Z9R— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 9, 2025
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira