Innlent

Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna

Samúel Karl Ólason skrifar
Karl Óttar Einarsson, forstjóri Grundarheimilanna.
Karl Óttar Einarsson, forstjóri Grundarheimilanna. Vísir/Sigurjón

Tölvuárás hefur verið gerð á kerfi Grundarheimila og gætir áhrifa hennar hvað helst á símkerfi og tölvupóst. Þá hefur aðgengi íbúa að netinu verið takmarkað í varúðarskyni vegna árásarinnar og á meðan verið er að vinna úr henni.

Karl Óttar Einarsson, forstjóri Grundarheimila, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að kortleggja stöðuna og skoða málið með sérfræðingum frá Cert-IS og Opnum kerfum. Ekki sé ljóst hvernig tölvuþrjótar komust inn í kerfi Grundarheimila en upp komst um árásina síðdegis í gær.

Hann segir einnig að ekki sé útlit fyrir að um svokallaða „ranskomware“-árás sé að ræða, þar sem tölvuþrjótar komast inn í kerfi fyrirtækja og stofnana, læsa gögnum og krefjast svo lausnargjalds fyrir gögnin.

Karl segir að netaðgengi á Grundarheimilum hafi verið takmarkað í varúðarskyni.

Þá segir í yfirlýsingu að reikna megi með því að áhrifin verði í að minnsta kosti einhverja daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×