Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 13. desember 2025 15:02 Greiðslufyrirkomulag vegna lyfja mun taka breytingum um áramótin. Vísir/Vilhelm Fleiri gætu frestað eða sleppt að leysa út lyf af fjárhagsástæðum vegna breytinga sem verða á greiðsluþátttöku fólks í lyfjakostnaði um áramótin að mati hagfræðings ÖBÍ réttindasamtaka. Boðaðar breytingar skjóti skökku við í því efnahagsumhverfi sem nú sé. Um áramótin verða gerðar breytingar á greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í lyfjakostnaði. Í dag eru afsláttarþrepin þrjú þegar fólk kaupir lyf og eftir að fólk hefur greitt 22.800 krónur þarf það aðeins að borga 15% af verði lyfja eða minna. Breytingarnar fela það í sér að afsláttarþrepin verða fjögur í stað þriggja. Þá þarf fólk að greiða meira fyrir lyf sín eftir að það hefur greitt 22.800 krónur eða 40% eða minna. Upphæðirnar eru lægri hjá öldruðum, öryrkjum og börnum en prósentan þó hin sama. Áfram er miðað við sama hámarkskostnað. Allt að 36 prósenta hækkun í einu þrepi Gunnar Alexander Ólafsson, hagfræðingur hjá Öryrkjabandalaginu, segir samtökin hafa áhyggjur af áhrifum breytinganna. „Við hefðum viljað sjá þessar breytingar taka gildi yfir lengri tíma. Þetta mun hitta okkar hóp illa. Þetta slær okkur ekki vel,“ segir Gunnar. „Þetta er töluverð hækkun í sumum þrepunum, sem gerir það að verkum að þú þarft að fara á milli þrepa til að fá aukinn afslátt. Í einu þrepinu er þetta allt að 36 prósent hækkun og það bara slær okkur ekki vel.“ Skjóti skökku við eftir langt verðbólgutímabil Breytingarnar geti orðið til þess að fleiri fresti eða sleppi því að leysa út lyf út af fjárhagsástæðum. „Nú þegar er allt of hátt hlutfall sem neitar sem um þetta. Það eru til kannanir sem sýna það að um 24 prósent þeirra sem eru í lágtekju- og meðaltekjuhópum eru að neita sér um læknisþjónustu og að leysa út lyf út af kostnaði. Þetta hlutfall mun hækka, það er alveg ljóst,“ segir Gunnar. Þá komi breytingarnar í framhaldi af þrenginum í efnahagslífinu. „Okkur finnst það skjóta skökku við að vera að auka kostnað almennings í heilbrigðisþjónustu þegar hefur verið hér mikil verðbólga, hér hefur verið kaupmáttarrýrnun, sérstaklega hjá þeim sem hafa lægri tekjur,“ segir Gunnar. „Þeir hafa ekki verið nógu vel varðir fyrir því verðbólguskoti sem hefur verið hér undanfarin tvö, þrjú ár. Að koma með svona hækkun í kjölfarið á því er ekki gott. Að minnsta kosti ætti að halda þessu óbreyttu.“ Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Heilbrigðisráðherra hyggst gera breytingar á kerfi fyrir greiðsluþátttöku sjúkratryggðra um næstu áramót. Breytingarnar, sem eiga að spara Sjúkratryggingum Íslands fjögur hundruð milljónir króna á ári, felast í að bæta þrepi við greiðsluþátttökukerfið. 26. september 2025 14:44 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Um áramótin verða gerðar breytingar á greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í lyfjakostnaði. Í dag eru afsláttarþrepin þrjú þegar fólk kaupir lyf og eftir að fólk hefur greitt 22.800 krónur þarf það aðeins að borga 15% af verði lyfja eða minna. Breytingarnar fela það í sér að afsláttarþrepin verða fjögur í stað þriggja. Þá þarf fólk að greiða meira fyrir lyf sín eftir að það hefur greitt 22.800 krónur eða 40% eða minna. Upphæðirnar eru lægri hjá öldruðum, öryrkjum og börnum en prósentan þó hin sama. Áfram er miðað við sama hámarkskostnað. Allt að 36 prósenta hækkun í einu þrepi Gunnar Alexander Ólafsson, hagfræðingur hjá Öryrkjabandalaginu, segir samtökin hafa áhyggjur af áhrifum breytinganna. „Við hefðum viljað sjá þessar breytingar taka gildi yfir lengri tíma. Þetta mun hitta okkar hóp illa. Þetta slær okkur ekki vel,“ segir Gunnar. „Þetta er töluverð hækkun í sumum þrepunum, sem gerir það að verkum að þú þarft að fara á milli þrepa til að fá aukinn afslátt. Í einu þrepinu er þetta allt að 36 prósent hækkun og það bara slær okkur ekki vel.“ Skjóti skökku við eftir langt verðbólgutímabil Breytingarnar geti orðið til þess að fleiri fresti eða sleppi því að leysa út lyf út af fjárhagsástæðum. „Nú þegar er allt of hátt hlutfall sem neitar sem um þetta. Það eru til kannanir sem sýna það að um 24 prósent þeirra sem eru í lágtekju- og meðaltekjuhópum eru að neita sér um læknisþjónustu og að leysa út lyf út af kostnaði. Þetta hlutfall mun hækka, það er alveg ljóst,“ segir Gunnar. Þá komi breytingarnar í framhaldi af þrenginum í efnahagslífinu. „Okkur finnst það skjóta skökku við að vera að auka kostnað almennings í heilbrigðisþjónustu þegar hefur verið hér mikil verðbólga, hér hefur verið kaupmáttarrýrnun, sérstaklega hjá þeim sem hafa lægri tekjur,“ segir Gunnar. „Þeir hafa ekki verið nógu vel varðir fyrir því verðbólguskoti sem hefur verið hér undanfarin tvö, þrjú ár. Að koma með svona hækkun í kjölfarið á því er ekki gott. Að minnsta kosti ætti að halda þessu óbreyttu.“
Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Heilbrigðisráðherra hyggst gera breytingar á kerfi fyrir greiðsluþátttöku sjúkratryggðra um næstu áramót. Breytingarnar, sem eiga að spara Sjúkratryggingum Íslands fjögur hundruð milljónir króna á ári, felast í að bæta þrepi við greiðsluþátttökukerfið. 26. september 2025 14:44 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Heilbrigðisráðherra hyggst gera breytingar á kerfi fyrir greiðsluþátttöku sjúkratryggðra um næstu áramót. Breytingarnar, sem eiga að spara Sjúkratryggingum Íslands fjögur hundruð milljónir króna á ári, felast í að bæta þrepi við greiðsluþátttökukerfið. 26. september 2025 14:44