„Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 11. desember 2025 21:01 Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Blika, var stoltur af sínu liði eftir leik. Pawel Cieslikiewicz Breiðablik sótti sinn fyrsti sigur í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Liðið lagði Shamrock Rovers 3-1 á Laugardalsvelli og var Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks, afar sáttur að leik loknum. „Tilfinningin er frábær, þetta var ekki fallegt en mjög sætt engu að síður. Erfiðar aðstæður og allt það en það má segja að við höfum siglt þessu heim,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks, eftir fyrsta sigur liðsins í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Klippa: Ólafur Ingi um fyrsta sigur Blika í Sambandsdeild Evrópu Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en gestirnir brutu ísinn á 32. mínútu en það tók heimamenn tvær mínútur að jafna leikinn. „Þeir hafa verið að spila neðar og hafa verið varkárari. Við vissum að staðan gæti orðið þannig að þeir myndu reyna að sækja til sigurs. Þeir voru sterkir í dag og við vorum í vandræðum í fyrri hálfleik, þeir voru að skapa yfirtölu á köntunum og við lentum svolítið á eftir. Heilt yfir var hvorugt liðið að skapa sér mikið af færum.“ Gestirnir frá Írlandi komu út í síðari hálfleikinn af krafti en þá með vindinn í bakið. Blikar virtust þolinmóðir og reyndu að spila boltanum sín á milli. „Það var mjög mikilvægt að fá inn þetta mark hjá Óla sem var auðvitað frábærlega gert, einstaklingsgæðin hjá Óla skinu þar. Það gerir það að verkum að þeir þurfa að taka stóra sénsa og það var ekkert eðlilega sætt að sjá þetta 3-1 mark frá Kidda. Það var bara alveg geggjað.“ „Þeir gerðu okkur erfitt fyrir og lokuðu annarri hliðinni og læstu okkur svolítið inni. Við ýttum miðjumönnunum okkar þá aðeins neðar í seinni hálfleik til þess að koma þeim meira á boltann. Það gekk ekki 100% upp en heilt yfir er ég sáttur. Við gerðum vel og ég er ógeðslega ánægður og stoltur.“ Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
„Tilfinningin er frábær, þetta var ekki fallegt en mjög sætt engu að síður. Erfiðar aðstæður og allt það en það má segja að við höfum siglt þessu heim,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks, eftir fyrsta sigur liðsins í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Klippa: Ólafur Ingi um fyrsta sigur Blika í Sambandsdeild Evrópu Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en gestirnir brutu ísinn á 32. mínútu en það tók heimamenn tvær mínútur að jafna leikinn. „Þeir hafa verið að spila neðar og hafa verið varkárari. Við vissum að staðan gæti orðið þannig að þeir myndu reyna að sækja til sigurs. Þeir voru sterkir í dag og við vorum í vandræðum í fyrri hálfleik, þeir voru að skapa yfirtölu á köntunum og við lentum svolítið á eftir. Heilt yfir var hvorugt liðið að skapa sér mikið af færum.“ Gestirnir frá Írlandi komu út í síðari hálfleikinn af krafti en þá með vindinn í bakið. Blikar virtust þolinmóðir og reyndu að spila boltanum sín á milli. „Það var mjög mikilvægt að fá inn þetta mark hjá Óla sem var auðvitað frábærlega gert, einstaklingsgæðin hjá Óla skinu þar. Það gerir það að verkum að þeir þurfa að taka stóra sénsa og það var ekkert eðlilega sætt að sjá þetta 3-1 mark frá Kidda. Það var bara alveg geggjað.“ „Þeir gerðu okkur erfitt fyrir og lokuðu annarri hliðinni og læstu okkur svolítið inni. Við ýttum miðjumönnunum okkar þá aðeins neðar í seinni hálfleik til þess að koma þeim meira á boltann. Það gekk ekki 100% upp en heilt yfir er ég sáttur. Við gerðum vel og ég er ógeðslega ánægður og stoltur.“
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira