Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. desember 2025 14:43 Snæbjörn Guðmundsson formaður Náttúrugriða segir það nokkuð öruggt að landeigendur og náttúruverndarsamtök reyni að fá nýju virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar hnekkt. Vísir/Egill Umhverfis- og orkustofnun hefur endurútgefið virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Fyrra leyfi var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar í júlí. Formaður Náttúrugriða segir nokkuð öruggt að náttúruverndarsamtök og landeigendur reyni að fá leyfinu hnekkt. Fram kom í tilkynningu frá Landsvirkjun í gær að nú verði sótt um framkvæmdaleyfi að virkjuninni sjálfri en undirbúningsvinna er langt komin. Mikið hefur verið deilt um virkjunina undanfarin misseri og landeigendur og náttúruverndarsamtök ítrekað kært úrskurði og leyfi. „Þetta var algjörlega viðbúið. Þetta er auðvitað búið að fara tvær umferðir nú þegar þannig að við bjuggumst við þriðju umferðinni. Hvenær hún kæmi var bara tímaspursmál,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriða. „Það er verið að skoða viðbrögð í þessum töluðu orðum. Ég geri frekar ráð fyrir því en hitt að brugðist verði við leyfinu á einn eða annan hátt. Hvernig nákvæmlega er útfærsluatriði.“ „Er þetta ekki bara úrelt hugmynd?“ Kærufrestur er mánuður en enn er deilt um mörg atriði. „Það togast á hagmunir náttúrunnar og einhverjir aðrir tiltölulega óljósir hagsmunir samfélagsins,“ segir Snæbjörn. „Er þetta ekki bara úrelt hugmynd? Að virkja stórfljót í byggð þar sem lífríkið er undir. Þetta er laxgeng á og Atlantshafslaxinn á undir mjög miklu höggi að sækja. Hér er verið að leggja í stórhættu stærsta náttúrulega laxastofn landsins.“ Umræðurnar óþroskaðar Hugmyndir um Hvammsvirkjun hafi vaknað fyrst fyrir hálfri öld og þá hafi þessi atriði ekki verið fólki ofarlega í huga. „Umhverfismatið sem liggur að baki Hvammsvirkjun er tuttugu ára gamalt. Það breytist ansi margt á tuttugu árum. Ef við viljum horfa á einhvers konar almannahagsmuni og að þess vegna þurfi að virkja eru komnar upp mjög miklar efasemdir um að Hvammsvirkjun borgi sig yfir höfuð. Hún kostar hundrað milljarða,“ segir Snæbjörn. Hvorki Landsvirkjun né stjórnvöld hafi lagt í þá umræðu af neinni alvöru að hans sögn. „Ég held að umræða um Hvammsvirkjun og virkjanir í neðri hluta Þjórsár séu mjög óþroskaðar. Það þarf að fara miklu dýpra í það áður en Landsvirkjun heldur áfram í einhvers konar blindni.“ Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Umhverfis- og orkustofnun hefur endurútgefið virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Það er eftir að fyrra leyfið var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar frá 9. júlí. Nú mun Landsvirkjun sækja um framkvæmdaleyfi að virkjuninni sjálfri, þar sem undirbúningsvinna er sögð langt komin. 12. desember 2025 17:09 Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Tveir af fimm nefndarmönnum í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála skiluðu séráliti í máli þriggja náttúruverndarsamtaka, sem krefjast að framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar verði fellt úr gildi. Kröfu samtakanna var hafnað af meirihluta nefndarinnar. 30. október 2025 08:01 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Fram kom í tilkynningu frá Landsvirkjun í gær að nú verði sótt um framkvæmdaleyfi að virkjuninni sjálfri en undirbúningsvinna er langt komin. Mikið hefur verið deilt um virkjunina undanfarin misseri og landeigendur og náttúruverndarsamtök ítrekað kært úrskurði og leyfi. „Þetta var algjörlega viðbúið. Þetta er auðvitað búið að fara tvær umferðir nú þegar þannig að við bjuggumst við þriðju umferðinni. Hvenær hún kæmi var bara tímaspursmál,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriða. „Það er verið að skoða viðbrögð í þessum töluðu orðum. Ég geri frekar ráð fyrir því en hitt að brugðist verði við leyfinu á einn eða annan hátt. Hvernig nákvæmlega er útfærsluatriði.“ „Er þetta ekki bara úrelt hugmynd?“ Kærufrestur er mánuður en enn er deilt um mörg atriði. „Það togast á hagmunir náttúrunnar og einhverjir aðrir tiltölulega óljósir hagsmunir samfélagsins,“ segir Snæbjörn. „Er þetta ekki bara úrelt hugmynd? Að virkja stórfljót í byggð þar sem lífríkið er undir. Þetta er laxgeng á og Atlantshafslaxinn á undir mjög miklu höggi að sækja. Hér er verið að leggja í stórhættu stærsta náttúrulega laxastofn landsins.“ Umræðurnar óþroskaðar Hugmyndir um Hvammsvirkjun hafi vaknað fyrst fyrir hálfri öld og þá hafi þessi atriði ekki verið fólki ofarlega í huga. „Umhverfismatið sem liggur að baki Hvammsvirkjun er tuttugu ára gamalt. Það breytist ansi margt á tuttugu árum. Ef við viljum horfa á einhvers konar almannahagsmuni og að þess vegna þurfi að virkja eru komnar upp mjög miklar efasemdir um að Hvammsvirkjun borgi sig yfir höfuð. Hún kostar hundrað milljarða,“ segir Snæbjörn. Hvorki Landsvirkjun né stjórnvöld hafi lagt í þá umræðu af neinni alvöru að hans sögn. „Ég held að umræða um Hvammsvirkjun og virkjanir í neðri hluta Þjórsár séu mjög óþroskaðar. Það þarf að fara miklu dýpra í það áður en Landsvirkjun heldur áfram í einhvers konar blindni.“
Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Umhverfis- og orkustofnun hefur endurútgefið virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Það er eftir að fyrra leyfið var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar frá 9. júlí. Nú mun Landsvirkjun sækja um framkvæmdaleyfi að virkjuninni sjálfri, þar sem undirbúningsvinna er sögð langt komin. 12. desember 2025 17:09 Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Tveir af fimm nefndarmönnum í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála skiluðu séráliti í máli þriggja náttúruverndarsamtaka, sem krefjast að framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar verði fellt úr gildi. Kröfu samtakanna var hafnað af meirihluta nefndarinnar. 30. október 2025 08:01 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Umhverfis- og orkustofnun hefur endurútgefið virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Það er eftir að fyrra leyfið var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar frá 9. júlí. Nú mun Landsvirkjun sækja um framkvæmdaleyfi að virkjuninni sjálfri, þar sem undirbúningsvinna er sögð langt komin. 12. desember 2025 17:09
Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Tveir af fimm nefndarmönnum í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála skiluðu séráliti í máli þriggja náttúruverndarsamtaka, sem krefjast að framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar verði fellt úr gildi. Kröfu samtakanna var hafnað af meirihluta nefndarinnar. 30. október 2025 08:01