Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. desember 2025 16:33 Þorbjörg Sigríður var á óformlegum ráðherrafundi. Stjórnarráðið Ísland er meðal 27 ríkja sem standa að sameiginlegri yfirlýsingu um tillögur að breytingu á ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Tiltekin aðildarríki hafi áhyggjur af framkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og standi þau frammi fyrir áskorunum líkt og útlendingar sem gerast sekir um alvarleg brot. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sótti óformlegan ráðherrafund Evrópuráðsins í Strassborg. Til umræðu voru fólksflutningar í ljósi Mannréttindasáttmála Evrópu en tiltekin aðildarríki hafa áhyggjur af framkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Á fundinum undirbjuggu viðstaddir yfirlýsingu, en meðal viðstaddra voru fulltrúar Danmerkur, Ítalíu, Írlands, Svíþjóðar, Bretlands og Hollands. „Yfirlýsingunni er ætlað að árétta skuldbindingu aðildarríkja Evrópuráðsins til að tryggja að allir innan lögsögu þeirra njóti þeirra réttinda sem mannréttindasáttmálinn kveður á um samhliða því að horfast í augu við áskoranir sem ríkin standa frammi fyrir, einkum í tengslum við óreglulega fólksflutninga, útlendinga sem gerast sekir um alvarleg afbrot og brottvísanir,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Þorbjörgu að á sama tíma og Mannréttindadómstóllinn hafi reynst Íslendingum vel megi ekki loka augunum fyrir þeirri ógn sem skipulögð brotastarfsemi og misnotkun á viðkvæmum hópum felur í sér. Ýmsar ófyrirséðar áskoranir Í yfirlýsingunni er miklum stuðningi lýst við Evrópuráðið en einnig bent á áskoranir aðildarríkjanna í útlendingamálum og hvernig ríkin geti best tekist á við þær með hliðsjón af Mannréttindasáttmála Evrópu. Þar kemur fram að flóknar og skaðvænlegu áskoranir sem ríkin standa frammi fyrir, líkt og mansal og misnotkun á fólki í pólitískum tilgangi, hafi verið ófyrirséðar á þeim tíma sem Mannréttindasáttmálinn var undirritaður. Meðal þess sem ríkin 27 vilja að verði gert skýrar í sáttmálanum er að aðildarríkjum verði heimilt að vísa útlendingum úr landi ef þeir hafa verið dæmdir fyrir alvarlega glæpi og hann viðurkenni viðkvæma heimssamfélagið og þörfina á að tryggja þjóðaröryggi og almannaöryggi á réttan hátt, þar á meðal þegar mannréttindi og grundvallarfrelsi eru misnotuð af fjandsamlegum stjórnvöldum. Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sótti óformlegan ráðherrafund Evrópuráðsins í Strassborg. Til umræðu voru fólksflutningar í ljósi Mannréttindasáttmála Evrópu en tiltekin aðildarríki hafa áhyggjur af framkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Á fundinum undirbjuggu viðstaddir yfirlýsingu, en meðal viðstaddra voru fulltrúar Danmerkur, Ítalíu, Írlands, Svíþjóðar, Bretlands og Hollands. „Yfirlýsingunni er ætlað að árétta skuldbindingu aðildarríkja Evrópuráðsins til að tryggja að allir innan lögsögu þeirra njóti þeirra réttinda sem mannréttindasáttmálinn kveður á um samhliða því að horfast í augu við áskoranir sem ríkin standa frammi fyrir, einkum í tengslum við óreglulega fólksflutninga, útlendinga sem gerast sekir um alvarleg afbrot og brottvísanir,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Þorbjörgu að á sama tíma og Mannréttindadómstóllinn hafi reynst Íslendingum vel megi ekki loka augunum fyrir þeirri ógn sem skipulögð brotastarfsemi og misnotkun á viðkvæmum hópum felur í sér. Ýmsar ófyrirséðar áskoranir Í yfirlýsingunni er miklum stuðningi lýst við Evrópuráðið en einnig bent á áskoranir aðildarríkjanna í útlendingamálum og hvernig ríkin geti best tekist á við þær með hliðsjón af Mannréttindasáttmála Evrópu. Þar kemur fram að flóknar og skaðvænlegu áskoranir sem ríkin standa frammi fyrir, líkt og mansal og misnotkun á fólki í pólitískum tilgangi, hafi verið ófyrirséðar á þeim tíma sem Mannréttindasáttmálinn var undirritaður. Meðal þess sem ríkin 27 vilja að verði gert skýrar í sáttmálanum er að aðildarríkjum verði heimilt að vísa útlendingum úr landi ef þeir hafa verið dæmdir fyrir alvarlega glæpi og hann viðurkenni viðkvæma heimssamfélagið og þörfina á að tryggja þjóðaröryggi og almannaöryggi á réttan hátt, þar á meðal þegar mannréttindi og grundvallarfrelsi eru misnotuð af fjandsamlegum stjórnvöldum.
Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira