„Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2025 08:31 Mohamed Salah með Englandsmeistarabikarinn sem Liverpool vann síðasta vor. Getty/Michael Regan Goðsögn úr ensku úrvalsdeildinni er í horni Mohamed Salah í deilu egypska framherjans við knattspyrnustjóra Liverpool, Arne Slot. Paul Merson, knattspyrnusérfræðingur hjá Sky Sports, segist sammála gremju Mohamed Salah hjá Liverpool eftir að Egyptinn hélt því fram að félagið hefði „kastað honum undir rútuna“. Merson telur að slakt gengi Liverpool sé ekki Salah að kenna og að þeir hefðu ekki náð nýlegum árangri sínum án hans. Merson hefur varið Salah og gefur í skyn að bikaraskápur félagsins væri mun tómlegri án Egyptans. Framtíð Salah er orðin mikið umræðuefni eftir að hann efaðist um hvers vegna Arne Slot, stjóri Liverpool, hefði sett hann á bekkinn undanfarnar vikur, þrátt fyrir slakt gengi liðsins. "I'm on Mo Salah's side." 😳Paul Merson weighs in on the Mo Salah situation at Liverpool... 👀🔴 pic.twitter.com/hrPOluJ09r— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 11, 2025 Hinn 33 ára gamli leikmaður, sem skrifaði undir framlengingu á samningi sínum á Anfield undir lok síðasta tímabils, gaf einnig í skyn að samband hans við Slot væri ekki til staðar og var í kjölfarið ekki í hópnum sem sigraði Inter Milan í Meistaradeildinni. Salah á þó að minnsta kosti einn stuðningsmann í hópi sjónvarpssérfræðinganna í Englandi. Finnst hann hafa fengið of mikla gagnrýni „Ég er Salah-megin. Mér finnst hann hafa fengið of mikla gagnrýni,“ sagði Paul Merson. „Kannski hefði hann ekki átt að gera það sem hann gerði, en hann er mannlegur. Hann er sigurvegari. Hann er goðsögn. Tölurnar sem hann hefur sett fram á kantinum – mörk og stoðsendingar – eru út úr kortinu. Við munum aldrei sjá það aftur að mínu mati,“ sagði Merson. „Það eina sem hann gerði var að segjast vilja spila fótbolta. Hann er pirraður af því að hann er ekki að spila. Hvernig er hægt að slátra manni fyrir það? Það eru aðrir leikmenn í liðinu sem hefðu mátt setja á bekkinn og hann er líklega að hugsa: ‚Við erum ekki mjög góðir og ég er ekki að spila.‘ Mér finnst þetta bara rangt,“ sagði Merson. Ekki sá eini sem hefur spilað illa „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah. Ef þú tekur mörkin hans og stoðsendingarnar í burtu, þá held ég að það séu engir bikarar í þeim skáp í dágóðan tíma. Ég trúi því ekki að hann eigi að spila bara af því að hann hefur unnið titla áður. En hann er ekki sá eini sem hefur spilað illa. Mo Salah getur skorað hvaðan sem er. Hann er besti, versti leikmaðurinn,“ sagði Merson. „Sem stjóri, þegar þú ert í basli, seturðu þá besta leikmanninn þinn á bekkinn? Það er þar sem ég held að hann hafi orðið pirraður og hann kom bara fram og var heiðarlegur. Hann hefði getað farið frítt í janúar. Hann valdi að vera áfram. Hann er þarna 33 ára og hugsar: ‚Ég vil spila fótbolta. Ég er að nálgast lok ferilsins.‘ Hann er ekki að spila og hann er orðinn pirraður,“ sagði Merson. Enski boltinn Liverpool FC Tengdar fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Framkvæmdastjóri sádi-arabísku deildarinnar segir félög þar vilja klófesta Mohamed Salah, leikmann Liverpool. 10. desember 2025 22:45 „Hvað getur Slot gert?“ Sérfræðingur Sýnar Sport telur ólíklegt að Mo Salah spili fleiri leiki fyrir Liverpool, ekki nema aðstæður breytist til muna hjá félaginu og að þjálfarinn verði látinn taka poka sinn. 10. desember 2025 09:32 „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Á meðan Mohamed Salah spilaði sig út sem fórnarlamb heima í Liverpool þá fóru liðsfélagar hans og sóttu þrjú stig á San Siro í Meistaradeildinni. Arnar Gunnlaugsson og Sigurvin Ólafsson eru á því að Arne Slot sé sigurvegarinn eftir úrslitin í gær og að Salah spili ekki aftur fyrir Liverpool. 10. desember 2025 08:31 Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Arne Slot, stjóri Liverpool, spyr sig hvort Mohamed Salah sjálfur sé á því að hann hafi gert mistök eftir að hafa farið hamförum í viðtali á dögunum. Eins og við var að búast var hann spurður út í stöðu Salah eftir sigur gegn Inter í kvöld en vildi heldur að spurningarnar snerust um þá leikmenn sem spiluðu leikinn. 9. desember 2025 23:43 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Sjá meira
Paul Merson, knattspyrnusérfræðingur hjá Sky Sports, segist sammála gremju Mohamed Salah hjá Liverpool eftir að Egyptinn hélt því fram að félagið hefði „kastað honum undir rútuna“. Merson telur að slakt gengi Liverpool sé ekki Salah að kenna og að þeir hefðu ekki náð nýlegum árangri sínum án hans. Merson hefur varið Salah og gefur í skyn að bikaraskápur félagsins væri mun tómlegri án Egyptans. Framtíð Salah er orðin mikið umræðuefni eftir að hann efaðist um hvers vegna Arne Slot, stjóri Liverpool, hefði sett hann á bekkinn undanfarnar vikur, þrátt fyrir slakt gengi liðsins. "I'm on Mo Salah's side." 😳Paul Merson weighs in on the Mo Salah situation at Liverpool... 👀🔴 pic.twitter.com/hrPOluJ09r— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 11, 2025 Hinn 33 ára gamli leikmaður, sem skrifaði undir framlengingu á samningi sínum á Anfield undir lok síðasta tímabils, gaf einnig í skyn að samband hans við Slot væri ekki til staðar og var í kjölfarið ekki í hópnum sem sigraði Inter Milan í Meistaradeildinni. Salah á þó að minnsta kosti einn stuðningsmann í hópi sjónvarpssérfræðinganna í Englandi. Finnst hann hafa fengið of mikla gagnrýni „Ég er Salah-megin. Mér finnst hann hafa fengið of mikla gagnrýni,“ sagði Paul Merson. „Kannski hefði hann ekki átt að gera það sem hann gerði, en hann er mannlegur. Hann er sigurvegari. Hann er goðsögn. Tölurnar sem hann hefur sett fram á kantinum – mörk og stoðsendingar – eru út úr kortinu. Við munum aldrei sjá það aftur að mínu mati,“ sagði Merson. „Það eina sem hann gerði var að segjast vilja spila fótbolta. Hann er pirraður af því að hann er ekki að spila. Hvernig er hægt að slátra manni fyrir það? Það eru aðrir leikmenn í liðinu sem hefðu mátt setja á bekkinn og hann er líklega að hugsa: ‚Við erum ekki mjög góðir og ég er ekki að spila.‘ Mér finnst þetta bara rangt,“ sagði Merson. Ekki sá eini sem hefur spilað illa „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah. Ef þú tekur mörkin hans og stoðsendingarnar í burtu, þá held ég að það séu engir bikarar í þeim skáp í dágóðan tíma. Ég trúi því ekki að hann eigi að spila bara af því að hann hefur unnið titla áður. En hann er ekki sá eini sem hefur spilað illa. Mo Salah getur skorað hvaðan sem er. Hann er besti, versti leikmaðurinn,“ sagði Merson. „Sem stjóri, þegar þú ert í basli, seturðu þá besta leikmanninn þinn á bekkinn? Það er þar sem ég held að hann hafi orðið pirraður og hann kom bara fram og var heiðarlegur. Hann hefði getað farið frítt í janúar. Hann valdi að vera áfram. Hann er þarna 33 ára og hugsar: ‚Ég vil spila fótbolta. Ég er að nálgast lok ferilsins.‘ Hann er ekki að spila og hann er orðinn pirraður,“ sagði Merson.
Enski boltinn Liverpool FC Tengdar fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Framkvæmdastjóri sádi-arabísku deildarinnar segir félög þar vilja klófesta Mohamed Salah, leikmann Liverpool. 10. desember 2025 22:45 „Hvað getur Slot gert?“ Sérfræðingur Sýnar Sport telur ólíklegt að Mo Salah spili fleiri leiki fyrir Liverpool, ekki nema aðstæður breytist til muna hjá félaginu og að þjálfarinn verði látinn taka poka sinn. 10. desember 2025 09:32 „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Á meðan Mohamed Salah spilaði sig út sem fórnarlamb heima í Liverpool þá fóru liðsfélagar hans og sóttu þrjú stig á San Siro í Meistaradeildinni. Arnar Gunnlaugsson og Sigurvin Ólafsson eru á því að Arne Slot sé sigurvegarinn eftir úrslitin í gær og að Salah spili ekki aftur fyrir Liverpool. 10. desember 2025 08:31 Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Arne Slot, stjóri Liverpool, spyr sig hvort Mohamed Salah sjálfur sé á því að hann hafi gert mistök eftir að hafa farið hamförum í viðtali á dögunum. Eins og við var að búast var hann spurður út í stöðu Salah eftir sigur gegn Inter í kvöld en vildi heldur að spurningarnar snerust um þá leikmenn sem spiluðu leikinn. 9. desember 2025 23:43 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Sjá meira
Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Framkvæmdastjóri sádi-arabísku deildarinnar segir félög þar vilja klófesta Mohamed Salah, leikmann Liverpool. 10. desember 2025 22:45
„Hvað getur Slot gert?“ Sérfræðingur Sýnar Sport telur ólíklegt að Mo Salah spili fleiri leiki fyrir Liverpool, ekki nema aðstæður breytist til muna hjá félaginu og að þjálfarinn verði látinn taka poka sinn. 10. desember 2025 09:32
„Endanlegt ippon fyrir Slot“ Á meðan Mohamed Salah spilaði sig út sem fórnarlamb heima í Liverpool þá fóru liðsfélagar hans og sóttu þrjú stig á San Siro í Meistaradeildinni. Arnar Gunnlaugsson og Sigurvin Ólafsson eru á því að Arne Slot sé sigurvegarinn eftir úrslitin í gær og að Salah spili ekki aftur fyrir Liverpool. 10. desember 2025 08:31
Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Arne Slot, stjóri Liverpool, spyr sig hvort Mohamed Salah sjálfur sé á því að hann hafi gert mistök eftir að hafa farið hamförum í viðtali á dögunum. Eins og við var að búast var hann spurður út í stöðu Salah eftir sigur gegn Inter í kvöld en vildi heldur að spurningarnar snerust um þá leikmenn sem spiluðu leikinn. 9. desember 2025 23:43