Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2025 22:18 Freyr Alexandersson var alls ekki sáttur á leiknum við Fenerbahce í kvöld. Getty/Oguz Yeter Lærisveinar Freys Alexanderssonar í Brann urðu að sætta sig við 4-0 skell gegn tyrkneska stórliðinu Fenerbahce í Noregi í kvöld, í Evrópudeildinni í fótbolta, eftir að hafa verið manni færri stóran hluta leiksins. Freyr fékk að líta gula spjaldið fyrir mótmæli sín þegar leikmaður hans, Eivind Helland, var rekinn af velli á 18. mínútu en hann þótti hafa brotið af sér sem aftasti maður. Gestirnir frá Tyrklandi voru þá þegar komnir í 1-0 og komust í 3-0 áður en fyrri hálfleik var lokið. Brann tapaði að lokum 4-0 en liðið er án Sævars Atla Magnússonar og Eggerts Arons Guðmundssonar vegna meiðsla. Daníel Tristan Guðjohnsen lék síðustu tíu mínúturnar fyrir Malmö sem náði að skora í uppbótartíma en tapaði 2-1, gegn Porto í Portúgal. Malmö er því enn aðeins með eitt stig í þriðja neðsta sæti, nú þegar tvær umferðir eru eftir, en Brann á mun betri von um að komast áfram í útsláttarkeppnina og er með átta stig í 22. sæti. Efstu 24 liðin komast áfram. Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Panathinaikos sem fékk ekki á sig mark gegn Viktoria Plzen, í 0-0 jafntefli. Gestirnir frá Tékklandi misstu Václav Jemelka af velli með rautt spjald strax á 32. mínútu en náðu þó í stig. Aston Villa vann 2-1 útisigur gegn Basel með mörkum frá Youri Tielemans og Evann Guessand, og er eitt þriggja liða í efstu sætunum með 15 stig, ásamt Lyon og Midtjylland með Elías Rafn Ólafsson innanborðs. Öruggt hjá Palace í Sambandsdeildinni Í Sambandsdeildinni vann Crystal Palace 3-0 útisigur gegn Shelbourne á Írlandi. Christantus Uche, Edward Nketiah og Yéremy Pino skoruðu mörkin. Gísli Gottskálk Þórðarson er frá keppni vegna meiðsla og missti af 1-1 jafntefli Lech Poznan og Mainz, og Kjartan Már Kjartansson var ekki með Aberdeen sem tapaði 1-0 á heimavelli gegn Strasbourg. Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira
Freyr fékk að líta gula spjaldið fyrir mótmæli sín þegar leikmaður hans, Eivind Helland, var rekinn af velli á 18. mínútu en hann þótti hafa brotið af sér sem aftasti maður. Gestirnir frá Tyrklandi voru þá þegar komnir í 1-0 og komust í 3-0 áður en fyrri hálfleik var lokið. Brann tapaði að lokum 4-0 en liðið er án Sævars Atla Magnússonar og Eggerts Arons Guðmundssonar vegna meiðsla. Daníel Tristan Guðjohnsen lék síðustu tíu mínúturnar fyrir Malmö sem náði að skora í uppbótartíma en tapaði 2-1, gegn Porto í Portúgal. Malmö er því enn aðeins með eitt stig í þriðja neðsta sæti, nú þegar tvær umferðir eru eftir, en Brann á mun betri von um að komast áfram í útsláttarkeppnina og er með átta stig í 22. sæti. Efstu 24 liðin komast áfram. Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Panathinaikos sem fékk ekki á sig mark gegn Viktoria Plzen, í 0-0 jafntefli. Gestirnir frá Tékklandi misstu Václav Jemelka af velli með rautt spjald strax á 32. mínútu en náðu þó í stig. Aston Villa vann 2-1 útisigur gegn Basel með mörkum frá Youri Tielemans og Evann Guessand, og er eitt þriggja liða í efstu sætunum með 15 stig, ásamt Lyon og Midtjylland með Elías Rafn Ólafsson innanborðs. Öruggt hjá Palace í Sambandsdeildinni Í Sambandsdeildinni vann Crystal Palace 3-0 útisigur gegn Shelbourne á Írlandi. Christantus Uche, Edward Nketiah og Yéremy Pino skoruðu mörkin. Gísli Gottskálk Þórðarson er frá keppni vegna meiðsla og missti af 1-1 jafntefli Lech Poznan og Mainz, og Kjartan Már Kjartansson var ekki með Aberdeen sem tapaði 1-0 á heimavelli gegn Strasbourg.
Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira