Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2025 23:18 Mohamed Salah fagnar stoðsendingu sinni í leiknum á móti Brighton & Hove Albion en með henni komst hann einn í efsta sætið. Getty/Carl Recine Mohamed Salah lauk erfiðri viku með því að koma inn af bekknum fyrir Liverpool í sigrinum gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni i dag þar sem hann skráði sig á spjöld sögunnar í ensku úrvalsdeildinni með stoðsendingu. Salah, sem fór í viðtal í síðustu viku þar sem hann sagðist hafa verið gerður að blóraböggli hjá félaginu vegna slaks gengis, kom inn á fyrir hinn meidda Joe Gomez i fyrri hálfleik og fékk mikið lófaklapp frá áhorfendum á Anfield. Egyptinn lét til sín taka í seinni hálfleik með vel útfærðri hornspyrnu sem Hugo Ekitike skallaði í netið og kom stöðunni í 2-0. Fór fram úr Rooney Þetta þýddi að Salah fór fram úr Wayne Rooney og varð sá leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem hefur skorað flest mörk og gefið flestar stoðsendingar samanlagt fyrir eitt félag, eða alls 277. Mo Salah now has more Premier League goal involvements for Liverpool than any other player has for a single team in the league's history, passing Wayne Rooney's record with Man Utd 🌟 pic.twitter.com/a5CgEFye5D— BBC Sport (@BBCSport) December 13, 2025 Salah var kallaður aftur í leikmannahópinn eftir að hafa verið skilinn eftir utan hóps í sigrinum gegn Inter Milan í Meistaradeildinni á þriðjudag. „Ástæðan fyrir því að hann var ekki í Mílanó var viðtalið hans og allir hafa mismunandi skoðanir – ætti hann að vera einn, tvo, þrjá, fjóra mánuði eða fjögur ár [utan hóps],“ sagði Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi. „Sérhver stjóri tekur mismunandi ákvarðanir um það, en hann var ekki með gegn Mílanó,“ sagði Slot. Ræddi við hann í gær „Ég ræddi við hann í gær. Ég segi aldrei neitt um það sem við ræðum og ég ætla ekki að gera undantekningu núna, en gjörðir tala hærra en orð. Hann var kominn aftur í hópinn og þegar ég þurfti að gera fyrstu skiptinguna mína setti ég hann inn á og hann stóð sig eins og allir stuðningsmenn, þar á meðal ég, vildu sjá hann gera,“ sagði Slot. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Þetta var síðasti leikur Salah fyrir Liverpool áður en hann heldur á Afríkukeppnina. Slot gerði lítið úr þeirri hugmynd að gjörðir framherjans væru kveðja. „Hann var ekki eini leikmaðurinn sem gekk um völlinn,“ sagði Slot. „Mo fer núna á Afríkukeppnina. Við vonum að honum gangi mjög vel og á meðan verðum við að spjara okkur án hans með ekki svo marga leikmenn tiltæka eins og staðan er núna.“ Ég tel að hann sé leikmaður Liverpool Aðspurður hvort hann vildi að Salah kæmi aftur í janúar bætti Slot við: „Já. Ég tel að hann sé leikmaður Liverpool og ég vil nota hann þegar við þurfum á honum að halda. Í dag byrjaði hann ekki, eins og hann hefur gert nokkrum sinnum áður, en í eitt og hálft tímabil þar á undan byrjaði hann nánast hvern einasta leik. Í dag, þegar hann kom inn á, sýndi hann þá frammistöðu sem maður vill sjá frá honum,“ sagði Slot. „Fyrir mér er ekkert mál að leysa. Hann er núna eins og hver annar leikmaður. Þú talar við leikmenn þína ef þú ert ánægður eða óánægður, en fyrir mér er ekkert sem ég þarf að ræða um eftir það sem gerðist gegn Leeds,“ sagði Slot. Mohamed Salah has now been directly involved in more league goals for Liverpool (277) than any other player has for a single side in Premier League history.◎ 302 games◉ 188 goals◉ 89 assistsWayne Rooney’s record has been broken. 👏 pic.twitter.com/3Djle0x0Dm— Squawka (@Squawka) December 13, 2025 Enski boltinn Liverpool FC Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Sport Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira
Salah, sem fór í viðtal í síðustu viku þar sem hann sagðist hafa verið gerður að blóraböggli hjá félaginu vegna slaks gengis, kom inn á fyrir hinn meidda Joe Gomez i fyrri hálfleik og fékk mikið lófaklapp frá áhorfendum á Anfield. Egyptinn lét til sín taka í seinni hálfleik með vel útfærðri hornspyrnu sem Hugo Ekitike skallaði í netið og kom stöðunni í 2-0. Fór fram úr Rooney Þetta þýddi að Salah fór fram úr Wayne Rooney og varð sá leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem hefur skorað flest mörk og gefið flestar stoðsendingar samanlagt fyrir eitt félag, eða alls 277. Mo Salah now has more Premier League goal involvements for Liverpool than any other player has for a single team in the league's history, passing Wayne Rooney's record with Man Utd 🌟 pic.twitter.com/a5CgEFye5D— BBC Sport (@BBCSport) December 13, 2025 Salah var kallaður aftur í leikmannahópinn eftir að hafa verið skilinn eftir utan hóps í sigrinum gegn Inter Milan í Meistaradeildinni á þriðjudag. „Ástæðan fyrir því að hann var ekki í Mílanó var viðtalið hans og allir hafa mismunandi skoðanir – ætti hann að vera einn, tvo, þrjá, fjóra mánuði eða fjögur ár [utan hóps],“ sagði Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi. „Sérhver stjóri tekur mismunandi ákvarðanir um það, en hann var ekki með gegn Mílanó,“ sagði Slot. Ræddi við hann í gær „Ég ræddi við hann í gær. Ég segi aldrei neitt um það sem við ræðum og ég ætla ekki að gera undantekningu núna, en gjörðir tala hærra en orð. Hann var kominn aftur í hópinn og þegar ég þurfti að gera fyrstu skiptinguna mína setti ég hann inn á og hann stóð sig eins og allir stuðningsmenn, þar á meðal ég, vildu sjá hann gera,“ sagði Slot. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Þetta var síðasti leikur Salah fyrir Liverpool áður en hann heldur á Afríkukeppnina. Slot gerði lítið úr þeirri hugmynd að gjörðir framherjans væru kveðja. „Hann var ekki eini leikmaðurinn sem gekk um völlinn,“ sagði Slot. „Mo fer núna á Afríkukeppnina. Við vonum að honum gangi mjög vel og á meðan verðum við að spjara okkur án hans með ekki svo marga leikmenn tiltæka eins og staðan er núna.“ Ég tel að hann sé leikmaður Liverpool Aðspurður hvort hann vildi að Salah kæmi aftur í janúar bætti Slot við: „Já. Ég tel að hann sé leikmaður Liverpool og ég vil nota hann þegar við þurfum á honum að halda. Í dag byrjaði hann ekki, eins og hann hefur gert nokkrum sinnum áður, en í eitt og hálft tímabil þar á undan byrjaði hann nánast hvern einasta leik. Í dag, þegar hann kom inn á, sýndi hann þá frammistöðu sem maður vill sjá frá honum,“ sagði Slot. „Fyrir mér er ekkert mál að leysa. Hann er núna eins og hver annar leikmaður. Þú talar við leikmenn þína ef þú ert ánægður eða óánægður, en fyrir mér er ekkert sem ég þarf að ræða um eftir það sem gerðist gegn Leeds,“ sagði Slot. Mohamed Salah has now been directly involved in more league goals for Liverpool (277) than any other player has for a single side in Premier League history.◎ 302 games◉ 188 goals◉ 89 assistsWayne Rooney’s record has been broken. 👏 pic.twitter.com/3Djle0x0Dm— Squawka (@Squawka) December 13, 2025
Enski boltinn Liverpool FC Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Sport Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira