„Ekki gleyma mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2025 12:31 Son Heung-min var hálfklökkur þegar hann kvaddi stuðningsmenn Tottenham formlega í gærkvöldi. Getty/Julian Finney Það var sérstakur heiðursgestur á leik Tottenham og Slavia Prag á Tottenham-leikvanginum í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi. Son Heung-Min fékk þá loksins tækifæri til að kveðja stuðningsmenn Tottenham og bað þá um að gleyma ekki tíma sínum hjá Lundúnafélaginu. Suðurkóreska stjarnan yfirgaf enska félagið nokkuð skyndilega í ágúst og lauk þar með áratugalangri dvöl sinni hjá Spurs til að ganga til liðs við Los Angeles FC í Bandaríkjunum. Son, sem var um tíma fyrirliði Tottenham, var í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Lundúnaliðsins og sneri aftur til Norður-Lundúna til að kveðja formlega. Hann fór inn á völlinn fyrir upphafsspark leiksins og ávarpaði stuðningsmenn. „Ég vona að þið hafið ekki gleymt mér. Ekki gleyma mér. Ég mun alltaf vera Spurs-maður og ég mun alltaf vera með ykkur,“ sagði Son Heung-Min. Son fékk afhentan minningargrip af fyrrverandi varnarmanni Tottenham, Ledley King, áður en hann horfði á fyrrum lið sitt sigra Slavia Prag með mörkum úr vítaspyrnum frá Mohammed Kudus og Xavi Simons í seinni hálfleik. Heung-min Son: "I hope you guys haven't forgotten me. "It's been an amazing, incredible 10 years. I just wanted to say thank you, I will always be Spurs, and always with you." "This will always be my home. I will never forget you." pic.twitter.com/TuCz3UXqHZ— The Spurs Web (@thespursweb) December 9, 2025 „Það var gott að sjá hann. Ég hitti hann aðallega strax eftir leikinn hérna,“ sagði Thomas Frank, stjóri Tottenham. „Ég er ánægður með móttökurnar, verðskuldaðar móttökur sem hann fékk, goðsögn hjá Tottenham, sönn Tottenham-goðsögn sem snýr aftur heim. Þannig að ég var mjög ánægður, það var gott að sjá hann. Hann virðist ánægður og hefur komið sér vel fyrir,“ sagði Frank. Fyrr um þriðjudaginn áritaði Son veggmynd sem hafði verið lokið við fyrir endurkomu hans til Norður-Lundúna. Listaverkið er á Tottenham High Street og þar er hann að lyfta bikar Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili. Þetta er eini titillinn sem hann vann með félaginu. Son Heung-min is back at Tottenham Hotspur for his farewell after his mural was unveiled earlier today 🥹⚪️ pic.twitter.com/HbEWNb5Z9R— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 9, 2025 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Son Heung-Min fékk þá loksins tækifæri til að kveðja stuðningsmenn Tottenham og bað þá um að gleyma ekki tíma sínum hjá Lundúnafélaginu. Suðurkóreska stjarnan yfirgaf enska félagið nokkuð skyndilega í ágúst og lauk þar með áratugalangri dvöl sinni hjá Spurs til að ganga til liðs við Los Angeles FC í Bandaríkjunum. Son, sem var um tíma fyrirliði Tottenham, var í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Lundúnaliðsins og sneri aftur til Norður-Lundúna til að kveðja formlega. Hann fór inn á völlinn fyrir upphafsspark leiksins og ávarpaði stuðningsmenn. „Ég vona að þið hafið ekki gleymt mér. Ekki gleyma mér. Ég mun alltaf vera Spurs-maður og ég mun alltaf vera með ykkur,“ sagði Son Heung-Min. Son fékk afhentan minningargrip af fyrrverandi varnarmanni Tottenham, Ledley King, áður en hann horfði á fyrrum lið sitt sigra Slavia Prag með mörkum úr vítaspyrnum frá Mohammed Kudus og Xavi Simons í seinni hálfleik. Heung-min Son: "I hope you guys haven't forgotten me. "It's been an amazing, incredible 10 years. I just wanted to say thank you, I will always be Spurs, and always with you." "This will always be my home. I will never forget you." pic.twitter.com/TuCz3UXqHZ— The Spurs Web (@thespursweb) December 9, 2025 „Það var gott að sjá hann. Ég hitti hann aðallega strax eftir leikinn hérna,“ sagði Thomas Frank, stjóri Tottenham. „Ég er ánægður með móttökurnar, verðskuldaðar móttökur sem hann fékk, goðsögn hjá Tottenham, sönn Tottenham-goðsögn sem snýr aftur heim. Þannig að ég var mjög ánægður, það var gott að sjá hann. Hann virðist ánægður og hefur komið sér vel fyrir,“ sagði Frank. Fyrr um þriðjudaginn áritaði Son veggmynd sem hafði verið lokið við fyrir endurkomu hans til Norður-Lundúna. Listaverkið er á Tottenham High Street og þar er hann að lyfta bikar Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili. Þetta er eini titillinn sem hann vann með félaginu. Son Heung-min is back at Tottenham Hotspur for his farewell after his mural was unveiled earlier today 🥹⚪️ pic.twitter.com/HbEWNb5Z9R— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 9, 2025
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira